Færsluflokkur: Ferðalög

Hvar er þessi mynd tekin?

015

Létt getraun. Heimamenn mega láta vera að "giska". Wink


Ég var í Alcatraz

... ekki þó sem fangi.

Bloggið hér á undan, ásamt fullt af myndum, er frá heimsókn minni í Alcatraz fangelsið fyrir nokkrum dögum.


mbl.is Fangelsinu lokað á síðustu fangaeyjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

San Francisco - Alcatraz

Í 6 daga ferð minni með Skólastjórafélagi Austurlands til San Francisco á dögunum, þar sem konan mín sat ráðstefnu með 9000 kennurum frá 45 löndum, fór hópurinn frá Austurlandi í nokkrar skoðunarferðir. 21 var í austfirska hópnum, þar af tæplega helmingur makar.

Ein skoðunarferðin var út í eyjuna Alcatraz þar sem samnefnt og hið alræmda fangelsi var, frá árinu 1934-1963. Reyndar var þar áður herfangelsi, 1859-1933.

Eyjan er lítil, eða aðeins 8,9 hektarar og er ekki nema 2 km. frá landi. Straumar eru hins vegar miklir í kringum eyjuna og þegar fyrstu fangarnir komu til eyjarinnar, var þeim sagt að vonlaust væri fyrir þá að reyna að flýja með því að synda í land.

"Go ahead, swim",var sagt við þá með brosi á vör. Auk þess var föngunum sagt að hvítir mannætuhákarlar væru allsstaðar á sveimi í kringum eyjuna, en það var reyndar lygi til að fæla fanga frá flóttatilraunum. Alcatrac er of innarlega í San Francisco flóanum og sjórinn því ekki nægjanlega saltur á þeim slóðum fyrir hákarlana.

 

Frisco 051

Skólastjórarnir Hilmar Sigurjónsson, Eskifirði og Ásta Ásgeirsdóttir, Reyðarfirði, í ferjunni á leið út í Alcatraz. Golden Gate brúin í baksýn.

Frisco 052

Alcatraz nálgast. Neðra húsið er móttökubygging og fyrir ofan er fangelsið.

Frisco 053

Tekið er á móti gestum með stuttri en skemmtilegri ræðu þar sem farið er yfir hvað má og ekki má. Það er t.d. bannað að reykja og borða mat á eyjunni, nema á litlu afmörkuðu svæði við bryggjuna. Drykkir voru einnig bannaðir, nema blávatn.

Allt var í niðurníðslu á eyjunni frá því fangelsinu var lokað árið 1963 þar til ákveðið var að gera þennan sögulega stað að safni 1972.

Árið 1969 "hertóku" indíánar eyjuna og hugðust þeir eigna sér hana. Hernám þeirra stóð í um tvö ár og markaði þessi aðgerð tímamót í réttindabaráttu indíána í N-Ameríku.

Frisco 061

Gönguleiðin frá bryggjunni að fangelsinu liggur í krákustígum upp "The rock".   Húsin fyrir miðri mynd eru m.a. íbúðir fangavarða, en hluti þeirra bjó á eyjunni með fjölskyldum sínum.

Frisco 069

"Ef þú brýtur reglurnar (lögin) þá ferðu í fangelsi. Ef þú brýtur fangelsisreglurnar, ferðu í Alcatraz" Af þeim 1545 föngum sem sátu í Alcatraz á þeim 29 árum sem fangelsið starfaði, voru einungis um 70 þeirra dæmdir beint til vistunar þar. Þangað voru sendir sérlega hættulegir menn og þeir sem höfðu verið til vandræða í öðrum fangelsum.

frisco_071_1074262.jpg

Skoðunarferðin í fangelsinu hófst í "sturtuklefanum". Þar fengum við leiðsögumann í gegnum heyrnartól og tæki sem hægt var að setja á "pásu", spóla til baka o.s.f.v. 

frisco_076_1074266.jpg

Fjórir fangaverðir, ásamt þessum fjórum fyrrv. föngum, töluðu á upptökunum í tækinu sem við fengum og leiddu okkur í allan sannleikan um vistina á þessum hræðilega stað.

frisco_077.jpg

Einn af þremur göngum fangelsisins. Einn þeirra var kallaður "Broadway". Við enda ganganna var þvergangur sem kallaður var "Times Square".

Frisco 079

Klefarnir eru skelfilega litlir, 9x6 fet á kant.

Þegar fangar komu til Alcatraz, fengu þeir fangelsisreglurnar á blaði; "Regulations for inmates, U.S.P., Alcatraz".  Þær voru í 53 númeruðum liðum og föngum bar að hafa blaðið uppi við í klefanum öllum stundum.

"Regla #5,  "Þú hefur rétt á mat, klæðnaði, húsaskjóli og læknisþjónustu. Allt annað sem þú færð eru forréttindi", segir okkur margt um vistina þarna. Fangelsun í Alcatraz var refsivist, en ekki betrunarvist.

Frisco 081

Þeir fangar sem höguðu sér óaðfinnanlega, fengu að fara út í fangelsisgarðinn, einu sinni á dag í einn klukkutíma.

Frisco 093

Útsýnið frá garðinum. Í baksýn er Golden Gate brúin sem liggur til ríkasta sveitarfélags Bandaríkjanna, Marin County. Sansolito heitir bærinn sem sést hægra megin. Örlítið lengra, í hvarfi við hrygginn, er annar bær í sama sveitarfélagi sem heitir Larkspur, en þangað áttum við eftir að fara í afar áhugaverða skólaheimsókn. Blogga um það síðar.

Frisco 094

Tröppurnar niður í fangelsisgarðinn. Þessi þrep hefur margt illmennið stigið.

frisco_083.jpg

Frægir fangar í Alcatraz. Al Capone, Gerge "Machine Gun" Kelly, Arthur "Doc" Barker, Alvin "Creepy Karpis" Karpavicz,  Robert "The Birdman" Stroud, Ellisworth "Bumpy" Johnson, Meyer "Mickey" Cohen.

Frisco 088

"Bardaginn um Alcatraz, 2.-4. maí, 1946". Flóttatilraun 6 fanga sem endaði með skelfilegu blóðbaði. Þegar fangarnir áttuðu sig á því að flóttatilraunin var að mistakast, þá skutu þeir varnarlausa fangaverði sem þeir höfðu afvopnað og læst inni í einum klefanum.

Frisco 089

Stækka má allar myndirnar með því að smella þrisvar sinnum á þær. Þá er hægt að lesa það sem stendur á þessu skilti.

Frisco 090

Klefinn sem fangaverðirnir voru skotnir með köldu blóði.

Frisco 091

Frisco 105

Önnur fræg flóttatilraun var gerð 11. júní árið 1962, þegar þremur mönnum tókst á löngum tíma að skrapa gat í gegnum þykkan steinveggin á klefa sínum. Tveir mannanna voru bræður.

Frisco 107

Þegar í gegnum gatið var komið, lá leiðin eftir þessum þrönga lagnagangi og úr honum komust þeir upp á þak fangelsisins. Þaðan var greið leið til sjávar

Alls reyndu 36 fangar flótta, í 14 tilraunum. Allir náðust, drukknuðu eða voru skotnir á flóttanum, utan þessara þriggja, en aldrei spurðist til þeirra meir, hvorki lífs né liðinna. Þeir höfðu lagst í spænskunám í fangelsinu og orðrómur var um að þeir ætluðu sér til S-Ameríku eftir flóttann.

escape

Fræg bíómynd var gerð um flóttann árið 1979, með Clint Eastwood í aðalhlutverki.

Frisco 087

Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri á Eskifirði, andaktugur á svip að hlusta á hljóðupptökuna í bókasafni fangelsisins, en þar fengu "þægu" fangarnir aðgang. Spænskunemarnir hafa væntanlega sótt kennslugögn þaðan.

Frisco 102

Þessi mynd er tekin út um glugga stjórnstöðvar fangelsisins. Eins og sést er ekki langt til "frelsisins".

"Bay Bridge" sést vinstra megin á myndinni. Hún er meira mannvirki en Golden Gate brúin, þó hvorki sé hún eins fræg né falleg, enda mun yngri og ekki sama verkfræðiafrekið og sú gamla þótti á sínum tíma, en hún var byggð á fjórða áratug síðustu aldar.

 


Fyndið nafn á fataverslun

Ég var í San Francisco í vikunni og rakst á þessa fataverslun.

Frisco 306


mbl.is Ósiðlegt eða fyndið nafn á hamborgarastað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"This is Paradise"

nýja sjálandÉg keyrði nýverið indverskan mann sem búsettur er á Nýja Sjálandi. Hann sagðist vera rafmagnsverkfræðingur og kom til Reyðarfjarðar vegna eldsvoðans sem varð í álverinu þann 18. desember s.l.

Á leið okkar til Egilsstaðaflugvallar áttum við skemmtilegt spjall saman. Ég sagði honum að dóttir mín væri í heimsreisu með tveimur vinkonum sínum. Þær voru nýfarnar frá Cook eyju í kyrrahafi og væru nú staddar á Nýja Sjálandi.

Ég sagði honum að stelpurnar lýstu bæði Cook eyju og Norðureyju Nýja Sjálands sem Paradís á jörðu.

Indverjinn horfði á umhverfið í Reyðarfirði fyrir botni fjarðarins. Frekar hráslagalegt var um að litast og ekkert sérlega gott skyggni, þó vel sæist til fjallstoppanna í kring. Andlit hans ljómaði þegar hann sagði: "This is Paradise".

Svo sagði hann mér að hann væri gjörsamlega heillaður af þessu umhverfi og að hann væri harðákveðinn í því að koma með fjölskyldu sína til Íslands í sumarfrí á komandi sumri.

Maðurinn átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni og ég neita því ekki að örlítið þjóðernisstolt gerði vart við sig í brjósti mínu.

Minni myndin hér að ofan er frá Nýja Sjálandi en myndina hér næst fyrir neðan, tók Ásgeir Metúsalemsson, tengdafaðir minn, af Hallberutindi í Reyðarfirði.

Hallberutindur

Önnur mynd eftir Ágeir Met.

frá reyðarfirði

Neðsta myndin er tekin af Oddnýjarheiðinni um 1950, líklega er ljósmyndarinn Vilberg Guðnason ljósmyndari á Eskifirði. Ekki var fjallasýnin ósvipuð, snjómugga í fjöllum, sem heillaði Indverjann upp úr skónum.
reyðarfj 1950

mbl.is Orðlaus yfir Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um LA

Nokkrar skemmtilegar staðreyndir:

  • Svona 90% íbúa í LA eiga fáránlega flotta bíla!
  • Vatnið bragðast eins og klór..
  • Það eru nokkur gengi hér og okkar hverfi er einmitt talið frekar vafasamt
  • Djammklæðnaður stúlkna hér er töluvert druslulegri en við eigum að venjast !
  • Það kom okkur á óvart að strákarni höfðu lært um Erík Rauða og Leif Eiríksson í skóla.
  • Allar skammtastærðir hér eru svona 5x stærri en á Íslandi... kemur ekki á óvart afhverju bandaríkjamenn séu ein feitasta þjóð heims.
  • Það eru fáránlega mikið af pálmatrjám hérna
  • Mikið af læknamarijuna í boði, eða svo segja sölumennirnir.
  • Gras er mun sýnilegra hér en á Íslandi, löggurnar eiga það víst til að reykja með fólkinu.


eyrún í LAStrákarnir sem við gistum hjá voru svo óendanlega indælir, ekki margt sem þeir gerðu ekki fyrir okkur. Voru endalaust að snúast í kringum rassgatið á okkur. Skutluðu okkur útum allt, vonum að næstu couchsurferar verði álíka góðir þó það verði erfitt að toppa þessa frábæru reynslu.
Tryggvi var líka frábær, hefðum ekki séð helminginn af því sem við sáum ef hann hefði ekki verið tilbúinn til að snúast með okkur :)

Takk og bless..


Steinunn, Freydís og Eyrún !

http://ferdakonur.bloggar.is/

 


Heimsreisa dótturinnar

Eyrún, dóttir mín fór í heimsreisu fyrir nokkrum dögum. Hún útskrifaðist frá ME í vor og nú á að taka áð´í í útlöndum.

Fyrsti áfangastaður var LA - USA.

heimsreisa LA

"Saklausar" stelpur að austan. (Matt Damon var á ströndinni) Woundering


mbl.is Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir enn á móti?

norðurljósÉg hef ekki séð rökstöðning V-grænna fyrir andstöðu sinni við Vefmyndasafn Íslands. Væntanlega er það kostnaðurinn... nú á síðustu og verstu tímum.

Ég held þó að þetta sé, eins og Árni Johnsen bendir á, góð fjárfesting fyrir ferðaþjónustuaðila í landinu.  „Þannig væri hægt að upplifa Ísland á líðandi stundu hvaðan sem er úr heiminum og kitla taugar til frekari kynna.“ Segir Árni Johnsen, skeleggur að vanda.


mbl.is Vilja fá sett upp vefmyndasafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á eftir að skreppa fljótlega

Það er mikill munur á ferðatíma með ferjunni til Vestmannaeyja, eftir því hvort farið er frá Þorlákshöfn eða Landeyjum. Það munar rúmum tveimur klukkustundum, auk þess sem kostnaðurinn á mann og bíl hefur hrapað umtalsvert.

Líkurnar á því að ég og fjölskylda mín kíkjum við í Vestmannaeyjum á leið okkar um landið, hafa aukist verulega.


mbl.is Hreinasta listaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tók minjagrip

Við fjölskyldan keyrðum úr Reykjavík í gær, austur á Reyðarfjörð og fórum "Suðurleiðina".

fegurðVið stoppuðum við bæinn Þorvaldseyri, þar sem öskufallið virtist hafa verið mest. Við vegkantinn voru hraukar af gosösku og ég mokaði í litla pappaöskju og svo set ég öskuna í litla og fallega glerkrukku til skrauts og minningar í einhverja hilluna.

Mér hefur lengi þótt sveitin undir Eyjafjöllum vera fallegasta sveit landsins og Þorvaldseyri er sennilega ein búsældarlegasta jörðin. Ræktunarskilyrði eru óvíða betri og oft hef ég keyrt Suðurleiðina snemma vors og þá er sveitin undir Eyjafjöllum orðin fagurgræn á meðan kaldur hrammur heimskautaloftsins hangir enn yfir sveitum í norður helmingi landsins.

Það er sorglegt að sjá hina fallegu akra Þorvaldseyrar, svarta af ösku, en þó var greinilegt að rigning var að gera mikið gagn. Fínasta efnið í öskunni er fljótt að sáldrast ofan í jarðveginn og öskulagið minnkar verulega að rúmmáli. Það sást m.a.s. í nýgræðinginn teygja sig upp úr svörtum sverðinum.


mbl.is Fagna rigningu undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband