Færsluflokkur: Menning og listir

Simon Cowell fann ástina

Myndbandið hér að neðan er BARA yndislegt.


mbl.is Hómer í fótspor Susan Boyle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngskemmtun í kvöld

Söngskemmtun í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld kl. 20.00.

 Hinn "rómaði" Kirkjukór Reyðarfjarðar verður með veraldlega söngskemmtun, ásamt Englakór tónlistarskólans og tvöföldum kvartett karlanna í Stigamönnum. Ókeypis inn, kaffisala.

044

Hinn "rómaði" Kirkjukór Reyðarfjarðar.


Stakir jakar

Frábær frammistaða hjá Jóhönnu og keppnin í heild var bara ágæt í ár.

Stakir jakar héldu tónleika á Reyðarfirði í dag og ég skellti mér. En hverjir eru Stakir jakar? Jú, þetta er 8 karlar, tvöfaldur kvartett úr karlakórnum Jökli frá Hornafirði. Virklilega gaman að hlusta á þá og söngskráin var mjög skemmtileg hjá þeim. Í lokin voru þeir klappaðir upp af allt of fáum áheyrendum en vorin eru e.t.v. ekki besti tíminn til tónleikahalds og allra síst á björtum og hlýjum maí degi.


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjukór Reyðarfjarðar

Ég er að nota tækifærið til að auglýsa tónleika Kirkjukórs Reyðarfjarðar í Kirkju og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði, miðvikudagskvöldið 20. maí nk. Frábær dagskrá er í boði, ókeypis inn en seldar verða kaffiveitingar í hálfleik. Meðal laga á söngskránni er Bohemian Rhapsody en á myndbandinu hér að neðan er frábær útgáfa hjá sprelligosunum í Mnozil Brass.


mbl.is 83% þjóðarinnar fylgdust með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsprungin rós

Mér hefur alltaf fundist Jóhanna syngja mjög vel en samt hefur eitthvað vantað uppá að ég hafi fílað hana almennilega. Hún hefur oft verið eins og vaxbrúða á sviði.... voða falleg en ekki sýnt miklar tilfinningar. En í gær kom það. Hún var sannkölluð drottning á sviðinu og geislaði sem stjarna kvöldsins.

Til hamingju Jóhanna.... og Ísland Smile

 


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

El grillo é buon cantore

Við í Kirkjukór Reyðarfjarðar erum að æfa stíft þessa dagana fyrir tónleika sem við höldum í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði, 20. maí nk. Efnisskráin er afar fjölbreitt hjá okkur og lögin eru t.d. spánskt lag frá miðöldum og einnig franskt frá sama tíma, afríkanskur stríðssöngur, íslensk þjóðlög, einnig danskt og sænskt. Rúsínan í pylsuendanum er Bohemian Rhapsody eftir þá félaga í bresku rokksveitinni Queen.

Hér að neðan er lagið El grillo é buon cantore , sem er á efnisskránni hjá okkur, en þarna er það sungið af karlakvartett með kontratenór í stað sópran. Lagið er frá því um árið 1500.


mbl.is Stærsti kór sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Delirium tremens

Delirium tremens 

Ég er hraustur, ég er veikur,

ég er hryggur, glaður þó.

Ég er óhræddur, ég er smeikur,

ég er snauður, ríkur nóg. 

Elska gjörvallt, allt þó hata,

allt ég veit og neitt þó skil.

Öllu bjarga og öllu glata,

á augnabliki sama ég vil.

 Ég er fús og ég er trauður,

ég ber glaður votan hvarm.

Ég er lífs og ég er dauður,

ég er sæll og bý við harm. 

Ég er óður, ég er hægur,

ég kýs allt og ekkert vil.

Ég um alla jörð er frægur,

ég hef aldrei verið til.

Þessi skemmtilegi texti er við lag sem við nokkrir karlar í Kirkjukór Reyðarfjarðar erum að æfa þessa dagana, en kórinn heldur tónleika í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði síðar í maí. Á nótnablaðinu stendur Franz Otto, en ég veit ekkert meir um þann ágæta mann.Textinn er mjög gamall, því "ég" er skrifað "jeg" og ég held að slíkur ritháttur hafi lagst af snemma á síðustu öld.Við karlarnir tökum þrjú lög á tónleikunum.

Kirkjukórinn, sem er auðvitað blandaður kór, er á leið til Færeyja á Ólafsvöku í lok júlí í sumar og prógrammið okkar er geysilega fjölbreytt og skemmtilegt. Meðal laga á efnisskránni er t.d. hið frábæra lag hljómsveitarinnar Queen, "Bohemian rapsody"


Ég hefði valið aðra mynd

Ég hefði valið þessa sem mynd ársins

20835


mbl.is Kristinn á mynd ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alexandra Burke - Official Single - 'Hallelujah'

Mér var bent á þetta myndband af krökkunum í 6. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Ég er að kenna 3. - 7. bekk í skólanum í tónmennt í langvinnum veikindaforföllum eins kennarans og hef undanfarið notast við vefinn http://tonmennt.com/ . Það var gaman að fylgjast með krökkunum þegar ég spilaði lagið og hækkaði vel í því. Skjávarpi og nettenging er í öllum stofum skólans eftir endurbætur og stækkun skólans fyrir tveimur árum síðan.

Lagið er eins og margir vita eftir Leonard Cohen og textinn er afskaplega fallegur og þetta myndband og flutningur Alexöndru er rosalega flott. 

Svo virðis sem ekki sé hægt að setja inn þetta youtube-myndband. Slóðin er hér: http://www.youtube.com/watch?v=bsuXbkrA_AQ 

Now I've heard there was a secret chord
That David played, and it pleased the Lord
But you don't really care for music, do you?
It goes like this
The fourth, the fifth
The minor fall, the major lift
The baffled king composing Hallelujah

Hallelujah....

Your faith was strong but you needed proof
You saw her bathing on the roof
Her beauty and the moonlight overthrew her
She tied you
To a kitchen chair
She broke your throne, and she cut your hair
And from your lips she drew the Hallelujah

Hallelujah, Hallelujah...

You say I took the name in vain
I don't even know the name
But if I did, well really, what's it to you?
There's a blaze of light
In every word
It doesn't matter which you heard
The holy or the broken Hallelujah

Hallelujah, Hallelujah...

I did my best, it wasn't much
I couldn't feel, so I tried to touch
I've told the truth, I didn't come to fool you
And even though
It all went wrong
I'll stand before the Lord of Song
With nothing on my tongue but Hallelujah

Hallelujah, Hallelujah


Ég líka

Ég er að fara að syngja fyrir Færeyinga á Ólafsvökunni í sumar. Dúndurfréttir/Pink Floyd ætlar geinilega að hita upp fyrir mig og það er í góðu lagi mín vegna. En þegar ég segi ég, þá er ég að tala um mig og kirkjukórinn hér á Reyðarfirði. Þessi ágæti, rúmlega 20 manna kór hafði úr mörgum möguleikum að velja þegar haldin var samráðsfundur í ársbyrjun, um hvað gera skyldi á árinu. Færeyjar á Ólafsvöku hlaut yfirgnævandi kosningu.

Meiningin er að taka hina nýju og stórglæsilegu ferju, Norrænu, frá Seyðisfirði og það verður örugglega rosa stuð. Hver veit nema við syngjum eitthvað fyrir samferðarfólk okkar þar. Þegar ég og fjölskylda mín fórum til Evrópu með gömlu ferjunni árið 2002, þá var blandaður norskur kór með í för og söng eitt kvöldið. Mjög gaman að því.

Það er margt skondið í Færeyjum og sumt gæti landinn misskilið

c_users_notandi_desktop_pictures_faereyjar_2008_128

c_users_notandi_desktop_pictures_faereyjar_2008_039


mbl.is Pink Floyd í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband