Færsluflokkur: Enski boltinn

Ósannfærandi

berbatov_zigiLeikur Man. Utd fannst mér ekki sannfærandi. Feilsendingar út um allan völl þó vissulega hafi þeir virst sterkara liðið á vellinum. Berbatov minnir á Eið Smára... latur og áhugalaus.


mbl.is Rooney aðalmaður í sigri Man.Utd í Hull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað fótboltafélag

Ég hef alla tíð verið dálítill laumu "United fan". Saga félagsins og árangur á knattspyrnuvellinum. Eftirminnilegar stjörnur í liðinu og virðuleiki Old Trafford. Allt er þetta afar glæsilegt og varla hægt annað en hrífast með. 

Ég flutti níu ára gamall í Skuggahverfið í Reykjavík og fljótlega eftir það fór ég að halda með Leeds United. Það kom einfaldlega til þannig að fyrsti maðurinn sem sagði mér einhvern fróðleik um enskt lið, sagði mér að Ledds væri evrópumeistari, besta lið Englands og Evrópu! Og hann sagði mér jafnframt að hann héldi með viðkomandi liði.  Það var auðvelt að sannfæra mig með hvaða liði ég ætti að halda. Það má segja að ég hafi verið Leedsari næsta aldarfjórðunginn eða svo. En svo nenni ég ekkert að halda með þeim lengur, þar sem þeir eru núna.  

Stuttu eftir að ég byrjaði að halda með Leeds, þá frétti ég af öðru liði, en það var Manchester United. Með því liði hélt minn besti félagi í hverfinu. "Okkar" hluti Skuggahverfis náði frá Vatnsstíg - Hverfisgötu - Vitastíg, með Skúlagötufjöruna sem útvörð í norðri. En við voru ekki bara bestu vinir, heldur einnig keppinautar á sumum sviðum. Skákáhugi okkar bar síðar ekki síst vitni um það.  

En við vorum einnig _44169213_sir_bobby_charlton220x300knattspyrnuáhugamenn og vörðum flestum dögum frá morgni til kvölds í tuðrusparkið í portinu á Lindargötuskóla. Þegar vinur minn sagði mér sögur af Man Utd, flugslysinu fræga 1958 og af stjörnum sem dóu í slysinu og einnig þeim sem síðar áttu að verða stjörnur, s.s. Bobby Charlton, sem kornungur lifði flugslysið í Munchen af, þá gat ég varla leynt hrifningu minni, en ákvað samt að halda fast við Leeds Utd, evrópumeistarana og besta liðið. Ég varð að halda með öðru liði en hann.

_815896_flo300Ég hef verið hrifinn af mörgum liðum og leyfi mér oft að halda með þeim sem spila skemmtilegustu knattspyrnuna. Þannig varð ég t.d. aðdáandi Chelsea FC. Athygli mín á Chelsea vaknaði við nokkra afburða flinka einstaklinga sem ég sá í liðinu. Get ég þar t.d. nefnt Tore Andre Flo, norska sóknarmanninn slánalega. Peter Crouch lítur út eins og vaxtaræktargaur við hliðina á honum.

Nei, ég segi sona. Ætli þeir hafi ekki verið svipaðir. Það var ótrúlegt að fylgjast með Flo og sjá boltann nánast límdan við tærnar á honum, þegar hann sólaði sig í gegnum varnirnar. Svo var hann líkt og Crouch, mjög góður skallamaður og hæðina vantaði ekki, en báðir eru um og yfir 2 m. Einnig voru þarna Zola, Gullit o.fl.44716            Svo þegar Eiður Smári var orðaður við liðið, þá hafði ég fyrir nokkuð löngu tekið þá meðvituðu ákvörðun, að halda með Chelsea FC. Ég var því afar ánægður þegar Eiður kom til liðsins og varð enn harðari aðdáandi.

Svo fór Eiður eftir 5 farsæl ár, eftir að hafa afrekað m.a. tvo Englandsmeistaratitla. Fljótlega fór ég að halda með Barcelona, a.m.k. á Spáni.

Ég var einmitt staddur á Spáni með fjölskyldu minni þegar Eiður skrifaði undir samninginn. Við vorum í tiltölulega litlum ferðamannabæ um 80 km fyrir sunnan Barcelona og það var magnað að sjá nánast hvert einast dagblað í dagblaðastöndum, sem voru víða í matvöruverslunum og á torgum, með risastórar forsíðumyndir af Eiði.

Ég hef alltaf verið svag fyrir Man Utd. og Sir Alex Ferguson á stóran þátt í því að ég get ekki lengur lifað í lyginni. Já! Ég viðurkenni það Errm Ég er United maður inn við beinið. Blush


mbl.is Heldur United áfram að bæta metið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf til vandræða

Craig Bellamy er einn litríkasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, skapheitt ólíkindatól. Um hæfileika hans sem knattspyrnumanns verður vart deilt, en sem "team player" er hann lítils virði. Waleverjinn hefur víða komið við á ferli sínum og frægt varð golfkylfuatvikið á milli hans og hins norska Riise, þegar Bellamy var hjá Liverpool.

bellamy


mbl.is Bellamy fær leyfi til að ræða við Manchester City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pottþétt ráð fyrir Ronaldo

Ef Cristiano Ronaldo vill endilega fara til Real, þá laumar hann bara út úr sér við ensku pressuna eða gefur út ævisögu, þar sem hann segir að Ferguson sé leiðinlegur kall og ósanngjarn. Þá verður Sir Alex ekki lengi að losa sig við kappann.

Það virðast margir elska að hata knattspyrnusnillinginn og sérstök vefsíða er tileinkuð þeim hópi fólks.

ronaldorooney0ra

 


mbl.is Ronaldo orðaður við Real enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég giska á Van Persie

William Gallas er ekki ánægður með suma samherja sína. Skítamórall í einu skemmtilegasta knattspyrnuliði sögunnar. Ljótt ef satt er en af þessum þremur leikmönnum sem koma til greina samkvæmt þessari mbl frétt, þá finnst mér Hollendingurinn líklegastur. Frábær knattspyrnumaður en virkar stundum sem yfirmáta hrokafullur.
mbl.is Gallas: Vandamál í leikmannahópi Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti þjálfari allra tíma

fergusonÞað er alþekkt að þegar hallar að ævikvöldinu þá kvíði menn starfslokum. Sjálfur er ég alltof latur til þess að það sé nokkur hætta á að það hendi mig Joyful Mér leiðist aldrei og kvíði ekki ellinni, hún verður örugglega fín ef maður heldur sæmilegri heilsu.

Það er vinsælt að kjósa bestu menn sögunnar í ýmsu og Ferguson kallinn kemur mjög sterklega til greina sem besti knattspyrniþjálfari sögunnar. Recordið hans segir allt sem segir þarf. Stöðugleiki er hans aðalsmerki og aginn í herbúðum hans er til fyrirmyndar. Einn besti varnarmaður sem United hefur átt um dagana, Jaap Stam, var látinn fara þegar hann talaði óvirðulega um kallinn í brúnni. Það var viturleg ákvörðun hjá þeim gamla.


mbl.is Ferguson:Eitt og hálft ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samband Rooney og Ronaldo er gott

funny-pictures357
mbl.is Rooney: Sanngjörn gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faglegt?

Zola hefur litla reynslu af þjálfun og Bilic hefur aldrei þjálfað félagslið. Mér sýnist þetta vera álíka gáfulegt og þegar Eyjólfur Sverrisson var ráðinn landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins. Það er greinilegt að eigendur og stjórnarmenn West Ham eru algjörir amatörar og það kann ekki góðri lukku að stýra í hörðum heimi atvinnufótboltans.

Ég er hættur að vera laumu-fan Hamranna.


mbl.is Tilkynnt um ráðningu Zola á fimmtudag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur elskar fótbolta

Alan Curbishley fyrrum knattspyrnustjóri West Ham. Á ég að trúa því að Björgólfur hafi verið með puttana sína í leikmannabókhaldinu hjá Alan Curbishley? Nei, for helvede, hann réði mann í þau mál.

Freddie Ljungberg var látin fara um daginn fyrir ekki neitt og það fannst mér undarlegt. Er Bjólfurinn að missa sig eitthvað?


mbl.is Curbishley: Átti ekki annarra kosta völ en að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaði ekki Björgólfur miljónir?

West Ham hafði engin not fyrir Svíann Ljungberg en Redknapp... Ljungberg var leystur undan samningi West Ham og kostar ekki krónu í dag. Keypti West Ham hann ekki fyrir 5 miljón pund í fyrra? Eða var það í hitteðfyrra, en allt um það þá hefur hann sáralítið verið notaður hjá félaginu því hann  hefur mikið verið meiddur. En að láta hann fara frítt finnst mér undarlegir viðskiptahættir. Er Björgólfur ekkert að fylgjast með, í hvað peningarnir hans eru að fara?


mbl.is Ljungberg í myndinni hjá Redknapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband