Gott mál

OrganDonorPosterÉg mæli með að álíka frumvarp um líffæragjöf og í Finnlandi komi fram hér. Ég hef lengi ætlað mér að láta skrá mig sem líffæragjafa, en einhvernveginn gleymist það svo.

Þeir sem ekki vilja gefa öðrum líf, eiga að hafa fyrir því að neita þeim um það.


mbl.is Líffæragjöf verður sjálfkrafa í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þó þetta verði bundið í lög er ekki þar með sagt að það leysi allar tilfinningalegar flækjur sem upp koma við svona atvik. Þær geta verið af margs konar toga, trúarlegum og öðrum. Líffæragjagamálið er dæmigert fyrir það hvað tæknin skapar siðferðisleg vandamál sem ekki væru til án hennar. Það er tækni læknisfræðinnar sem skapar vandamálið, ágreiningin  og filfinningaárekstrana, en aðrir  verða svo að leysa málið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get alveg tekið undir þetta hjá þér, Sigurður.

En værirðu á móti "finnska frumvarpinu" hér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Hægt er að hugsa sér ýmsar "ófyrirséðar" afleiðingar löggjafarinnar, t.d. þeim að glæpagengi drepi fólk nálægt staðnum þar sem einhver á þeirra vegum vantar líffæri til kaups. Það er óþægileg tilfinning að vera gangandi forðabúr fyrir slíka aðila, sem eru fyrirferðarmiklir á sumum svæðum. Sjálfkrafa gjöf gerir þetta að alvöru bisniss, ekki bara til hjálpar eins og það er hugsað.

Ívar Pálsson, 29.12.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Skríll Lýðsson

Mér finnst þetta mjög gott mál hjá Finnunum, tek heilshugar undir þessa færslu Gunnar, eins sjónarmið nafna míns. Athugasemd Ívars get ég ekki tekið undir þó, ég hugsa að við munum seint sjá það sem hann bendir á hér á landi þar sem læknisfræðilegar athuganir þurfa að fara fram til að staðfesta að viðkomandi er álitlegur líffæragjafi, ef morðalda brytist hér út til að "harvesta" líffæri hér eða fólk færi að týnast í stórum stíl þá rennir mig í grun að slíkt væri fljótt stöðvað, aftur á móti get ég skilið meininguna hjá Ívari þar sem í milljónasamfélugum hefur þetta gerst bæði með og án vitundar yfirvalda í viðkomandi landi. En þetta eru kannski ekki pælingarnar sem henta best yfir hátíðirnar.

Bestu jóla og nýárskveðjur.   

Skríll Lýðsson, 29.12.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sem er svo sérstakt og vandmeðfarið með þá tækni að hægt er yfirleitt að skipta um líffæri í fólki er það að framboð á líffærum er svo miklu minna en eftirspurnin. Það gefur glæpastarfsemi byr undir vængi. Menn verða að vera meðvitaðir líka um það. Ég er svo hvorki sammála né ósammála þessari finnsku leið að svo komnu máli. Þetta er flókið mál sem ég er á þessari stundu ekki reiðibúinn til að átta mig á til hlítar. Aðrir verða að gera það sem meira hafa hugsað um málið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2009 kl. 01:34

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hefði haldið að með finnsku leiðinni myndi framboðið á líffærum aukast til muna og minnkaði þ.a.l. hættuna á glæpum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 02:22

7 identicon

Þurfum við að látast öllu vitlausari en við erum, hverjir
eru þeir hagsmunaaðilar sem hæst bylur í hvað þetta
varðar?

Er Hjálpræðisherinn að biðja um þetta ?!

Húsari. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:50

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað ertu eiginlega að meina, Húsari?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 18:22

9 identicon

Á þessum degi öðrum fremur er efst í huga
sá kostnaður sem Íslendingar þurfa að standa undir
vegna þess glópagulls sem þeir kolféllu fyrir.
Blóðidrifin slóð líffæragjafar liggur um undirheima
fjárglæfra, svika og glæpastarfsemi.
Við eigum ekki að gína við þeim undanskotsleiðum
blekkinga hvort heldur eru breskar, hollenskar
eða finnskar.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband