Færsluflokkur: Menning og listir

Hallgrímskirkja er ekki falleg

Ég hef dálítinn áhuga á arkitektúr, þó ég hafi mjög takmarkað vit á "fræðigreininni", en maður þarf heldur ekki að hafa fræðilegar skilgreiningar á hreinu til þess að hafa "smekk".

Á heimasíðu Hallgrímskirkju má m.a. lesa eftirfarandi:

"Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson (1887 – 1950), einn virtasti arkitekt landsins, hófst handa við að teikna kirkjuna árið 1937. Þjóðlegur stíll einkenndi arkitektúr hans eins og margra starfsbræðra hans á Norðurlöndum í þá tíð. Aðalbygging Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og Kristskirkja í Landakoti eru einnig meðal hugarsmíða hans og handarverka. Hann notaði íslenskar fyrirmyndir og íslenskt efni. Hallgrímskirkja, sem varð hans síðasta verk, minnir á stuðlaberg, íslensk fjöll og jökla".

hallgrímskirkja

Hugmyndin stuðlaberg, íslensk fjöll og jöklar" er mjög góð og viðeigandi fyrir þessa miklu byggingu, en hlutföllin í henni eru afleit að mínu mati. Kirkjuskipið er klunnalegt og turninn sligar jafnvægið í heildarmyndinni. Svo finnst mér þessi ljósi "múrlitur" ekki heillandi. Spurning hvort "stuðlabergið" mætti ekki vera í dekkri lit, eins og alvöru stuðlaberg.

 Að innan er kirkjan mun glæsilegri en maður fær á tilfinninguna að það hafi verið annar arkitekt sem teiknaði innvolsið. Byggingarnar umhverfis kirkjuna er svo sér kapítuli útaf fyrir sig. Iðnskólinn og stóru byggingarnar austan við Heilsuverndarhúsið og og sömuleiðis nýbyggingar vestan kirkjunnar (sunnan Skólavörðustígs) eru glæpsamlegar í samhengi við Hallgrímskirkju.

En þetta er minn smekkur og sjálfsagt eru flestir ósammála honum. Errm


mbl.is Reykjavík eins og fiskiþorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsheiður listamanna

Á netmiðli DV í dag má sjá frétt sem ber fyrirsögnina "Sýning um hrunið ritskoðuð".

myndlistSafnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði, Inga Jónsdóttir, ritskoðaði myndlistarsýningu og rifti samningum við sýningarstjórana. Meðal höfunda á sýningunni var Ólafur Elíasson og Ragnar Kjartansson.

Á mynd með fréttinni eru hins vegar ekki þessir þekktu aðilar, heldur aðrir þrír heldur minna þekktir, þau Hannes Lárusson, Ásmundur Ásmundsson og Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur, en þau munu vera sýningarstjórar "Koddu", en svo nefnist myndlistarsýningin.

Margir myndlistarmenn hafa verið "á jötunni" hjá banka og fjármálafyrirtækjum í góðærinu. Ég hygg að Ragnar Kjartansson og Ólafur Elíasson, eigi þeim einhverja mærðardaga að þakka. Sennilega hafa þeir Hannes og Ásmundur þó orðið útundan og ekki fengið "boðskort" frá Bjarna Ármannssyni, um að mála fyrir Glitni.

Ástæða ritskoðunarinnar mun vera sú fádæma smekkleysa, sem þetta fólk réttlætir sem list. Sýning hópsins átti öðrum þræði að fjalla um íslenska efnahagshrunið á gagnrýnin hátt og átti Bjarni Ármannsson að prýða boðskortið á sýninguna.

Nú er ég ekki hér til að verja Bjarna Ármannsson, eða nokkurn þann sem hugsanlega hefur brotið lög í þessu efnahagshruni. Ég vil að þeir verði allir með tölu sóttir til saka fyrir brot sín og taki út sína refsingu. Engin hefur þó verið sakfelldur enn. 

"List" af þessu tagi er ævilangur refsidómur.... og það án þess að hafa verið dreginn fyrir rétt!

Sýningarstjórarnir sendu kvörtunarbréf til Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, og óskaði að félagið ályktaði um málið tafarlaust enda um að ræða alvarlegt og einstakt mál sem varðar starfsvettvang og starfsheiður listamanna. Woundering

Maður er bara sleginn Errm


mbl.is Ólafur Elíasson fær fjórar stjörnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir listamenn

klövnÉg hefði viljað sitja á fremsta bekk í Háskólabíói í uppistandinu. Vonandi verður "showið" sýnt í heild sinni.

Ég elska Frank Hvam og Casper Christiansen InLove..... ég fíla húmor þeirra í botn. Frímann Gunnarsson er vaxandi karakter í höndum Gunnars Hansen. Jón Gnarr er ávalt óborganlegur og svo eru þarna einhverjir góðir sem maður hefur ekki heyrt í áður.

Ég hlakka mikið til að sjá þetta.


mbl.is Spéfuglar slógu upp veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stríðið okkar"

"Stríðið okkar" er frumsamið verk eftir Ármann Guðmundsson.  Ármann hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Reyðarfjarðar en hann frumsamdi leikverkið Álagabærinn , sem sýnt var við töluverðar vinsældir, árið 2004.

Þrjár sýningar verða á "Stríðinu okkar" nú um mánaðarmótin, í tilefni af 70 ára innrásarafmælinu. Kirkjukór Reyðarfjarðar spilar stóra rullu í verkinu en kórinn syngur átta þekkt lög frá hernámstímabilinu og má þar nefna lög eins og "We´ll meet again", "White cliffs of Dover", Lady fish and chips" og "A nightingale sang in Berkeley square". Heil hljómsveit undir stjórn Gillian Hayword, kórstjórans okkar, er kórnum til fulltyngis.

Verkið er byggt upp á stuttum leikþáttum með sönglögum inn á milli. Húmorinn er sjaldan langt undan í leikverkum Ármanns Guðmundssonar og "Stríðið okkar" er engin undantekning. Leikfélagið var svo heppið að fá tvo Englendinga sem búsettir eru á Reyðarfirði, til að taka að sér hlutverk hermanna í sýningunni.

Þar sem margir hafa skipulagt sumarfrí sín með löngum fyrirvara getur verið erfitt að manna sýningu sem þessa á þessum árstíma, en hátt í 50 manns koma að sýningunni á margvíslegan hátt, m.a. við búningasauma og fleira. Það hefur því verið í umræðunni hjá Leikfélaginu að sýna verkið á ný næsta vetur.... ef vel tekst til núna á fimmtudaginn og um helgina.


mbl.is Hernámshátíð á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir merkið?

531503AMér hefur alltaf fundist dálítið gaman að því að spekúlera í merkjum og "lókóum". Hvað er það sem hönnuðurinn vill að merkið segi fólkinu sem horfir á það?

Það er augljóst að í merki tónlistarhússins Hörpu, eru tónkvíslir, 12 stykki eins og í klukku, en fyrir hvað standa guli og rauði liturinn?


mbl.is Nýtt merki Hörpu kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíð á Reyðarfirði

armannÞann 1. júlí nk. verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá hernámi Breta á Reyðarfirði. Leikfélag Reyðarfjarðar, ásamt kirkjukór staðarins mun flytja frumsamið leikverk/söngleik eftir Ljóta hálfvitan, Ármann Guðmundsson.

Kórinn er byrjaður að æfa klassísk lög frá þessu tímabili sem flestir þekkja eins og "We´ll meet again" o.fl. Mikil tilhlökkun er meðal þeirra sem ætla að taka þátt í verkinu en Ármann hefur áður komið til starfa fyrir leikfélagið þegar sett var upp verkið "Álagabærinn"  sem sýnt var við miklar vinsældir árið 2004. 

Ármann frumsamdi það verk jafnóðum og æfingar fóru fram. Mikill talent þar á ferð.


mbl.is Minntust stríðslokanna 1945
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrívíddarlist

Fleiri myndir af þrívíddarlist HÉR

edgar_mueller


Hverjum þykir sinn fugl fagur

björk... þó hann sé bæði ljótur og magur InLove 

Konur rífast um ljóta kjóla... eða fallega. 

Fegurð er afstæð og um smekk verður ekki deilt. Björk Guðmundsdóttir fer sínar eigin leiðir í fatavali og öðru útliti og sömuleiðis í tónlistinni.

Ég gúgglaði upp "Ugly dress" og fékk þessa mynd Joyful


mbl.is Birta svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorrablót Reyðfirðinga

Blótað var á Reyðarfirði á föstudagskvöldið í íþróttasal grunnskólans. Þetta er eitt elsta þorrablót landsins og var númer 92 í röðinni. Fyrstu blótin voru haldin í fyrra stríði og einungis 2-3 blót hafa fallið niður, en það mun hafa verið í báðum heimstyrjöldunum.

þorrablót2010

Ég fékk þann heiður, ásamt Hjördísi Helgu Þóroddsdóttur, að syngja "Nefndarvísurnar" þetta árið og erum við söngfuglarnir lengst til hægri á myndinni. Nefndarvísurnar eru grínkveðskapur um nefndarfólkið, en það samanstendur af 16 pörum, 7 hjónum og tveimur einhleypingum.

Þorrablótsnefndin sér um "Annál ársins", með leik og söng. Hermt er eftir og gert góðlátlegt grín að þorpsbúum og helstu atburðir raktir. Alveg ómissandi menningarviðburður sem ég læt ekki fram hjá mér fara.

Að annálnum loknum, tilkynnir fráfarandi nefnd, hina nýju nefnd nærsta árs og mikill spenningur ríkir í salnum um það hverjir verða fyrir valinu.


Hvað má sagan kosta?

Einhverjir segja kannski að sagan sem býr á Laugavegi 4-6, sé ómetanleg. Það er hún auðvitað ekki, en varðveisla þessara kofaskrifla kostar borgarbúa eitthvað á annan miljarð, sennilega hátt í tvo.

Menn hafa nú rifist um minna þegar útdeila þarf fjármunum af almannafé.

 


mbl.is Saga í hverju horni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband