"This is Paradise"

nýja sjálandÉg keyrði nýverið indverskan mann sem búsettur er á Nýja Sjálandi. Hann sagðist vera rafmagnsverkfræðingur og kom til Reyðarfjarðar vegna eldsvoðans sem varð í álverinu þann 18. desember s.l.

Á leið okkar til Egilsstaðaflugvallar áttum við skemmtilegt spjall saman. Ég sagði honum að dóttir mín væri í heimsreisu með tveimur vinkonum sínum. Þær voru nýfarnar frá Cook eyju í kyrrahafi og væru nú staddar á Nýja Sjálandi.

Ég sagði honum að stelpurnar lýstu bæði Cook eyju og Norðureyju Nýja Sjálands sem Paradís á jörðu.

Indverjinn horfði á umhverfið í Reyðarfirði fyrir botni fjarðarins. Frekar hráslagalegt var um að litast og ekkert sérlega gott skyggni, þó vel sæist til fjallstoppanna í kring. Andlit hans ljómaði þegar hann sagði: "This is Paradise".

Svo sagði hann mér að hann væri gjörsamlega heillaður af þessu umhverfi og að hann væri harðákveðinn í því að koma með fjölskyldu sína til Íslands í sumarfrí á komandi sumri.

Maðurinn átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni og ég neita því ekki að örlítið þjóðernisstolt gerði vart við sig í brjósti mínu.

Minni myndin hér að ofan er frá Nýja Sjálandi en myndina hér næst fyrir neðan, tók Ásgeir Metúsalemsson, tengdafaðir minn, af Hallberutindi í Reyðarfirði.

Hallberutindur

Önnur mynd eftir Ágeir Met.

frá reyðarfirði

Neðsta myndin er tekin af Oddnýjarheiðinni um 1950, líklega er ljósmyndarinn Vilberg Guðnason ljósmyndari á Eskifirði. Ekki var fjallasýnin ósvipuð, snjómugga í fjöllum, sem heillaði Indverjann upp úr skónum.
reyðarfj 1950

mbl.is Orðlaus yfir Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessu hef ég líka tekið eftir Gunnar.  Austfirðirnir eru paradís og það eru forréttindi að hafa tækifæri til að búa í  listaverki.

Magnús Sigurðsson, 18.3.2011 kl. 00:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

það mun alltaf hver líta sínum augum silfrið, hvaðan sem það verður skoðað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2011 kl. 03:26

3 identicon

Vestfirðir eru paradís og... Frakkland ! Ég get ekki gert upp á mili.

Eva franska (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband