Ég hlakka til þorrablótsins

Eitt elsta þorrablót landsins er haldið á Reyðarfirði, en það hefur verið haldið á hverju ári án undantekninga í um 80 ár.

thorrablot1Ég læt mig ekki vanta á þessa frábæru skemmtun en sá háttur er hafður á að kosin er ný þorrablótsnefnd í lok hvers blóts, 6 hjón og tveir einhleypir.  Venjan hefur verið að kjósa í nefndina fólk sem hefur búið á staðnum í a.m.k. 5-10 ár. Nefndin sér svo um skemmtiatriði með söng og leik. Segja má að um nokkurskonar áramótaskaup sé að ræða, árið er gert upp og góðlátlegt grín er gert að samborgurunum.

Reyndar eru til gamlir og grónir Reyðfirðingar sem ekki hafa látið sjá sig á blóti í mörg herrans ár. Ástæðan mun vera sú að þeir móðguðust vegna skemmtiatriðana, en reynt er þó að gæta velsæmis í hvívetna svo ekki komi til slíks, en fólk er auðvitað mis viðkvæmt og spéhrætt fyrir þessu. Sjálfur hef ég orðið þess heiðurs aðnjótandi nokkrum sinnum að gert er grín að mér og ég er stoltur af því. Tounge

Undanfarin ár hefur maður saknað hvalsins í trogunum, en nú verður vonandi breyting á því..... mmmmmm Happy


mbl.is 1.500 tonn af hval til Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hrökk í kút, Þorrinn kominn á undan Jólum ? Jæja en það er skemmtilegur eiginleiki sem margir tapa með árunum, að geta hlakkað til einhvers.

Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég fékk vatn í munninn þegar ég sá þessa frétt um hvalinn og hugurinn fór á flug

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mmmm, zúrkveli....

Steingrímur Helgason, 25.9.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Sigurjón

Sæll Gunnar.

Þessu er svipað farið í minni sveit, þ.e. varðandi þorrablótin.  Mæta Reyðfirðingar með sitt eigið trog, eða er sameiginlegur matur?

Alla vega, þá er mjög gott að geta étið hvalspikið aftur, eftir þetta fáránlega hvalveiðibann hérna um árið...

Sigurjón, 26.9.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sameiginlegur matur, Sigurjón

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband