Færsluflokkur: Menning og listir

"Geðveik jól" frá Álbandinu

15 fyrirtæki keppa um "geðveikasta jólalagið" í ár en keppnin er í opinni dagskrá Skjás eins og er styrktarsöfnun Geðhjálpar, sjá Hér

Alcoa Fjarðaál á sinn fulltrúa í keppninni en það er hljómsveitin Álbandið sem getið hefur sér gott orð á árshátíðum fyrirtækisins.


Frekja

Skilaboð Hjörleifs Stefánssonar, fyrv. formanns húsafriðunarnefndar eru skýr:

"Ef ekki er farið í einu og öllu að tilmælum formanns húsafriðunarnefndar, þá mun mennta- og menningarmálaráðherra fá persónulegt frekju og ákúrubréf sem birt verður opinberlega"

Þarna vill embættismaður að farið sé eftir menningarsnobbslegum smekk. Smekkur er hvorki réttur nér rangur og um hann verður ekki deilt. Sjálfum finnst mér að það hefði verið heppilegra að hafa þennan kofa í aðeins meiri fjarlægð frá Skálholtskirkju en á móti kemur að mörgum finnst athyglisvert að sjá gamla og nýja tímann skarast.


mbl.is Segir af sér vegna Skálholts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru frumkvöðlarnir?

Þetta er hálfsögð frétt því ekkert er um það hverjir frumkvöðlarnir eru. Ég fór á heimasíðu póstsins og fann að lokum eftir þó nokkra leit og músarsmelli, hverjir þessir frumkvöðlar eru.

  • Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924)
  •  Ásgrímur Jónsson (1876-1958)
  •  Jóhannes Kjarval (1885-1972) 
  •  Jón Stefánsson (1881-1962)

Engin kona Errm Hvað segir Sóley nú?


mbl.is Frímerki um frumkvöðla íslenskrar myndlistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju Björk?

bjork-feathers"...þau vinna með tónlist Bjarkar sem og með hljóðfæri hennar, en þau eru einstök og hafa sterk tengsl við náttúruvísindi og tölvutækni."

Hvað er það nákvæmlega (annað en tengsl hennar við grínflokksbræður hjá Reykjavíkurborg og pólitíska skoðanabræður í ríkisstjórn Íslands), sem gerir hljóðfæri hennar einstök?

Spyr sem ekki veit.

Fín alheimsauglýsing fyrir Björk. Fyrirtæki hennar mun sjálfsagt flagga þessu víða.


mbl.is Tónvísindasmiðja Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amazing Grace, Friðrik Karlsson

Árgangur 1960 úr Austurbæjarskóla var með "reunion" um síðustu helgi.

Um 50 manna hópur af um 160 í árganginum, hittist í skólanum kl. 17.00. Ræðuhöld og myndasýning var í samkomusalnum og að því búnu var farið í skoðunarferð um skólann. Ekkert hefur breyst og það var hálf súrealískt að labba um húsið, eftir tæplega 40 ára fjarveru, eða eins og einhverjir í hópnum sögðu; "Þetta var tilfinningaþrungin stund".

Um kvöldið var veisla í Rúgbrauðsgerðinni og Friðrik Karlsson, einn úr árganginum, tók nokkur lög og Bára Grímsdóttir söng með honum ein tvö lög.

Hér er Frissi í góðum fíling í Rúgbrauðsgerðinni á laugardagskvöldið.


Álvershobbitar frá Reyðarfirði

Við fórum saman fern hjón frá Reyðarfirði til Akureyrar í menningarferð um síðustu helgi. Við höfðum keypt okkur miða í "Samkomuhúsinu" á sýninguna "Ný Dönsk- Í nánd". Frábær sýning og mikil stemning í húsinu.

Við gistum á Hótel KEA og þar gistu einnig þeir Nýdanskrarmenn, Jón Ólafs og Stefán Hjörleifsson, "stærsti gítarleikari í heimi".Joyful Við horfðum á síðustu umferðina í íslenska boltanum, á laugardeginum fyrir sýningu, með þeim félögum í setustofunni á 2. hæð hótelsins.

Jón var skrafhreifinn og skemmtilegur eins og hans er von og vísa og spurði okkur hvaðan við værum. Við sögðum honum það og þá spurði hann hvað við værum að gera til Akureyrar, "Nú, til að sjá ykkur", sagði ég og það fannst honum gaman að heyra.

Jón sagði okkur að í upphafi álvers og virkjunarframkvæmda eystra hefði hann verið frekar á móti þeim og hafði skoðanir sínar og upplýsingar að mestu frá fólki úr 101 Reykjavík. Sú skoðun hans breyttist þegar hann var á ferð í Fjarðabyggð síðar, eftir að álverið var komið í gang. Hann spjallaði við fólk á svæðinu og komst að því hversu mikilvægt þetta væri allt saman fyrir íbúana.

Stuttu síðar birtist Bubbi Morthens og heilsaði upp á þá félaga, Jón og Stefán. Jón kynnti okkur fyrir Bubba og sagði honum að við værum Reyðfirðingar. Þá segir Bubbi: "Álvershobbitar frá Reyðarfirði". Tónninn í þessu ávarpi hans til okkar var frekar súr, svo einn okkar fór eitthvað að reyna að rökræða þetta við hann. Bubbi breytti þá snarlega um umræðuefni og fór að tala um kvótamál.... Alla ríka frá Eskifirði, Didda son hans o.fl. í þeim dúr.

Óskaplega dapurlegt hjá blessuðum manninum, sem kennt hefur sig við vinnandi verkalýð.

014

Jón og Stefán í setustofunni á Hótel KEA


Fjöldabrúðkaup samkynhneigðra kvenna- myndir

Ekki hef ég hugmynd um hver réttindastaða samkynhneigðra er i Hollandi, en á "Bleikri helgi" sem var í Groningen um liðna helgi, var aðalkirkja bæjarins skreytt í tilefni dagsins og i kirkjunni fór fram hjónavígsla, eins og sést á þessum myndum af hamingjusömum ungum lesbíum.

060

063

064

066

Búið var að gera víravirki eða rimla utan um altarið, táknrænt listaverk um það misrétti sem samkynhneigt fólk hefur lengi búið við.


"Plankad" i Groningen

Thad er enginn madur med monnum nema hann hafi "plankad".

005

"Plankad" i Groningen. Er ekki ekki einhver ljosmyndakeppni i gangi, um frumlegasta "plankid"?

 Eg vildi fa ad profa fleiri stellingar en konan tok thad ekki i mal. GetLost


Listapakkið er fínt í svona dúllerí

Vatnsberinn.... segi ekki meir.

Er reyndar sammála því að "Vatnsberinn", var hálf umkomulaus í berangurslegu Öskjuhlíðarhálendinu. Errm


mbl.is Samþykkt að flytja Vatnsberann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

480 mánaða lektorslaun við HÍ

Manni finnst það skjóta skökku við að metsölurithöfundar skuli þyggja ölmusulaun hjá Rithöfundasambandi Íslands, sem að stórum hluta betlar peninga úr opinberum sjóðum, á sama tíma og skorið er harkalega niður í velferðarþjónustunni.

Félagar í samtökunum eru á fjórða hundrað manns og þriggja manna stjórn listamannalauna hefur yfirumsjón með sjóðnum. Það skyldu þó ekki vera "rétt tengdir" aðilar sem fá úthhlutun?

Launasjóður rithöfunda veitir árlega starfslaun og styrki sem svara til 480 mánaðarlauna. Launin miðast við lektorslaun II við Háskóla Íslands.

Heimasíðu Rithöfundasambands Íslands er fróðlegt að skoða, sjá http://www.rsi.is/ .


mbl.is Þrjú fá starfslaun í 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband