Færsluflokkur: Dægurmál
Austfirðingar hafa baðað sig í blíðviðrinu að undanförnu. Þó ekkert rigni þá eru allar ár og lækir bakkafullir, því enn er snjóforði í fjöllum og víða má sjá fallega fossa í fjallshlíðum, fossa sem maður hefur varla séð áður.
Vætuleysið og hitinn hafa skapað ýmis vandamál, ár flæða yfir bakka sína á hálendinu og grasblettir og annar gróður þarf vökvun.
Útkall hjá slökkviliði Fjarðabyggðar, vökvun. Knattspyrnuhöllin í baksýn. Þess má geta að Slökkvilið Fjarðabyggðar er eitt af örfáum atvinnuslökkviliðum á landsbyggðinni. Grundvöllurinn fyrir því skapaðist með tilkomu álversins.
Jökulsá braust í gegnum varnargarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 22.7.2013 (breytt kl. 21:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einfaldleikinn er stundum fallegastur. Konan mín hefur búið til marga fallega kransa í gegnum tíðina. Svo sáum við þennan frá Georg Jensen fyrir nokkrum árum og féllum fyrir honum, eins og fleira jólaskrauti frá þeim ágæta hönnuði.
Alcoa Fjarðaál fékk þetta glæsilega jólatré úr Hallormsstaðaskógi. Víðir Ingvarsson, vörubílstjóri á Reyðarfirði var að koma því fyrir við skrifstofuálmu verksmiðjunnar í gær, í brunagaddi og fallegu veðri.
Hvaða aðventukrans finnst þér flottastur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.12.2011 (breytt kl. 17:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég kom út í morgun laust fyrir kl. 9, var kominn þó nokkur snjór hér á Reyðarfirði, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á leið minni til Stöðvarfjarðar komst ég að því að snjónum er misskipt í Fjarðabyggð.
Þessum snjó kyngdi niður á klukkutíma snemma í morgun.
Hér sjáum við innsta bæinn í Fáskrúðsfirði frá því í morgun, Dalir. Bærinn var afskektur áður en Fáskrúðsfjarðargöng komu til sögunnar og margir innfæddir Austfirðingar höfðu ekki komið þarna áður.
Varað við vonskuveðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef áður birt myndskeið af "Tófunni hans Denna" og gera það aftur í tilefni þessarar fréttar.
Steinar Ágústsson á Reyðarfirði fékk tvo yrðlinga til uppeldis á heimili sitt, systur úr sama goti, önnur hvít en hin brún. Sú brúna er gengin á vit feðra sinna en hún var dálítið vansköpuð á fótum og stundum erfið í umgengni. Sú hvíta er hins vegar hvers manns hugljúfi og líkar vistin vel hjá Denna og hundum hans tveimur.
Tónlistin við myndbandið: Maid with the Flaxen Hair - Richard Stoltzman/Slovak Radio Symphony Orchestra
Veiddi óvenjufeitan ref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.11.2011 (breytt kl. 21:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Katie var kaþólsk, Tom breytti því og nú er hún í vísindakirkjunni.
Tom Cruise er annálaður furðufugl og er með hinar undarlegustu kröfur á tökulið og aðra sem vinna með honum í kvikmyndagerð. T.d. má fólk ekki mynda augnsamband við hann... aldrei... nema þú sért mótleikari hans og handritið geri ráð fyrir því.
Ég sagði einhvern tíma, skömmu eftir samdrátt þeirra skötuhjúa, að það væri tímaspursmál hvenær honum tækist að eyðileggja Katie.
Synd og skömm.
Gallagher ekki ánægður með Katie | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varðskipið Þór í faðmi reyðfirskra fjalla. Ef smellt er tvisvar á myndirnar, fást þær stærri. (Ekki tvísmella)
Þór lagðist óvænt að kajanum á Reyðarfirði en varðskipið var á ferð hér eystra vegna flutningaskipsins Ölmu sem nú liggur tryggilega bundið við bryggju á Fáskrúðsfirði. Grunn og leiksóli bæjarins fengu boð um að krakkarnir væru velkomnir í skoðunarferð um skipið. Á myndinni ganga leikskólabörn glaðbeitt og spennt í halarófu að flaggskipi íslenska flotans.
Og svo var trítlað upp landganginn
Þessum unga Reyðfirðingi þótti ekki leiðinlegt að máta sig í skipstjórastólnum.
Hluti kennara fylgdi krökkunum um borð og hér er skólastjóri grunnskólans með nemanda í hinum glæsilega matsal skipsins.
Eldhúsið er ekki síður glæsilegt en aðrar "vistarverur". Hér er kokkurinn ásamt áhugasömum dreng. Kannski verður hann kokkur síðar meir
Rafmagnstaflan í vélarrúminu er eins og í stórri íbúðablokk
Togvírinn í Þór er ógnarsver. Ég giska á að hann sé a.m.k. fjórfalt sverari en í togara.
Dægurmál | 8.11.2011 (breytt kl. 01:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Steinar Ágústsson (Denni), hefur alið tvo yrðlinga í sumar á heimili sínu inn í miðju þorpinu á Reyðarfirði. Nábúar Denna í götunni eru með íslenskar landnámshænur og voru þeir um tíma uggandi um hænsnin en nábýlið hefur ekki orðið til neinna vandræða.
Yrðlingarnir eru systur úr sama goti, önnur brún en hin hvít. Nýlega þurfti Denni að lóga þeirri brúnu, því eftir að kunningi hans kom eitt sinn í heimsókn með labrador hund sinn, þá rauk hundurinn í einhverjum gassagangi í brúnku, án þess þó að ætla að meiða hana. Lágfóta hvekktist svo við uppákomuna að hún hvarf af heimilinu í tvo daga, en kom svo aftur með skottið á milli lappanna.
Nokkrum dögum síðar kom kunninginn aftur, og aftur gerðist það sama, en þá var brúnku nóg boðið og hreiðraði um sig í garði í hjá konu nokkurri í annarri götu. Þegar konan varð var við brúnku, hringdi hún í ofboði í meindýraeyði og sagði honum að koma strax því það væri minkur í garðinum hjá sér!
Denni frétti af þessu og fór og náði í brúnku en þá vildi hún helst ekki vera lengur heima, alveg búin á taugum greyið. Denna hafði alltaf fundist sú brúna vera hálfgert skoffín á ýmsa lund. Hún var dálítið vansköpuð á framfótunum og ólíklegt að hún gæti spjarað sig úti í náttúrunni á eigin vegum. Það var því ekki nema eitt í stöðunni og það var lóga henni.
Hvíta systir hennar, Mjallhvít, er hins vegar yndisleg í alla staði, svipfríð og blíðleg og með augu sem bræða hjörtu þeirra sem í þau líta.
Til er fólk sem vill útrýma þessu úr íslenskri náttúru ... og svo eru aðrir sem vilja alfriða rebba. Millivegurinn er bestur í þessu sem öðru.
Hundarnir hans Denna og Mjallhvít eru bestu vinir. Magnað að horfa á þau leika sér saman í garðinum. Neðra videóið er um tveimur vikum eldra og hvíti liturinn á Mjallhvíti kemur betur fram með lækkandi sól.
Dægurmál | 27.10.2011 (breytt 28.10.2011 kl. 00:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skömmu fyrir hádegi rigndi óskaplega í mjög hlýju veðri, hér á Reyðarfirði.
Lækurinn sem rennur niður á Hrúteyri, við sunnanverðan Reyðarfjörð, gengt þorpinu, er yfirleitt sakleysislegur og lítt áberandi. Annað var uppi á teningnum í morgun. Vinstra megin á myndinni sést gangnamunninn í Fáskrúðsfjarðargöng.
Margir lækir koma í ljós í hlíðinni fyrir ofan.
Sléttufoss verður tilkomumikill í rigningunni.
Horft frá Fáskrúðsfjarðargöngum til Reyðarfjarðar. Búðarárfoss í blóma
Skyndilega reif hann af sér og hitinn hækkaði strax úr 12 í 15 gráður!
Hitinn fór í 19,6 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég hissa! ... Ögmundur vinstri grænn, vill ekki banna búrkur. Boð og bönn hafa verið aðall flokks hans. Eygló Harðardóttir, Mörður Árnason og Sigmundur Ernir Rúnarsson lýstu sig sammála ráðherra um að ekki ætti að banna búrkur. Mörður kemur ekki á óvart, en hin gera það. Skýring Ögmundar á því að vera á móti búrkubanni, eru fáránleg.
Auðvitað á að banna þetta á Íslandi og það strax, áður en svona vitleysa festir hér rætur. Ögmundur nefnir ekki þá skýringu sem vinstrimenn gjarna skreyta sig með; "við þurfum að sýna umburðarlyndi gagnvart öðruvísi menningu en okkar eigin".
Vill ekki banna búrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 31.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Undanfarið hafa kuldar í mið- og norður Evrópu, Bandaríkjunum og Kína verið í fréttum og nú bætist Ástralía við. Verðum við ekki bara að auka gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu?
Alltaf þegar svona fréttir berast, þá ókyrrast "global warming alarmistarnir". Það er eins og þeim líði illa yfir fréttum af þessu tagi. Þeir hjá loftslag.blog.is eru duglegir sem aldrei fyrr við að blogga um hnattræna hlýnun, þegar svona fréttir berast.
Á vefsíðu Veðurstofu Ísland, vedur.is má finna veðrið á völdum landshlutum viku aftur í tímann, bæði í tölum og línuritum, sjá HÉR
Þarna sést hiti og daggarmark á línuriti síðasta sólarhring á Kollaleiru í Reyðarfirði. Þegar bláa og rauða línan "kyssast" eða eru mjög nálægt hvorri annarri, þá er mikil hálka. Svona línurit má sjá á veðurathugunarstöðvum Vegagerðarinnar.
Ökumenn, sérstaklega á SV horninu, ættu að skoða þetta í meiri mæli en þeir gera. Þá væru e.t.v. færri ferðalangar að lenda í vandræðum á heiðum og fjallvegum.
Hér kemur önnur útfærsla á veðrinu síðasta sólarhring.
Kalt og votviðrasamt í Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 21.12.2010 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946001
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Svona lítur áhöfnin út á nýju " RÍKIS-SKÚTUNNI":
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ