UNESCO hótar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem UNESCO hótar svæðum sem áður hafa hlotið náð fyrir augum þeirra. Þeir sem allt vilja vernda og engu breyta, hafa tromp á hendi þegar UNESCO er annarsvegar. UNESCO hefur hótað að taka borgir og aðra staði af heimsminkjaskrá á nokkrum stöðum í Kína, sjá HÉR.  

Yfirvöld í kínversku borginni Hangzhou  hafa ákveðið að lækka allar byggingar við West Lake , þannig að engin bygging verði hærri en 24 metrar. Lúxushótel og sjónvarpsturn er meðal þess sem þarf að lækka, ásamt mörgum öðrum byggingum. Þetta hafa borgaryfirvöld ákveðið að gera til þess að hljóta náð fyrir UNESCO, en borgin sótti um inngöngu í "klúbbinn" árið 1996. Mikill ávinningur í ferðaþjónustu felst í því að komast á heimsminjaskránna.

119198711328324_1 

Borgin Lijiang,  í Kína komst á heimsminjaskránna árið 2007 fyrir að vernda nokkur hundruð gömul hús. "299 households and 236 traditional complexes since 2003."    (sjá myndirnar) Sumir hafa gagnrýnt þetta og tala um að verið sé að "Disney-væða" gamla tímann. Þó mikið líf sé í stöðum sem þessum, og eingöngu vegna ferðamannanna, þá er í raun um sviðsetningu að ræða... ekkert er ekta.

119198711328324_5

Gert er út á gamla menningu sem í raun er ekki lengur til staðar. Þegar fólkið sem hefur atvinnu af því að "græða á daginn" á ferðamönnunum, lýkur vinnudegi sínum, þá tekur við einhver allt önnur rútína og menning heima.

Ætli fólkið grilli ekki á kvöldin? Joyful


mbl.is Skýjakljúfur í hjarta borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband