Umhverfisvöktun

Mér líst vel á þennan hóp áhugafólks sem stofnað hefur "Umhverfisvaktina" við Hvalfjörð.

Ekki er að svo stöddu þörf á slíkum félagsskap hér á Reyðarfirði, hvað sem síðar verður. Nákvæm mælitæki hafa vaktað allan fjörðinn frá upphafi reksturs álversins hér og sérfæðingar frá Náttúrustofu Austurlands taka gróður og önnur lífsýni með reglulega millibili. Munu niðurstöður þessarar vöktunar verða aðgengilegar á netinu innan tíðar.  

Fyrirhugað er að vöktunin fari fram um ókomin ár og e.t.v. er æskilegt að almenningur eigi fulltrúa sinn í "umhverfisteymi Alcoa", sem hefur þessi mál væntanlega á sinni könnu.

sol-thoka_009

Morgunsól og þoka í Reyðarfirði.


mbl.is Vilja vernda lífríkið við Hvalfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband