Færsluflokkur: Enski boltinn

Liverpool - Fulham

Það yrði skondið ef það verða Fulham og Liverpool sem leika til úrslita í þessari plastdollukeppni Joyful

Mörg góð lið voru í keppninni, m.a. sló Fulham út sterkt lið Juventus, eftir að hafa tapað á útivelli 3-1 og lent undir á heimavelli 1-0.

!Bf4BnlQBGk~$(KGrHqMH-D0EsL-qCgT9BLDBBqbdvg~~_3


mbl.is Forlan tryggði Atlético sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útaf með dómarann!

Markið sem Crouch skoraði var fullkomlega löglegt. Ef eitthvað var þá braut David James á Kranjar og það hefði  verið hægt að dæma víti. Kranjar stökk beint upp í boltan en James kom flúgandi á hann.

Ég tel að þetta hafi ráðið úrslitum í leiknum en ég óska Hemma og félögum til hamingju með þetta.

Létt var yfir leikmönnum Tottenham á æfingu fyrir leikinn við Portsmouth í gær.

4

3

Modric og Eiður ná vel saman á vellinum

2


mbl.is Frækinn sigur hjá Portsmouth (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool aðdáendur

nevilleAI0104_468x443

Ég vil byrja á því að óska "Púlurum" til hamingju með sigurinn. Þetta var flott hjá ykkur. 

Þeir hafa ekki borið höfuðið sérlega hátt, Liverpool aðdáendur þetta tímabilið. Þeir byrjuðu að vísu með látum í haust og ég sagði við einn gallharðann Man Utd. aðdáenda, að kannski væri Liverpool tími að renna upp. Sóknarleikur liðsins var ferskur og skemmtilegur og leikgleðin skein úr hverju andliti.

En svar Utd. aðdáandans í haust hefur reynst kollgátan, þ.e. að þeir myndu springa á limminu fljótlega, því þeir hefðu ekki nógu mikla breidd. Það hefur hallað undan fæti hjá liðinu, utan þessar örfáu vikur í byrjun tímabils.

Það hefur varla verið gaman að vera "Púlari" í vetur en kannski fá þeir þessa plastdollu í sárabætur. Joyful


mbl.is Liverpool skellti Benfica - Góður sigur hjá Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talar hann of mikið?

Það hefur ekki þótt vænlegt til vinsælda hjá stjórum liða, þegar starfsmenn á plani eru að tjá sig mikið um leikstíl, þjálfunaraðferðir, kaup og sölur á leikmönnum o.s.f.v.

rafa_benitez_1558960cAllt sem við kemur stjórnun liðsins, kemur leikmönnum ekki við og allra síst eiga þeir að fara með hugleiðingar sínar í fjölmiðla. Þetta er liður í því að halda "húsaga".

Ég held að staða Benites sé afar veik og ummæli Torres sé vottur um að það styttist í annan endan á veru þjálfarans á Anfield. Stuðningsmönnum hans fækkar óðum og sennilega vill meirihluti "Púlara" að hann yfirgefi svæðið. Þeir eru búnir að fá nóg.

jose-mourinho_1_Ps. Er ekki Jose Morhino búinn að gefa það í skyn að hann sé hálfpartinn á lausu? Hann hefur áhuga á að snúa aftur til Englands. Hann fær mín bestu meðmæli Cool


mbl.is Torres: Sölurnar síðasta sumar skemmdu liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegt sigurmark

Ótrúleg mistök línuvarðarins í seinni hálfleik, gætu kostað Man. Utd. titilinn þegar upp verður staðið í vor. Drogba var a.m.k. hálfan metra fyrir innan þegar sendingin kom á hann og var því kolrangstæður, en afgreiðsla hans var til fyrirmyndar, það verður ekki af honum tekið.

drogba


mbl.is Ancelotti: Ekkert öruggt enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður á heima í Englandi

Leikirnir sem ég sá Eið spila með Mónakó bentu til þess að franskur fótbolti henti honum ekki og Frakkarnir hljóta að hafa séð það einnig. Ég held að þessi yfirlýsing frá Mónakó tákni einfaldlega að þeir séu að reyna að hækka verðmiðann á honum.

Eiður á heima í enskum fótbolta, þeim besta og hraðasta í Evrópu.

Skoðanakönnun hér til hliðar


mbl.is Mónakó vill fá Eið Smára til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtalið við Redknapp

http://link.brightcove.com/services/player/bcpid29318049001?bctid=74241554001

Skemmtilegt viðtal við Redknapp. Gaman að heyra kallinn tala svona fallega um harðjaxlinn úr Vestmannaeyjum. (Stutt auglýsing fyrst)


mbl.is Redknapp: Meiðsli Hermanns draga úr sigurgleðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónothæfur í íslenska landsliðið

Óli Jó landsliðsþjálfari sér ekki að not sé fyrir Gylfa Sigurðsson í liði sínu. Það finnst mér stórmerkilegt Errm. Ekki kæmi mér á óvart ef Gylfi yrði valinn leikmaður ársins hjá Reading.

Nokkrir leikmanna landsliðs okkar eru að komast á aldur og ég hélt að æfingaleikir væru kjörnir í að máta yngri leikmenn við leikskipulag liðsins.

Þar sem peningaleg staða KSÍ er nokkuð góð þá ætti að vera í lagi að hafa atvinnumann í þjálfarastöðunni. Amatörar ná sjaldnast topp árangri.

fótbolti


mbl.is Glæsilegt sigurmark hjá Gylfa (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti séns fyrir "comeback"

45168Eiður verður 32 ára í haust og síðustu ár ferilsins ganga í garð. Ef Eiður hefur löngun í meiri fótbolta í hæsta gæðaflokki, þá er tækifærið nú.

Myndin er af Eiði að fagna eftirminnilegu marki sem hann gerði með hjólhestaspyrnu. Samfagnandi eru Lampard og Melchiot. Mig minnir að Zola, núverandi þjálfari West Ham, hafi átt stoðsendinguna.


mbl.is Tottenham lengi með Eið í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er mynd fyrir Púlara

ferguson-benites

 


mbl.is Ferguson úthúðar dómaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband