Misjöfn snjóalög í Fjarðabyggð - myndir

Þegar ég kom út í morgun laust fyrir kl. 9, var kominn þó nokkur snjór hér á Reyðarfirði, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á leið minni til Stöðvarfjarðar komst ég að því að snjónum er misskipt í Fjarðabyggð.

012

Þessum snjó kyngdi niður á klukkutíma snemma í morgun.

010

Hér sjáum við innsta bæinn í Fáskrúðsfirði frá því í morgun, Dalir. Bærinn var afskektur áður en Fáskrúðsfjarðargöng komu til sögunnar og margir innfæddir Austfirðingar höfðu ekki komið þarna áður.

007
Á Gvendarnesi, milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar var marautt. Þetta er ekki óalgeng sjón, þó annars staðar í nágrenninu sé alhvítt.
006
Á Stöðvarfirði var töluverður vindur á meðan logn var á Reyðarfirði. Þarna var hitinn +5,5 gráður en -1 gráða á Reyðarfirði.

mbl.is Varað við vonskuveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband