Færsluflokkur: Umhverfismál
Það er ekki deilt um það hafi hlýnað á jörðinni, mönnum greinir hins vegar á um ástæður hlýnunarinnar og leiðir til að minnka mengunarútblástur.
Samkvæmd myndbandinu hér að neðan, "Global warming- doomsday called off", þar sem vitnað er í vísindamenn í loftslagsfræðum, var seinni hluti 19. aldar kaldasta tímabil í sögu jarðarinnar sl. 8000 ár.
Hér er"screenshot"úr myndinni. Línuritið sýnir þróun hitastigs á Grænlandi sl. 8000 ár, en upplýsingarnar fást úr borkjörnum úr Grænlandsjökli. Lárétti ásinn sýnir árþúsundirnar og núllið sýnir hitastigið í dag. Þeir sem vilja sjá sem mesta hnattræna hlýnun á línuriti, velja auðvitað árið 1875 (ca) til viðmiðunar.
Global Warming - Doomsday Called Off (1/5)
![]() |
Frost mældist 26,2°C í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 23.12.2010 (breytt kl. 14:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ísland hefur forskot á flest önnur lönd í heiminum hvað varðar möguleika til atvinnusköpunar og bættra lífskjara, sérstaklega á tímum þrenginga og samdráttar. Við sitjum nefnilega, í bókstaflegri merkingu, á "Gullegginu" sjálfu sem er móðir náttúra, í öllu sínu magnaðasta veldi.
Ég segi í fyrirsögninni "Já, ef við nýtum náttúruauðlindirnar".
Mönnum greinir hins vegar á um hvernig beri að nýta auðlindir náttúrunnar. Ég er ekki að tala um kvótakerfið, heldur landið sjálft; náttúruna m.t.t ferðamanna, fallvötnin og jarðvarmann.
Umræðan um þessi mál verður oft yfirdrifin og fólki er skipt umsvifalaust í tvo flokka:
- Þeir sem öllu fórna í náttúrunni og hafa mottóið; "allt er falt fyrir aurinn".
- Þeir sem helst allt vilja vernda og helst engu við hrófla.
En sennilega er rúmlega 90% fólks í hvorugum flokknum.
Ef við tökum "allt er falt fyrir aurinn" hópinn, þá á hann sér engan opinberann talsmann og enginn fjölmiðill hefur birt svo mikið sem eina grein, hvorki undir nafni né dulnefni, sem talar máli þessa hóps. Auðvitað eiga allar framkvæmdir sér stuðningsmenn, en þeir nota ekki "allt er falt fyrir aurinn" rökin, a.m.k. hef ég hvergi séð það.
Hinn hópurinn á sér nafngreinda talsmenn í hverju einasta máli, ef það á að hrófla við einhverju í náttúrunni. Þessir talsmenn hafa að því er virðist, ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum og segja gjarnan að;
- fyrirhugaðar framkvæmdir sé glæpur gegn ófæddum kynslóðum
- að náttúran á viðkomandi framkvæmdasvæði sé einstök (yfirleitt á heimsvísu)
- að áhrifasvæði framkvæmdanna (t.d. sjónmengun) nái yfir gríðarstórt svæði og skemmi heildarmyndina og víðernið.
- að hafa megi efnahagslegan ávinning af viðkomandi svæði, með því að "gera eitthvað annað".
Þeir eru nokkrir frasarnir í viðbót, en læt þetta nægja. Fólk sem er fylgjandi framkvæmdum, verður varla sakað um að tilheyra fyrri hópnum, nema það beinlínis noti sem rök; "allt er falt fyrir aurinn". En ef þetta fólk fær ekki á sig einhvern "umhverfissóðastimpil", þá fær það a.m.k. siðferðilega predikun frá fólki sem sér dýrðina í "réttu ljósi" og reynir að koma fyrir það vitinu.
Það getur verið sérlega súrt í broti þegar ekkert má gera, þegar um sjálfsögð framfaramál er að ræða, eins og t.d. í samgöngumálum og reyndar mörgu fleiru. Nýlegt dæmi um svona mál var fyrirhuguð vegagerð í gegnum kjarr á sunnanverðum Vestfjörðum. Kjarrið, lífríki þess og vistfræðilegt gildi þótti of verðmætt til að fórna því fyrir öruggari veg og styttingu leiða.
Annað dæmi frá Vestfjörðum en töluvert eldra, er brúar og veglagningin yfir Gilsfjörð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeirri vegagerð var mótmælt kröftuglega og m.a. lögðust alskyns "fræðingar" eindregið gegn framkvæmdinni á þeirri forsendu að einstakt líf og vistkerfi Gilsfjarðar væri í umtalsverðri hættu. Í það skiftið urðu "verndarsinnarnir" að láta í minni pokann. Vistkerfi fjarðarins var vaktað (og er enn, að ég held) og fyrir nokkrum árum kom út skýrsla um niðurstöður vöktunarinnar. Hún sýndi fram á lífríki fjarðarins hafði aukist !!
"Fræðingarnir" reiknuðu dæmið skakkt. Engum dettur í hug að draga þá til ábyrgðar í dag. Engin man lengur hvað þeir heita þessir menn, enda málið fyrnt.
![]() |
Ísland á meiri möguleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 17.12.2010 (breytt kl. 17:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Voru jöklar ekki að stækka á Íslandi, langt fram eftir síðustu öld? Það getur auðvitað hafa verið staðbundið, enda rímar það alls ekki við að jöklar hafi verið að minnka í 150 ár.
Svo þurftu þessir "alarmistar" náttúrulega að klikkja út með:
"Skýrsluhöfundar telja að áhrif bráðnunar á nærsvæði jökla víða í heiminum séu þegar mikil, bráðnað jökulvatnið myndi stöðuvötn með ísstíflum sem svo bresti með tilheyrandi flóðum."
Svakalegt!
Þeir eru að verða búnir með öll hugsanleg stórslys í spádómum sínum Eitthvað af þessu hlýtur að fara að rætast
![]() |
Jöklar bráðna hraðast í S-Ameríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 8.12.2010 (breytt kl. 00:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)



![]() |
Árið 2010 eitt það hlýjasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 3.12.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Líkleg ástæða samdráttarins [losun gróðurhúsalofttegunda] er tengd breyttum efnahag íbúa og minni umsvifum fyrirtækja..."
Þetta þykir víst svo góð álykunarhæfni, að hún rataði í fjölmiðla.
![]() |
Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 1.12.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér líst vel á þennan hóp áhugafólks sem stofnað hefur "Umhverfisvaktina" við Hvalfjörð.
Ekki er að svo stöddu þörf á slíkum félagsskap hér á Reyðarfirði, hvað sem síðar verður. Nákvæm mælitæki hafa vaktað allan fjörðinn frá upphafi reksturs álversins hér og sérfæðingar frá Náttúrustofu Austurlands taka gróður og önnur lífsýni með reglulega millibili. Munu niðurstöður þessarar vöktunar verða aðgengilegar á netinu innan tíðar.
Fyrirhugað er að vöktunin fari fram um ókomin ár og e.t.v. er æskilegt að almenningur eigi fulltrúa sinn í "umhverfisteymi Alcoa", sem hefur þessi mál væntanlega á sinni könnu.
Morgunsól og þoka í Reyðarfirði.
![]() |
Vilja vernda lífríkið við Hvalfjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tala ekki fyrir því að menn geti keyrt um náttúru Íslands eins og þeim sýnist, en sumt öfganáttúruverndarfólk vill ekki sjá nein farartæki utan hefðbundinna vega. Þetta sama fólk talar um óþrjótandi tækifæri í náttúrunni
Þeim fækkar ört tækifærunum, eftir því sem þessu öfgafólki vex ásmegin
Þessi mynd er ekki úr Vonarskarði
![]() |
Reisa kross í Vonarskarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 23.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er náttúrulega algjör snilld að geta virkjað sírennsli Ölfusár og ekki verra að framkvæmdin fari saman við nýja brúargerð.
Það væri forvitnilegt að fá að vita hvert aflið er í fyrirhugaðri virkjun.
![]() |
Áforma virkjun Ölfusár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 10.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með hlýnandi veðurfari verður lífvænlegra hér á norðurslóðum. Gríðarleg landflæmi, bæði í Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum, munu gefa af sér miklu meira af matvælum. Landbúnaður mun að öllu jöfnu ganga betur.
Einhver lönd, sérstaklega láglend svæði við Indlandshaf og víðar, munu verða fyrir skakkaföllum. Íbúarnir munu aðlagast breyttum aðstæðum og byggð mun þrífast ofar í fjalllendi Himalaya.
![]() |
Danir sigla norðausturleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 26.8.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
IL-05 Solheim Glacier from Extreme Ice Survey on Vimeo.
Umhverfismál | 25.8.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 946843
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Myndir af þeim.
- Enn einn naglinn í kistu covid bóluefnanna
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur
- Bæn dagsins...
- Sagan hófst þegar að maðurinn bjó til guð og endar þegar maðurinn verður guð
- Seneca þá og Ísland nú
- Ísland nær Ameríku en Evrópu