Færsluflokkur: Kjaramál
Jóhanna Sigurðardóttir hrósar sér af því að atvinnuleysið fari minnkandi og að ríkisstjórn hennar sé dugleg að skapa ný störf. Hún segir að tölur um fækkun atvinnuleysisbótaþega sýni þetta.
Öll nýu störf Jóhönnu (sem eru greinilega nýu fötin keisarans) eru í útlöndum. Þangað fer atvinnulausa fólkið og mælist því eðlilega ekki atvinnulaust á Íslandi.
Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 7.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skríllinn sem grýtti þessa ágætu menn og kastaði eggjum í Alþingishúsið, gæti kanski lært eitthvað, með því að fylgjast með þessari mótmælagöngu.
Svona prúðleg ganga er miklu áhrifameiri en ofbeldisfull skrílslæti.
Lögreglan mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 29.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það sjá auðvitað allir, hvaða áhrif starfsflótti úr lögregluliði landsins mun hafa. Hlutfall vanhæfra mun auðvitað aukast.
Sumir segja að ekki sé á bætandi.
Óttast flótta úr stéttinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 24.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Við borgum kirkjugarðsgjald alla ævi. Maður hefði haldið að það dygði fyrir ljóstýru yfir hátíðirnar.
Lýsingar á leiði hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 7.12.2010 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Allt gert fyrir hagnaðinn"
Andstætt trú margra, þá gerir frjálshyggjan ekki ráð fyrir því að "grætt" sé án takmarkana. Réttlæti er hornsteinn mannlegs samfélags. Frjáls viðskipti eru sjálfsögð og eðlileg og hagnaður eins, er ekki tap annars, eins og margir ferkantaðir vinstrimenn halda. Viðskiptin ganga, þegar til lengri tíma er litið, út á það að báðir hafi eitthvað fyrir sinn snúð.
Það verða alltaf til "kapitalistar" sem misnota sér aðstöðu sína. Nýta sér sára neyð fólks og græða á tá og fingri. Þessir aðilar eru ekki fulltrúar "kapilismans", heldur fulltrúar lítils minnihluta meðal mannfólksins, minnihluta sem Kaninn myndi kalla af sinni alkunnu hæversku: "Scum of the earth".
Samkvæmt skiltinu hér að ofan, koma að meðaltali 20 börn á hverjum einasta degi ársins með ólöglegum hætti inn í Bandaríkin.
Ég hef áhyggjur af þessum börnum, ég verð að segja það....
Sjálfsvíg starfsmanna Disneyland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 6.4.2010 (breytt 7.4.2010 kl. 13:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það heyrðust raddir um það í haust, að Íslendingar gætu staðið frammi fyrir svipaðri katastrófu og Færeyingar þegar fólksfóttinn varð þar sem mestur í "þeirra" kreppu. Ef samsvarandi fólksflótti yrði hér, værum við að tala um 50-60 þúsund manns. Stór hluti þessa fólks kæmi ekki aftur.
Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi ástand nokkuð víða og mörg lönd eru í dag með svipað atvinnuleysi og er hér. Það er helst Noregur sem hefur lítið atvinnuleysi en þó jókst fjöldi atvinnulausra um 60% á örfáum vikum í vetur. Þar er þó enn að ég held innan við 3% atvinnuleysi.
Það er vert að staldra við og huga að hvert maður er að fara áður en lagt er upp í atvinnuleit. An er bara flan. Hér að neðan er skemmtilegur "To do list" hjá einum atvinnulausum. Það er vel hakað við "Surf the net"
Atvinnuleysi mælist 8% í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 10.4.2009 (breytt kl. 09:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
AFL Starfsgreinafélag er þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins í dag á eftir Eflingu og VR. Stærð félagsins skýrist af víðtækum sameiningum verkalýðsfélaga á Austurlandi síðustu ár og miklum uppgangi í atvinnulífi í fjórðungnum.
AFL stendur nú fyrir fundaherferð þar sem formaðurinn og aðrir forystumenn félagsins munu á næstu vikum fara á vinnustaði og halda almenna fundi með félagsmönnum og leita samráðs um stefnumótun félagsins. Í auglýsingu sem birtist í "Dagskránni", sem er sjónvarps og auglýsinga-vísir fyrir Austurland segir m.a. eftirfarandi:
Forysta AFLs vill leggja áherslu á að sátt náist í þjóðfélaginu og að við sameinumst um:
- Að verja velferðarkerfi sem tekið hefur áratugi að byggja upp
- Að hrista af okkur frjálshyggjupestina sem hefur sýkt innviði þjóðfélagsins
- Að efna til umræðu um endurskoðun grunnþátta samfélagsins
- Að þeir sem hafa orsakað hrun efnahags þjóðarinnar verði kallaðir til ábyrgðar
Verkalýðsfélög eiga ekki að berjast í hugmyndafræðilegri stjórnmálabaráttu, allra síst ef þau vilja grundvalla starf sitt á sátt meðal félagsmanna sinna. Vill fólks sjá slagorð hjá verkalýðsfélagi eins og:
- Að hrista af okkur sósíal-demókratísku pestina sem tíðkast í VG
Ég segi nei, þó ég gæti vel tekið undir þetta slagorð. Verkalýðsfélög eiga að berjast fyrir launakjörum og réttindum félagsmanna sinna. Ef forystumenn AFLs vilja koma pólitískum sjónarmiðum sínum á framfæri, þá eru aðrir vettvangar betur til þess fallnir en verkalýðsfélagið sem þeir eru kosnir til forystu fyrir. Ég efast um að allir þeir sem kusu Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur til formanns í AFLi á sínum tíma, hafi reiknað með að hún auglýsti markmið félagsins á þennan hátt.
Ég mun beina félagsgjöldum mínum til annars verkalýðsfélgs hér eftir.
Kjaramál | 22.1.2009 (breytt 23.1.2009 kl. 16:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða