Ég var fenginn til að vera "vinur" Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvar á föstudaginn. Það var lítið gagn í mér þegar liðið okkar ákvað að hringja í mig til að fá svar við fjölda eðal-lofttegunda. Ég má þakka fyrir að verða ekki útskúfaður úr samfélaginu hér eystra fyrir að geta ekki hjálpað liðinu
Annars var þetta voða skrítið.... þegar hringt var í mig var eins og einhverjir fleiri væru á línunni og það truflaði mig svolítið, og svo var tíminn búinn sem ég hafði til umráða áður en ég vissi af. Það var búið að loka á mig þegar ég kom með leiðréttinguna á svarinu. Við nánari lestur á gúgglinu var svarið auðvitað 6 lofttegundir en ekki 18 eins og ég svaraði fyrst. Ég verð örugglega aldrei aftur fenginn til þess að vera hringivinur í spurningaþætti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 942036
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sný aftur!
- Trump ákærður í New York
- Hætt við uppþot... að sögn
- Bylting líka í gangi í útskiptanlegum rafhlöðum.
- Ómaklega vegið að æru Grettis Ásmundssonar í Grettissögu
- Gerist það sama fyrir íslenska nemendur í skólakerfinu þegar transhugmyndafræðin
- Svar við bréfi Pella
- Lífspekifélagið föstudaginn 31. mars, kl. 20 - Siðbót Íslam og Súfí: Leitin að hinni tæru tengingu við Allah
- Endanleg aldahvörf í fjölmiðlun?
- Vantraust á Heimildina
Athugasemdir
Ég sá þetta ekki,,,,,,,,,,hvernig fóru svo leikar,,,,,,,,,
Res (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 16:32
Hafðu engar áhyggjur , það er ALLT gott sem kemur að austan....
Frikkinn, 14.9.2008 kl. 17:52
Ef ég hefði svarað innhringispurningunni rétt, þá hefðum við unnið
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 17:52
Þannig að þú ert sumsé að pakka börnum, buru & búslóð væntanlega núna ?
Steingrímur Helgason, 14.9.2008 kl. 20:41
Já, ég held að það þýði ekkert annað fyrir mig, þetta er búið spil fyrir mig hérna
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 20:50
Dómaraskandall. Ég skal redda þér góðum díl undir búslóðina með Eimskip!
viðar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.