Færsluflokkur: Skoðanakannanir

Skoðanakönnun - Jón Baldvin

Þessi skoðanakönnun hefur verið hjá mér í nokkrar vikur. Ég setti hana inn þegar Jón Baldvin gagnrýndi allt og alla, ekki síst Samfylkinguna. Ég kaus nei.

Spurt er:  Er Jón Baldvin á leið í pólitík að nýju?

Já, með Samfylkingunni 16,0%
Já, og stofnar nýjan flokk 33,8%
Nei 50,3%
376 hafa svarað

 

Ég set hér inn nýja könnun:

Hvað höfðar mest til þín kynferðislega, í útliti konu?

 Ég set upp aðra um karla seinna.

 


Ómarktæk könnun

40% í könnuninni eru óákveðin. Svolítið skrítið að tæpur helmingur þeirra sem tekur afstöðu kýs flokka sem eru á móti ESB aðild, en svo eru 80% sem vilja aðild.

Þetta sýnir bara að fólk er ráðvillt og reitt og segir hvað sem er í könnunum við þessar aðstæður, segist jafnvel kjósa VG!  En svo rjáttlar af fólki og það nær áttum. 

skoðun


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun - málaferli

Mynd 481843 Ég er sammála framsókanarmönnum í Norðausturkjördæmi. Skilaboð okkar vegna hryðjuverkalaganna eiga vera skýr. Ég blæs á það sjónarmið að við eigum að sýna einhverja "diplomacy" í samskiptum við Breta, þar til niðurstaða úr málaferlum við þá er ljós.

Yfir 90% þeirra sem svarað hafa í skoðanakönnuninni á þessari blogg-síðu, vilja að íslenska ríkið fari í mál við það breska.

Spurt er:

Á íslenska ríkisstjórnin að fara í málaferli gegn þeirri bresku, vegna hryðjuverkalaganna?
92,6%
Nei 5,4%
Hlutlaus 2,0%
297 hafa svarað
Bendi á nýja skoðanakönnun hér til hliðar.

mbl.is Móðgun ef Bretarnir koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun - Árni Johnsen

Þessi skoðanakönnn hefur breyst óvenjulítið frá upphafi.  Mjög afgerandi, ekki satt?

Spurt er:

Iðraðist Árni Johnsen eftir dóminn?

8,6%
Nei 88,1%
Hlutlaus 3,3%
452 hafa svarað
 Minni á nýja könnun hér til hægri

Stjórnin - skoðanakönnun

Í upphafi skoðanakönnunarinnar á blogginu hjá mér fram að u.þ.b. 100 atkvæðum var hlutfallið ca 55-45 stjórnarandstæðingum í vil. Heldur hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir stjórnarliða eins og sjá má. Það er greinilegt að margir kjósendur stjórnarflokkanna eru ekki ánægðir með ríkisstjórnina. Það væri gaman að vita úr hvorum flokknum óánægjan er meiri. En niðurstaðan er sem sagt þessi:
Spurt er: Ertu fylgjandi ríkisstjórninni?
33,8%
nei 59,8%
Hlutlaus 6,4%
204 hafa svarað
Ég bendi á nýja skoðanakönnun hér til hliðar

Meirihlutinn vill álver á Bakka

Niðurstaðan úr skoðanakönnun sem ég hef verið með á blogginu undanfarnar vikur, er skýr. Núna allra síðustu daga hefur fylgjendum álversins fækkað úr rúmum 60% í tæp 60% en það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé nokkuð afgerandi.

Spurt var:

Ertu fylgjandi álveri á Bakka?

57,5%
Nei 38,2%
Hlutlaus 4,2%
400 hafa svarað
Minni á nýja skoðanakönnun hér til hliðar.

Skoðanakönnun - Bitra

Nú loka ég skoðanakönnunni um hvort virkja eigi við Bitru. Skoðanakönnunin hefur sýnt undanfarnar vikur rúmlega 60% fylgjandi virkjun en nú allra síðustu daga hefur dregið saman eins og sést. Ég hef grun um að gestir mínir undanfarið hafi verið frekar "umhverfissinnaðir", því ég hef verið að velta mér í fréttum sem virðast "eyrnamerktir" vinum náttúrunnar. Við hin virðumst óvinir náttúrunnar, í augum sumra. BlushUndecidedJoyful

Bendi á nýja könnun hér til hliðar.

Spurt er

Á að virkja við Bitru?
58,4%
Nei 41,6%
305 hafa svarað

Svindlað í skoðanakönnun

Ég hef verið með skoðanakönnun undanfarið og um daginn sá ég að svindlað hafði verið í henni... ótrúlegt að einhver skuli nenna því! Ég tók eftir þessu fyrir nokkrum dögum síðan. Allt í einu höfðu 40 bæst við í könnuninni og öll atkvæðin farið á Ásmund Arnarsson þjálfara Fjölnis. Greinilega einhverjum illa við hann, en hann hafði aðeins fengið 1 eða 2 atkvæði áður. Mjög auðvelt en samt svolítið tímafrekt er að svindla á svona blogg-könnunum á Mbl. Ég reikna með að þetta hafi verið einhver krakkabjáni sem hefur gert þetta.

"Sigurvegari" Joyful könnunarinnar er greinilega Logi Ólafsson, KR. Ég stend hins vegar áfram fast á því að Ólafur Kristjánsson fjúki fyrstur. Annars varð niðurstaðan þessi:

Hvaða þjálfari í efstu deild fær fyrstur að fjúka?
Ólafur Kristjánsson, Breiðablik 6.2%
Heimir Guðjónsson, FH 0.8%
Ásmundur Arnarsson, Fjölni 17.8%
Þorvaldur Örlygsson, Fram 2.3%
Leifur Garðarsson, Fylki 18.6%
Milan Stefán Jankovic, Grindavík 6.6%
Gunnar Guðmundsson, HK 5.4%
Guðjón Þórðarson, ÍA 1.2%
Kristján Guðmundsson, ÍBK 0.8%
Logi Ólafsson, KR 29.5%
Willum Þór Þórsson, Val 7.8%
Gunnar Oddsson, Þrótti 3.1%
258 hafa svarað
Ný skoðanakönnun hér til hliðar!

Pólitísk könnun - niðurstaða

Egill Helgason segir á bloggi sínu að ekkert sé að marka kannanir á blogsíðum Ég er sammála honum, a.m.k. hvað sum mál varðar. Ég held að fólk sé kærulausara með atkvæði sitt á blogsíðum en annarsstaðar. Bara mín tilfinning. Hér eru úrslit úr síðustu könnun minni:

Spurt er

Ég skilgreini mig pólitískt:
Vel til vinstri 18,8%
Heldur til vinstri 27,1%
Á miðjunni 12,9%
Heldur til hægri 20,0%
Vel til hægri 15,3%
Ópólitísk/ur 1,2%
Annað 4,7%
85 hafa svarað
Ég ætlaði að bíða með niðurstöðuna þar til 300 höfðu greitt atkvæði, en ég nenni því ekki.

Skoðanakönnun

Ég hef haft skoðanakönnun hér á blogginu undanfarnar vikur. Mig langaði til þess að sjá samsetningu þeirra sem kíkja hér inn, út frá búsetu. Ekkert kom svo sem á óvart, nema kannski fjöldinn sem býr erlendis, þeir voru fleiri en ég átti von á. Könnunin var reyndar meingölluð og ég var skammaður fyrir það. Það vantaði inn í hana Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið.

 

Spurt er

Hvar býrð þú?
Reykjavík 39,4%
Akureyri 7,9%
Austurland 12,5%
Suðurland 9,5%
Norðurland 7,2%
Vesturland 4,6%
Vestfirðir 3,3%
Erlendis 8,4%
Reyðarfirði 7,2%
545 hafa svarað
Nú ætla ég að koma með nýja könnun, en hugmyndina fékk af bloggi  Friðriks Þórs Guðmundssonar . Spurt er hvar fólk skilgreini sig pólitískt. Endilega takið þátt.
Það verður athyglisvert að sjá hvort marktækur munur verði á milli skoðanakannannanananana Joyful

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband