Færsluflokkur: Sjónvarp

Góðar einkunnir á IMDB

IMDB þekkja flestir. (Internet movie database) Fortitude er þar á lista og þó einkunnagjafir sé ekki nema 27 þegar þetta er skrifað, er 8,8 að meðaltali mjög gott, sjá hér 

Það er athyglisvert að sjá einkunnagjöfina eftir kyni og aldri.

fortitude

 

Eins og sést falla konur marflatar fyrir þáttunum og gefa einkunnina 10. Unglingar og Ameríkanar er ekki eins hrifnir. Kanarnir þrír gefa 6,7 sem er þó alls ekki slæmt.

Kvikmyndaliðið kemur aftur í Fjarðabyggð ef vel gengur og við vonum að það gangi eftir.

Hér er Richard Domier á rauða dreglinum að tala um Fortitude

 
Ps. Frumsýningin á Sky var í kvöld og umsagnir helstu skríbenta eru vægast sagt kvíðvænlegar fyrir framhaldið. Þið sjáið slatta af umsögnum eftir frumsýningarkvöldið ef þið gúgglið "review Fortitude". Flestir hafa miklar efasemdir um söguþráðinn en allir dásama "Location". 
 
Í einni umsögninni segir: 
 
"..the location is so unique, specific and important to the story that the show would have no reason to exist without it".

 Þar höfum við það.undecided


mbl.is Fjarðabyggð fullkomin staðsetning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal Sölva við forsetann

Siðfræðihluti rannsóknarskýrslunnar fjallar sérstaklega um Ólaf Ragnar og embættisgjörðir hans. "Spjallið með Sölva" má horfa á HÉR

Mér finnst forsetinn vera nokkuð skotheldur þarna. Það er vel hægt að gagnrýna hann fyrir "klappstýruhlutverkið", en hversu alvarlegt er það brot? Og hvernig hefði það litið út í árdaga útrásarinnar, ef forsetinn hefði t.d. neitað að veita Jóni Ásgeiri Jóhannessyni "Útflutningsverðlaun forseta Íslands"?... en sérstök valnefnd, óháð forsetanum, velur verðlaunahafan.

Auðvitað er Ólafur Ragnar tækifærissinni.... en eru "þeir" það ekki allir?


mbl.is Voru frekir á fóðrum í eigin banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"The world at war"

warÉg fékk í jólagjöf bresku fræðsluþættina "The world at war" frá árinu 1973. Þetta eru 12 mynddiskar, samtals 36 þættir. Það sem gerir þessi þætti sérlega athyglisverða, eru viðtölin við þáttakendur í þessum hildarleik, þar af marga háttsetta þýska nasista.

Ég verð þó að geta þess hér, að íslenska þýðing þáttanna er til háborinnar skammar og engu líkara en börn eða unglingar hafi komið að verkinu. Ég nefni hér tvö dæmi af nánast óteljandi villum sem ég hef rekist á, þegar ég hef horft á helming þáttanna. Það fyrra er "Blitzkrieg", sem þýtt er "sprengjustríð" í stað "leifturstríð" og þar sem talað er um "The Axis", er það einfaldlega ekki þýtt heldur stendur bara Axis í textanum, í stað "Öxulveldin". Auk þýðingarvillna, er mikið af innsláttarvillum í textanum.

Mér finnst það alltof algengt að þýðendur eru ekki starfi sínu vaxnir og það á bæði við hjá sjónvarpsstöðvunum og í bíómyndum. Ég legg til að stofnað verði réttindafélag þýðenda, þar sem fólk er látið gangast undir strangt próf.

Neytendur eiga að krefjast úrbóta á þessu sviði. Léleg þýðing er vörusvik.


mbl.is Andstæðingur Hitlers dó í hárri elli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaskaupið - meiðyrðamál

Skaupið í gærkvöldi var það besta í mörg ár, ef ekki frá upphafi. Það eina sem ég get sett út á, var að Laddi skyldi leika forsetann. Fannst hann ekki alveg passa í hlutverkið. Þeir sem léku Sigmund Erni og Sigmund Davíð voru ótrúlega góðir og eins Örn Árnason, sem Sigurjón Árnason. Sömuleiðis þremenningarnir í Hreyfingunni og þá sérstaklega Margrét.

cocaine%20crosswalkÉg hafði fyrir löngu heyrt þá kjaftasögu að Jón Ásgeir væri kókaín neytandi. Það er auðvelt að koma slíkum gróusögum af stað, þó engin fótur sé fyrir þeim, en ég bjóst ekki við að skaupið þyrði að fjalla um það.

Spurning hvort Ríkissjónvarpið (skattgreiðendur) fái ekki á sig kæru fyrir þetta með tilheyrandi skaðabótakröfum. Errm


Goðafoss og "Hart í bak"

Tveir dagskrárliðir á RÚV-sjónvarpinu eftir fréttir vekja sérstakan áhuga minn en það er "Árásin á Goðafoss" og leikrit Jökuls Jakobssonar, "Hart í bak".

Föðursystir mín missti unnusta sinn á Goðafossi en hann var þar vélamaður. Mér er minnisstætt þegar faðir minn heitinn sagði mér frá þessum atburði, þegar systir hans beið frétta af afdrifum skipverja. Þá var hún gengin nokkra mánuði með barn þeirra sem fæddist föðurlaust.

Leikfélag Reyðarfjarðar setti upp leikritið Hart í bak árið 1999 í leikstjórn Jóns Júlíussonar og lék ég hlutverk Finnbjörns, skransala. Helgi Seljan, Kastljósmaður, lék Láka, strákinn ótuktarlega sem gerði Finnbirni lífið leitt.

leikriti_Hart__bak_JPG_550x400_q95

Hér er Pálmi Gestsson í hlutverki "mínu" Joyful  í leikritinu


Forræðishyggja / frelsi

imagesÉg verð seint talinn talsmaður forræðishyggju, en ég fagna því að ríkissjónvarpið sé hætt að birta auglýsingar í kringum barnaefni. Mér hefur alltaf fundist auglýsingar sem beinast að börnum vera fremur ógeðfelldar.
mbl.is Engar auglýsingar í tengslum við barnaefni í Sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsvar

Ég var fenginn til að vera "vinur" Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvar á föstudaginn. Það var lítið gagn í mér þegar liðið okkar ákvað að hringja í mig til að fá svar við fjölda  eðal-lofttegunda. Ég má þakka fyrir að verða ekki útskúfaður úr samfélaginu hér eystra fyrir að geta ekki hjálpað liðinu Crying Joyful

Annars var þetta voða skrítið.... þegar hringt var í mig var eins og einhverjir fleiri væru á línunni og það truflaði mig svolítið, og svo var tíminn búinn sem ég hafði til umráða áður en ég vissi af. Það var búið að loka á mig þegar ég kom með leiðréttinguna á svarinu. Við nánari lestur á gúgglinu var svarið auðvitað 6 lofttegundir en ekki 18 eins og ég svaraði fyrst. Ég verð örugglega aldrei aftur fenginn til þess að vera hringivinur í spurningaþætti. UndecidedBlush


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband