Færsluflokkur: Matur og drykkur
Bleikjan krullast bara á pönnunni! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 2.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Klippið nokkra sprota af birkitré og troðið inn í kjúklinginn, kryddið eftir smekk. Mér fannst alltaf Season All best en svo var það BANNAÐ. Nú nota ég Lawry´s Seasoned Salt, það er eiginlega alveg eins. Gott er að binda vængi og leggi saman með blómavír. Nausynlegt er að hafa rafmagnsmótor á grillstönginni. Þessi gengur fyrir tveimur rafhlöðum (stærstu sívölu gerðinni) sem endast lygilega lengi.
Besti kjúklingur í heimi. Léttur keimur af birkinu síast inn.
Ps. ef kjúklingurinn er feitur, drýpur fitan af honum og getur skapað eldsmat ef ekki drenar vel niður úr grillinu.
Matur og drykkur | 20.7.2012 (breytt kl. 16:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Maður sem ég þekki fór í hópferð til Kína. Áður en lagt var af stað sagði leiðsögumaður fólkinu að hópnum yrði boðið í mat á nokkrum stöðum og var öllum ráðlagt að vera ekkert að spyrja hvað væri á boðstólum. Maturinn væri bæði hollur og góður og enginn þurfti að hafa áhyggjur þess vegna. Málið væri hins vegar að Kínverjar borðuðu allt og sumt af því væri e.t.v. ekki fyrir viðkvæma að vita um.
Leiðsögumaðurinn sagði, "Kínverjar borða allt sem hefur vængi, nema flugvélar og þeir borða allt sem hefur fætur, nema stóla."
"Hvað með borð"? spurði þá einhver úr hópnum.
"Jú, þeir borða borð", svaraði leiðsögumaðurinn, "því þau eru yfirleitt úr bambus og þeir borða bambus."
Kínverjar vilja kaupa minkakjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 1.5.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef heyrt að rjúpa seljist á 5.000 kr. stykkið. Hamflett rjúpa er ca. 250 grömm og brjóstið kannski helmingurinn af því.
Heyrst hefur af þremur aðilum hér á Reyðarfirði sem ekki virða lög og reglur um rjúpnaveiðar. Ekki bara að þeir veiði óhóflega, heldur veiði rjúpur utan veiðitíma... að þeir hafi stundað rjúpuna grimmt allan desember.
Ég hef efasemdir um að harkalegar takmarkanir á veiðum skili árangri, nema e.t.v. á svæðum í kringum höfuðborgina. En ég hef skömm á svona framferði sveitunga minna. Veiðireglur á að virða í hvívetna.
Myndin er af http://www.hunt.is/is/veidi/rjupa
Rjúpa: Góður og ódýr jólamatur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 24.12.2011 (breytt kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt kaffihús og kondidori opnaði á Reyðarfirði í gær, föstudag. Óhætt er að segja að bæjarbúar hafi tekið þessari nýbreytni vel, því biðröð var út á götu nú síðdegis.
Ekki dugði minna en fjórar föngulegar afgreiðsludömur opnunardaginn og höfðu þær í nógu að snúast.
Glatt var yfir gestum, enda fyrsta "alvöru" kaffihús Reyðarfjarðar orðið að veruleika.
Þessir virðulegu Reyðfirðingar muna tímana tvenna í plássinu.
Matur og drykkur | 22.10.2011 (breytt kl. 00:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
San Francisco er þekkt fyrir ágæta matsölustaði og við Ásta fórum á Don Ramon´s mexican restaurant , fyrsta kvöldið okkar í Frisco.
Crab Enchaladas. Ég er hrifinn af sjávarfangi, sérstaklega krabba og skeldýrum. Krabbinn, sem er rúllan hægra megin á diskinum, var ekki góður en allt annað á diskinum var fínt. Sumir veitingamenn halda að sjávarréttir eigi að bragðast eins og sjór. Það er leiður misskilningur í þeim.
Ásta fékk sér Chimmichangaen þann rétt hafði hvorugt okkar séð, heldur einungis heyrt um. Mjög gott, en kom ekki á óvart. Dæmigerður mexíkanskur matur.
"Góðkunningi lögreglunnar".Á veitingastaðnum sátu þrír lögregluþjónar og sennilega eru fimmtudagskvöld róleg í San Francisco, því þeir sátu þarna hinir rólegustu í rúman klukkutíma.
Komið var að lokun veitingastaðarins og við Ásta ásamt löggunum vorum síðustu gestirnir. Ég fór að borðinu þeirra og spjallaði aðeins við þessa elskulegu menn og spurði svo hvort ég mætti ekki taka mynd af þeim. Ekkert var sjálfsagðara og einn þeirra heimtaði að fá að taka mynd af mér með félögum sínum.
Bandaríkjamenn eru einstaklega kurteisir og alúðlegir.
Matur og drykkur | 13.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt elsta þorrablót landsins er haldið á Reyðarfirði, en það hefur verið haldið á hverju ári án undantekninga í um 80 ár.
Ég læt mig ekki vanta á þessa frábæru skemmtun en sá háttur er hafður á að kosin er ný þorrablótsnefnd í lok hvers blóts, 6 hjón og tveir einhleypir. Venjan hefur verið að kjósa í nefndina fólk sem hefur búið á staðnum í a.m.k. 5-10 ár. Nefndin sér svo um skemmtiatriði með söng og leik. Segja má að um nokkurskonar áramótaskaup sé að ræða, árið er gert upp og góðlátlegt grín er gert að samborgurunum.
Reyndar eru til gamlir og grónir Reyðfirðingar sem ekki hafa látið sjá sig á blóti í mörg herrans ár. Ástæðan mun vera sú að þeir móðguðust vegna skemmtiatriðana, en reynt er þó að gæta velsæmis í hvívetna svo ekki komi til slíks, en fólk er auðvitað mis viðkvæmt og spéhrætt fyrir þessu. Sjálfur hef ég orðið þess heiðurs aðnjótandi nokkrum sinnum að gert er grín að mér og ég er stoltur af því.
Undanfarin ár hefur maður saknað hvalsins í trogunum, en nú verður vonandi breyting á því..... mmmmmm
1.500 tonn af hval til Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 25.9.2009 (breytt kl. 16:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef nú aldrei verið mikill berjamaður, en kíki þó yfirleitt á hverju ári hérna í hlíðina fyrir ofan bæinn og næ mér í fersk ber út á skyrið. Ég held ég geti fullyrt að ég hafi aldrei séð annað eins af berjum eins og nú. Ég kraflaði létt yfir lyngið með lúkunni og lófinn fylltist.
Oft hefur mér fundist að þegar mikið er af bláberjum, þá sé lítið af krækiberjum og öfugt. Nú er mikið af öllu. Ég sá reyndar engin vínber en ég átti alveg eins von á að finna þau líka þarna í lyngmóunum. Það er yndislegt að búa í svona mikilli nálægð við náttúruna, að þurfa ekki að labba nema í nokkrar mínútur að heiman til að njóta hennar.
Matur og drykkur | 27.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Grillaði smokkfiskurinn sem ég fékk mér nokkrum sinnum í Króatíu í sumar, var hreint afbragðsgóður. Þegar ég spurði þjóninn sem kom með matseðilinn, hvernig þessi réttur væri, sagði hann "This is Bomba" Ég tók hann á orðinu og hvílík "B,O,B,A", segi og skrifa Kartöflurnar voru líka sérlega góðar, umvafðar í eitthvert "jurta-jukk".
Við smökkuðum líka nokkrum sinnum krækling í skelinni, marineraðann í hvítvíni og hvítlauk. Önnur "Bomba".
Örvhentir" smokkfiskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 21.8.2008 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða