Það hlaut einhver að skríða úr holu sinni

environmentalistÞríhnúkagígur er svo merkilegur að ef aðgengi almennings að honum er vel úr garði gert, þá er hann ónýtur.

Ætli Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur, sé í Vinstri grænum? Woundering


mbl.is Segir opnun hellisins skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur alla vega unnið í álveri!

Matthías (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 14:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Almenningur hefur að mestu eyðilagt hella á landinu, t.d. Gullborgarhelli sem fannst 1957. Skyldi þessum reiða betur af. En kannski verður hægt að gera einhverjar varnaraðgerðir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.10.2011 kl. 15:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hafa margir hellar verið eyðilagðir í gegnum tíðina, því miður, en það er þá frekar vegna þess að þeir hafa verið eftirlitslausir.

Ég held að þessi jarðfræðingur sé með annarskonar skemmdir í huga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú vildi ég heyra álit Svandísar Svavarsdóttur..... Það gæti nefnilega einhverg eyðilagt þessa náttúruperlu með áhorfinu einu.... eða þannig sko.

Kveðja, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 25.10.2011 kl. 20:09

5 identicon

Eiga vísindamenn einir rétt á umgegni við landið? Og það á kostnað skattgreiðenda. Megum við hin ekki sjá ? Hlýtur að vera hægt að lofa fólki að sjá hellinn á einhvern hátt án þess að skemma? Myndi alveg borga sjálfur fyrir fargjaldið. Ríkið þyrfti ekkert að borga fyrir mig.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 21:01

6 identicon

Fyrir hvern er þá hellirinn, eingöngu jarðfræðinga sem vilja gera rannsókir? Hvenær líkur svo rannsóknunum? Er það skemmd á Vatnshelli á Snæflellsnesi að það skuli vera farið að nota hann sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn? Þar þarf að borga 1000 kr inn og farið undirleiðsögn í 20 manna hópum. Hefur þessi jarfræðingur skoðað fyrir og eftir breytingar á þeim helli? Landið er fyrir okkur öll. Það er hinsvegar verndunarráðuneytis að gera lagarammann þannig að ekki hljótist af tjón. Við gætum til dæmis byrjað á að sekta þann sem sökk í Blautalónið um samsvarandi upphæð og innheimt er þegar þjóðgörðum er spillt á meginlandi Evrópu. þessi bíll sökk  innan þjóðgarðs. Í Þýsklandi er þessi upphæð 50.000€ 7,987,000.- kr á gengi dagsins í dag. Setja lög og reglugerðir sem að halda það er það sem þarf. Ef við erum að tala um kr 1500,- fyrir hvern þann sem vill sjá Þríhnúkagíg og 200.000 manns komi að skoða þá sést hvað kemur þarna inn. Það er viðukennd staðreynd innan ferðmálafræða að peningar eða peningaöfl geti skemmt fallega staði. Þá segi ég aftur hafa lagarammann í lagi. Sektir þannig að tekið sé eftir. Hvað kostar að aka utan vega á Íslandi í dag? Sá í frétt ekki alls fyrir löngu þar sem erlendir ferðamenn þurftu að greiða 200,000 kr til að komast úr landi. Þetta voru fjórir aðilar. Ég fagnaði ákaft þar til ég komst að því að þessar krónur voru samtals fyrir allan hópinn. Með von og ósk um að mönnum lánist að gera þetta svæði að fyrirmyndar ferðamannastað. Við höfum svo mörg raunveruleg dæminn úr Ílenskum veruleika um hvenig ekki á að gera svona úr garði. Vöndum verkið þá verður þetta öllum til sóma. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 21:29

7 Smámynd: Jón Sigurðsson

Sæll Gunnar,  Ég rakst á þessa frétt sem kom mér á óvart. MBL hafði ekkert samband við mig vegna hennar en útdráttur úr gömlum athugasemdum mínum eru notaðar í fréttinni. Yfirskrift þín um að "það hlyti einhver að skríða úr holu sinni" á því við um einhvern annan en mig enda vita allir sem hafa kynnt sér málefnið að ég hef alla tíð bent á mörg rök sem mæla á móti þessum framkvæmdum. Svo á einnig við um fjölmarga fleiri.

Ég skil ekki vangaveltur þínar um það hvort ég sé í Vinstri grænum né hvernig sá flokkur tengist málefnum Þríhnúkagígs. get þó staðfest að ég er ekki og hef aldrei verið í Vinsti grænum.

Fullyrðing einhvers annars á blogginu þínu um að ég hafi unnið í álveri er heldur ekki rétt og því síður skil ég hvernig álver tengjast málefnum Þríhnúkagígs.

Fullyrðingar annarra um " að jarðfræðingar vilji halda gígnum lokuðum fyrir sig í skjóli rannsókna og það á kostnað skattgreiðenda" eru einkennilegar. Veit ekki um neinn jarðfræðing sem haldið hefur slíku fram né að slíkt sé rétt. Veit heldur ekki hvaða rannsóknir það eru.

Þeir sem standa að baki hugmyndum um byggingu ferðamannaþjónustu og jarðganga inn í Þríhnúkagíg á kostnað skattgreiðenda hafa verið afar duglegir við að auglýsa sig meðal alþingismanna, bæjar- og sveitastjórnarfólks og ekki síst í fjölmiðlum. Þeir hafa hafið hugmyndirnar til skýja en látið vera að greina á réttan hátt frá neikvæmum áhrifum.

Þótt einhver leyfi sér að benda á neikvæð atriði við hugmyndirnar er kannski ekki ástæða til að ráðast á viðkomandi með skítkasti og ómálefnalegum vangaveltum um viðkomandi persónu eins og að velta fyrir sér stjórnmálaskoðunum. Nær væri að kynna sér viðkomandi málefni frá öllum sjónarhornum og koma sínum skoðunum um það á framfæri. Skoðunum um málefnið sjálft, rökum með og á móti en ekki árásir á persónur.

Kær kveðja,

Jón Viðar

Jón Sigurðsson, 30.10.2011 kl. 16:30

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sæll Jón og takk fyrir athugasemdina.

Þetta með vangaveltu um hvort þú sér vinstri grænn var auðvitað skot út í loftið en kanski dálítið af gefnu tilefni, þar sem öfga umhverfisverndarsinnar virðast helst eiga heima þar og fréttin bar með sér að þetta sjónarmið sem kom fram í fréttinni vær frá slíkum komið.

-

Þú talar um að:  "Þeir sem standa að baki hugmyndum um byggingu ferðamannaþjónustu og jarðganga inn í Þríhnúkagíg á kostnað skattgreiðenda".

Þetta er afturhaldsamt sjónarmið. Ferðamannaþjónusta er yfirleitt ekki og á ekki að vera "á kostnað skattgreiðenda".

Eins og Guðlaugur bendir á er vel huganlegt að þetta sé ágætlega arðbær hugmynd. Forsendurnar fyrir hugmyndinn, að þarna komi 200 þúsund manns á ári, er fyllilega raunhæf, sýnist mér. 1500 kr. gjald gerir 350 miljónir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 20:33

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

200.000 manns x kr.1.500 = kr. 300.000.000 - bara með reiknivélina á lofti.  50.000.000 skiptir ekki máli til eða frá í slíkum ágiskunum.. =:o)>

Sigurbjörn Friðriksson, 9.11.2011 kl. 00:57

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

úps  hvaðan kom 5... helvítis stærðfræðiikennarinn í barnaskóla. Hann var sko alveg glataður

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband