Færsluflokkur: Menning og listir

Sá ég út við svarta kletta

Helgi%20SaemundssonHagyrðingamót er vinsæl á Íslandi og sennilega hvergi annarsstaðar. Á einu slíku fyrir fjölmörgum árum síðan var Helgi heitinn Sæm þátttakandi og fékk þennan fyrripart:

Sá ég út við svarta kletta,

selinn elta kött

Helga fannst þetta óttalega vitlaus fyrripartur en var ekki lengi að botna:

Það er best ég botni þetta,

bara út í hött.

 


mbl.is Talandi kýr og selir úr ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefast upp og flýja

Þjóðerniseinkenni Frakka er að vera á harðahlaupum undan óvinum sínum.

french-funny-flag1

Svo er hér fyrir neðan "Problem solving flowsheet", sem var fundið upp af Frökkum og lýsir þjóðareinkennum þeirra ágætlega.

funny-graphs-problem-solving-flowchart

 


mbl.is Frakkar leita einkenna sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kór og bridge - "Angels"

Vetrarstarfið í Kirkjukór Reyðarfjarðar og Bridgefélagi Fjarðabyggðar hófst fyrir um mánuði síðan. Bridge á þriðjudögum og kór á miðvikudögum. Um 20-30 manns eru virkir í  kórnum og sömuleiðis í bridgefélaginu en ég er þó sá eini sem er í báðum. Nýir félagar eru að sjálfsögðu velkomnir og hvet ég sérstaklega fólk til þess að kíkja á söngæfingu hjá okkur á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu við hliðina á kirkjunni. Fólk þarf ekki að vera vant söngfólk og ekkert inntökupróf er í kórinn. Aðeins eitt skilyrði er fyrir inngöngu, en það er að hafa gaman af því að syngja og að halda þokkalega lagi Joyful

044

Þessi mynd af kórnum er tekin í vor og nokkrir félagar hafa bæst við síðan.

Þó þetta sé kirkjukór, þá er messusöngur ekki fyrirferðarmikill í kórstarfinu og æfingaprógram okkar er afar fjölbreytt. Nú erum við t.d. að æfa nokkur bráðskemmtileg afrísk lög og einnig lagið " Angels " eftir Robbie Williams, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. Í Angels byrjar bassinn í kórnum einn með laglínuna og svo koma hinar raddirnar inn. Mjög skemmtilegt.


Falskur

Það er með ólíkindum að sjá dómara sænska Idolsins, beygja sig og bugta fyrir stráknum. Ég hét að það væri dálítið atriði að vera ekki falskur í svona keppni Errm


mbl.is Is it True í sænska Idol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi.. ? Glíman á heimsminjaskrá !

zzzzzzzz_funny-pictures-invisible-tango-partnerÉg bloggaði nýlega um UNESCO, sjá HÉR

Þeir eru sennilega margir starfsmennirnir hjá nefndinni og þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Tango á heimsmynjaskrá !!

Hvað með íslensku glímuna?


mbl.is Tangó á heimsminjaskrá UNESCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UNESCO hótar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem UNESCO hótar svæðum sem áður hafa hlotið náð fyrir augum þeirra. Þeir sem allt vilja vernda og engu breyta, hafa tromp á hendi þegar UNESCO er annarsvegar. UNESCO hefur hótað að taka borgir og aðra staði af heimsminkjaskrá á nokkrum stöðum í Kína, sjá HÉR.  

Yfirvöld í kínversku borginni Hangzhou  hafa ákveðið að lækka allar byggingar við West Lake , þannig að engin bygging verði hærri en 24 metrar. Lúxushótel og sjónvarpsturn er meðal þess sem þarf að lækka, ásamt mörgum öðrum byggingum. Þetta hafa borgaryfirvöld ákveðið að gera til þess að hljóta náð fyrir UNESCO, en borgin sótti um inngöngu í "klúbbinn" árið 1996. Mikill ávinningur í ferðaþjónustu felst í því að komast á heimsminjaskránna.

119198711328324_1 

Borgin Lijiang,  í Kína komst á heimsminjaskránna árið 2007 fyrir að vernda nokkur hundruð gömul hús. "299 households and 236 traditional complexes since 2003."    (sjá myndirnar) Sumir hafa gagnrýnt þetta og tala um að verið sé að "Disney-væða" gamla tímann. Þó mikið líf sé í stöðum sem þessum, og eingöngu vegna ferðamannanna, þá er í raun um sviðsetningu að ræða... ekkert er ekta.

119198711328324_5

Gert er út á gamla menningu sem í raun er ekki lengur til staðar. Þegar fólkið sem hefur atvinnu af því að "græða á daginn" á ferðamönnunum, lýkur vinnudegi sínum, þá tekur við einhver allt önnur rútína og menning heima.

Ætli fólkið grilli ekki á kvöldin? Joyful


mbl.is Skýjakljúfur í hjarta borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda er hann bjáni

Foseti Bandaríkjanna er mannlegur og honum datt það sama í hug og miljónum sjónvarpsáhorfenda öðrum, þegar Kjáni West rauk upp á svið óboðinn til þess að girða niður um sig.

Hversu "Un-Cool" er það að vera rappari með "atitude", og allur heimurinn heldur að þú sért hálfviti?

Þeir eru reyndar fleiri rappararnir sem hafa haft orð á sér fyrir að reiða ekki vitið í þverpokum, eins og dæmið hér að neðan sýnir.

dmx

"Apparently, not only is rapper DMX crazy as the day is long but he?s also living in another galaxy. The rapper recently did an interview with XXL that can be described as nothing less than bizarre. DMX claims that he has never heard of anyone named Barack Obama and even proceeded to make fun of the presidential candidate?s name. Pfft, like the name DMX is ingenious. The rapper continued to dig a hole for himself saying he hasn?t followed the presidential race at all and said that ?The president is a puppet anyway. The president don’t make no damn decisions.? Luckily, DMX is not allowed to vote because he?s a convicted felon."

 (http://www.hitzonly.com/2008/03/19/dmx-is-an-idiot/ )


mbl.is Obama sagði Kanye West bjána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjósanótt

Reyðfirðingar héldu "Fjósanótt" í Rafstöðvargilinu í gærkvöldi. Einhver húmoristi kallaði þessa uppákomu því nafni, því nokkrir einstaklingar tóku það upp hjá sjálfum sér, með stuðningi BYKO, Reyðarfirði, Reyðarfjarðardeild Rauðakross Íslands og Rafveitu Reyðarfjarðar, að heilgrilla naut og bjóða öllum Reyðfirðingum til veislu.

Viðburðurinn heppnaðist afburðavel og hátt í 300 manns mættu í grillið. Rafstöðvargilið hentar sérlega vel fyrir svona samkomu og veðrið var ákjósanlegt, logn og þurrt. Að loknum snæðingi var brekkusöngur og varðeldur og var undirritaður forsöngvari ásamt Helga Magnússyni, stórsöngvara úr BRJÁN, Blús,Rokk/djassklúbbur á Nesi, Neskaupsstað. Guðmundur Frímann Guðmundsson spilaði undir á gítar.

Það var mál manna á staðnum að gera þetta að árvissum viðburði hér eftir og hafa þá tímasetninguna aðeins meira í sumrinu, eða fyrstu eða aðra helgi eftir Verslunarmannahelgi.

Ég set inn myndir frá þessum viðburði seinna í dag.

018-1

Grillið fengum við lánað hja Bændasamtökunum og BYKO sá um flutningin austur. Grillið hefur farið víða um land í sumar, m.a. til Vestmannaeyja. Áhugi er fyrir því á Reyðarfirði að smíða grill fyrir bæinn og útbúa aðstöðu fyrir það í Rafstöðvargilinu. Einnig mætti smíða svið og danspall í gilinu.

019-2

Kjötiðnaðarmaður og kokkur, Þorgeir og Siggi, sáu um að skera kjötið.

029-3

030-4

Nokkrir ferfætlingar voru með í gleðskapnum. Hér er hún Dillý, með hundinn sinn, Herkúles.

031-5

039-6

Brekkusöngur eftir matinn

045-6

Stálkar var fyllt af brettum og kveikt í. Notaleg stemning. Nokkrir ungliðar úr Björgunarsveitinni Ársól höfðu slökkvitæki við hendina svo fyllsta öryggis væri gætt.

Ps. Fleiri myndir: http://fjardabyggd.is/Forsida/Itarlegrifrettir/glaesileg-grillhatid-a-reydarfirdi

 


mbl.is Margt um að vera í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilgrillað naut á Reyðarfirði

Laugardaginn 5. sept nk. er fyrirhugað að halda grillveislu fyrir alla Reyðfirðinga í Rafstöðvargilinu svokallaða, svo framarlega sem veðrið verði þokkalega skaplegt. Wizard Boðið verður upp á heilgrillað naut, sem verður grillað í gilinu, en byrja þarf að grilla sólarhring áður en veislan hefst. Sjálfboðaliðar þurfa því að standa vaktir á meðan grillað er. Einnig er fyrirhugað að hafa varðeld og öll leyfi eru klár.

Hátíðin verður auglýst nánar eftir helgi. Veitingar og meðlæti verða ókeypis og það eina sem fólk þarf að hafa meðferðis er góða skapið. Þetta er hugsað sem fjölskylduhátið en það er þó alls ekki illa séð þó fólk hafi með sér brjóstbirtu til að liðka raddböndin í brekkusöngnum Wizard     

reykjavik-culture-night-bull-bbq 

Margir hafa verið við heilgrillun á stórgripum erlendis, en þessi mynd er þó tekin í Reykjavík á Menningarnótt árið 2004.


mbl.is Bæjarhátíðir víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskir dagar

Franskir dagar voru haldnir hátíðlegir á Fáskrúðsfirði um liðna helgi. Fjölmenni var við hátíðahöldin og heppnuðust þau vel að vanda. Franski ræðismaðurinn var gestur á hátíðinni og ég sá um að koma honum á milli staða en hann gisti á Fjarðahóteli á Reyðarfirði.

Mynd026

Franski ræðismaðurinn rak upp stór augu þegar hann sá þennan haus af hreindýrstarfi aftan á mótorhjóli. Veiðimaðurinn ók stoltur um bæinn með sinn fyrsta tarf, en ekki þann síðasta að eigin sögn.

Síðar um kvöldið var boðið til hátíðarkvöldverðar á Café Sumarlínu. Meðal gesta ásamt ræðismanninum var sendinefnd frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar, Gravelines.         Á bílaplaninu við veitingastaðinn stóð hjólið með hausnum og Fransmennirnir létu mynda sig sitjandi á hjólinu, með góðfúslegu leyfi eigandans að sjálfsögðu.

ps. Myndina tók ég á tiltölulega ódýran gsm-síma og sendi hana svo úr símanum í tölvupóstfangið hjá mér. Glettilega góð mynd að mínu mati.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband