Færsluflokkur: Umhverfismál

8-20% landrýmis í hættu

Þessi strókur er "skítugri" og hrikalegri en strókurinn úr Eyjafjallajökli.

Ásjóna gosstróksins er illileg og virkar hættuleg.

Hreinsibúnaði álversins í Reyðarfirði er viðkvæmur fyrir öskufalli og sett var í gang aðgerðaráætlun meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð, sem vonandi heldur í dag. Undecided

Gosið á sér stað á afar viðkvæmum tíma í lífríki landsins. Sauðburður er hafinn, gróður er að komast á fullt skrið og fuglavarp gæti verið í hættu á óþægilega stórum hluta landsins. Crying

564713-ReuterÞetta með 8-20% -in er grófleg ágiskun mín, en til samanburðar er Vatnajökull um 8.000 ferkílómetrar, eða um 8% landsins.

"Drullubrunnurinn", Grímsvötn, með slóðann í kringum sig, gæti slagað hátt í 20.000 ferkílómetra, en megnið af skítnum fer á haf út sem stendur, sem betur fer.

En það getur breyst. Errm


mbl.is Engin breyting á gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður athyglisvert að skoða hreindýrin

Lífríkið á Mið-Austurlandi hefur verið vaktað í heild sinni frá upphafi framkvæmda, allt frá virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka, Fljótsdalshéraði, Héraðsflóa og að sjálfsögðu nágrenni verksmiðjunnar sjálfrar í Reyðarfirði.

Það verður athyglisvert að sjá hvort hreindýrastofninn sem þrífst næst verksmiðjunni, hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna flúormengunar. Umhverfismatið taldi hverfandi líkur á að um mengunarhættu yrði að ræða, en umhverfisverndarsinnar, með Hjörleif Guttormsson og Náttúruverndarsamtök Íslands í broddi fylkingar, töldu það ekki hafið yfir vafa og að "náttúran ætti að fá að njóta vafans."

Jæja, nú fær náttúran ekki bara að njóta einhvers vafa. Nú fær hún að njóta vísindalega nákvæmrar rannsóknar og sanngjarnra réttarhalda í framhaldinu.

Vonandi verður sýnum einnig haldið til haga úr rjúpnastofninum frá Mið-Austfjörðum (T.d. frá Vopnafirði til Breiðdalsvíkur.)


mbl.is Gera úttekt á áhrifum flúors á grasbíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistkvíðasjúklingar

Stöðugt lesum við í fréttum áhyggjur einhverra yfir hnattrænni hlýnun. Þeir á "Loftslag.is" eru sérlega áhyggjufullir.

Áhyggjur af ísbjörnum er "in" í dag. Þeir sem mestar áhyggjur hafa, segja að þeir séu í útrýmingarhættu... sem er dálítið einkennilegt í ljósi þess að skotleyfum er úthlutað árlega á 800 dýr í Kanada og á Grænlandi. Errm

Ísbirnirnir sem villast til Íslands tilheyra Austur-grænlenska stofninum og veiðikvótinn úr honum er 50 dýr. Einhverjar líkur eru á því að ísbjörnum sem "bjargað" verður á Íslandi og sendir verða aftur til heimkynna sinna, verði skotnir af veiðimönnum þegar þeim verður sleppt í "frelsið".

"Vistkvíði" er viðurkenndur sjókdómur hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.


mbl.is Háhyrningur konungur dýranna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greenpeace er til tjóns þarna

Ég horfði á fræðsluþátt um daginn á http://www.pbs.org/ þar sem fjallað var um afleiðingar þessa umhverfisslyss.

Sumarið sem atburðurinn átti sér stað var hræðilegur fyrir íbúa á stórum svæðum við flóann. Viðtal var við hjón sem lifað hafa á krabba og fiskveiðum í nokkrar kynslóðir, á fallegri eyju, með pálmatrjám og hvítum sandströndum. Túristar, ásamt krabbaveiðunum, stenda undir allri lífsafkomu eyjaskeggja. Eyjan var eins og draugabær þetta sumarið.

Ekki var hægt að veiða... allar krabbagildrur voru ataðar olíu og olíubrák allsstaðar. BP- olíurisinn borgaði fjölskyldunni um haustið heila 5.000 $ en ekkert hefur heyrst frá þeim síðan. Reikningarnir halda hins vegar áfram að koma inn um bréfalúguna hjá fólkinu.

En nú í vor horfir til betri vegar, því olían er horfin, þó enn skoli á land "sandkúlum", en þetta eru olíudropar sem hlaða utan á sig fjörusandinum eins og snjóboltar. Starfsmenn BP hreinsa þetta upp og þetta fer minnkandi. Ferðamenn eru farnir að koma aftur á strendurnar og krabbaveiðin gengur ágætlega.

greenpeace

Krabbinn er ómengaður en vegna yfirdrifins áróðurs Greenpeace (því á slíkum óróðri þrífast samtökin), þá vill enginn kaupa krabbann. Kaupendur eru hræddir við "stimpilinn"sem afurðirnar hafa fengið hjá Greenpeace... að ósekju.

Forsvarsmönnum Greenpeace er alveg sama, því nú er "vertíð" hjá þeim.


mbl.is Ár frá olíulekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðveikislegt ofstæki

Kristbjörn Árnason hrósar umhverfisráðherra fyrir einræðistilburði sína í pistli sínum við þessa frétt, sjá HÉR

Ég hélt í fyrstu að pistillinn væri kaldhæðnislegt stólpagrín um ofstækisfulla náttúruverndartilburði umhverfisráðherra. En svo er ekki. Errm

Þetta fólk segir að skotveiði eigi ekki heima þar sem göngufólk er á ferð. Hreindýraveiðar eru frá miðjum ágúst (ef ég man rétt), gæsaveiðar frá miðjum september og rjúpnaveiðar í nóvember og desember. Ég man ekki eftir að það hafi nokkurn tíma verið vandamál með veiðar á þessum svæðum.

Jeppafólk má ekki keyra þarna, heldur einungis rútur á valin svæði í skipulögðum ferðum fyrir göngufólk.

Mikill fjöldi ferðamanna koma til Austurlands á þessum árstíma til að stunda veiðar. Fjöldi fólks hefur atvinnu af því að þjónusta þetta fólk. Göngufólk hefur einnig alltaf verið velkomið og ekki staðið á því að það sé þjónustað einnig.

Þessi öfga-umhverfisstefna er orðin hrein geðveiki. Crying


mbl.is Veiðileiðsögumenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hardcore" umhverfisverndarsinnar

Ómögulegt er að segja hversu margir "öfga -umhverfisverndarsinnar" eru á Íslandi, auk þess sem erfitt er að skilgreina hugtakið nákvæmlega.

Mín ágiskun er að til þessa þjóðfélagshóps teljist 2-5% þjóðarinnar, eða 5.000-15.000 manns.  

Þetta fólk tilheyrir "háværum minnihluta" og auðvelt er að sjá í hendi sér, að ekki þarf hátt hlutfall af þessu fólki sem klappar á öxl umhverfisráðherra, svo hún telji sig "finna fyrir miklum stuðningi" við lögbrot sitt.

Myndbandið hér að neðan sýnir fólk sem er illa haldið af vistkvíða , en það er fyrirbæri sem skilgreint hefur verið og viðurkennt af alþjóða læknasamfélaginu, sem raunverulegur sjúkdómur.


mbl.is Svandís segist finna fyrir miklum stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarsöm og óverjandi afglöp umhverfisráðherra

Atli Gíslason segir að sjálfsagt hafi verið að láta reyna á hvort framganga umhverfisráðherra stæðist lög. Ráðherra er rassskelltur í Hæstarétti og er það bara allt í lagi? Engin ábyrgð? Woundering


mbl.is Of dýr ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völva Agl.is - "Skuggi yfir álverinu"

Hinn austfirski fréttamiðill, http://www.austurglugginn.is/ , skartaði Völvu, eins og flestir miðlar landsins. Völva Austurgluggans sagði m.a., skömmu eftir áramót:

„Álverið á Reyðarfirði verður ekki lengur eins vinsælt og verið hefur, fólk fussar yfir mengun og heilsutapi. Eitthvað virðist verða að tölvukerfinu sem veldur fleiri bilunum. Það er skuggi yfir stóriðjunni á Reyðarfirði og líklega styttra í það en margir halda að Alcoa loki og fari. Þörf fyrir ál fer minnkandi vegna samdráttar í stríðsrekstri.  Áhugi er á nýjum uppfinningum sem þykja hagstæðari en þessi bræðsluaðferð."

Andrúmsloftið í Reyðarfirði er vaktað m.t.t. mengunar og sömuleiðis gróðurfarið. Hægvaxta gróður, s.s. mosar, fléttur, skófir og sígrænar plöntur, eru viðkvæmari en annar gróður fyrir langtíma mengun. Aðallega heyrði ég talað um brennisteinsmengun en minnist þess ekki að díoxín-mengun hafi verið nokkurn tíma nefnd í umhverfismatinu. Ég skal þó ekki fullyrða um það og ég nenni ekki að fletta því upp, að sinni.

Ég held að sýnataka úr jarðvegi segi okkur ekkert meira en sýnataka úr gróðrinum. En sennilega er aldrei of varlega farið... eða hvað? Woundering Er þetta kannski bara sýndarmennska í Svandísi, umhverfisráðherra?

Díoxínmengunin fyrir vestan er hins vegar grafalvarlegt mál og ef satt reynist að mengunin sé veruleg í kring um sorpbrennslur, þá á auðvitað einhver blýantsnagarinn að taka pokann sinn.


mbl.is Taka sýni við álver og við áramótabrennur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega bragðgóð egg

kríueggÞegar ég bjó í Stykkishólmi á árunum 1967-69, þá fórum við pabbi stundum í kríuvarp og náðum okkur í nokkur egg. Ég fæ vatn í munnin þegar ég minnist bragðsin af rauðunni. Betri egg hef ég aldrei smakkað.

Eggjataka hefur engin áhrif á viðkomu fuglastofna, ef hún er gerð á réttum tíma, þ.e. í blábyrjun varpsins. Fuglarnir verpa aftur í lang flestum tilvikum. Pabbi kenndi mér að taka bara eitt egg úr hverju hreiðri. Ég veit ekki hvort það er nokkuð betra. Errm


mbl.is 90% af kríuungum hungurmorða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vægi atkvæða

Margir telja það réttlætismál að jafna vægi atkvæða til alþingiskosninga. Allir hljóta að sjá hvernig það færi. Sárafáir landsbyggðarmenn kæmust á þing.

Nú hefur þingmaður Vestfirðinga, Ólína Þorvarðardóttir, fengið fund með hraði hjá umhverfisnefnd, vegna eiturmengunar frá sorpbrennslufyrirtæki. Hún á hrós skilið fyrir það.

Ég er ekki viss um "101" þingmaður hefði verið mikið að flýta sér í þessu máli.


mbl.is Funi í umhverfisnefnd Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband