Vistkvíði

Nýr sjúkdómur hefur verið skilgreindur og viðurkenndur af alþjóða læknasamfélaginu eftir að prófessor í sjúkdómafræði analýseraði sjúkdómseinkennin. Nýji sjúkdómurinn heitir "vistkvíði". Líklega má setja hann í flokk með "fóbíum", því hann lýsir sér í ofsadepurð og angist yfir örlögum náttúrunnar. Allt rask í náttúrunni veldur sjúkdómseinkennum, oft mjög alvarlegum.

Þórdís Gísladótttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir fjölluðu um sjúkdóm vikunnar í þættinum Víðsjá á rás 1 á fimmtudaginn, sem að þessu sinni var Vistkvíði. Afar athyglisvert. Fyrst hélt ég að um grín væri að ræða, en svo reyndist ekki vera. Þetta skýrir ýmislegt í mínum huga, hverslags fólk er við að eiga sem heltekið er af náttúruverndarástríðunni. Ætli það þurfi ekki resept?

Ég minni á könnunina hér til hægri. WinkJoyfulW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Athyglisvert og skýrir margt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sjúkdómsvæðing óhamingjunnar er fyrir löngu komin út í hreina vitleysu. Þetta er enn eitt dæmið um það.

Theódór Norðkvist, 13.7.2008 kl. 02:52

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Áhugavert.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.7.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband