Færsluflokkur: Skoðanakannanir
Ég hef verið með þessa skoðanakönnun síðan í haust. Merkilega litlar breytingar hafa orðið á niðurstöðunni frá upphafi og hún er einnig í samræmi við skoðanakannanir hjá Gallup og fleirum.
Spurt er: Hvaða flokk kysir þú ef gengið yrði til kosninga í dag?
Ég bendi á nýja könnun hér til hliðar
Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 6.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef verið með skoðanakönnun varðandi Icesave frá því áður en Alþingi samþykkti lögin með fyrirvörunum í sumar. Ég ákvað að taka ekki út skoðanakönnunina eftir þá samþykkt og þáttaka í könnuninni tók aftur kipp þegar Bretar og Hollendingar samþykktu ekki fyrirvarana.
Ef eitthvað var, jókst andstaðan við Icesave-skuldbindinguna.
Ekki virðist hægt að sjá skýrar línur í afstöðu fólks m.t.t. flokkadrátta, nema auðvitað er meirihluti Samfylkingarinnar, ásamt mörgum ESB-sinnum úr öðrum flokkum, fylgjandi þessum nauðarsamningum.
Margir eru löngu búnir að fá hundleið á þessu máli og vilja samþykkja það svo þetta sé frá. Það sjónarmið heyrist að þó skuldbindingin sé dýr fyrir okkur, sé enn dýrara að hafa þetta óleyst, hangandi yfir okkur.
Úrslit skoðanakönnunarinnar er sem hér segir: (Ný könnun hér til hliðar)
Spurt er: Á Ólafur Ragnar að skrifa undir lögin um ríkisábyrgð vegna Icesave?
Kvittað fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 19.10.2009 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi skoðanakönnun er búin að vera í nokkrar vikur á blogginu hjá mér. Niðurstaðan hefur lítið breyst, utan þess að heldur fleiri vildu samþykkja samninginn í upphafi, eða um þriðjungur svarenda.
Spurt er
Kolröng söguskýring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 20.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef verið með skoðanakönnun hér á blogginu frá því rétt fyrir kosningar.
Spurt er:
Þessi könnun hefur verið óvenju sveiflulítil og þetta 60-40 hlutfall verið nánast frá upphafi.
Nú hendi ég inn nýrri könnun sem þið finnið hér til hliðar. Spurt er: Eigum við að samþykkja Icesave samninginn?
Borgum Icesave með rafmagni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 25.6.2009 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef verið með skoðanakönnun hjá mér um hvað fólk ætlar að kjósa í komandi Alþingiskosningum. 500 manns hafa nú svarað og niðurstaðan er eftirfarandi:
Spurt er: Hvað ætlarðu að kjósa?
Sjálfstæðisflokkinn 21,6% Samfylkinguna 17,2% VG 20,2% Frjálslyndaflokkinn 4,6% Framsóknarflokkinn 7,0% Borgarahreyfinguna 6,6% L- listann 14,4% Annað 1,4% Skila auðu 7,0% 500 hafa svarað
Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn og mig grunar að svo verði eftir kosningarnar 25. apríl og að vinstriflokkarnir nái ekki hreinum meirihluta. Framsóknarflokkurinn mun draga þá að hinu pólitíska altari og verða vottur að hinu heilaga hjónabandi þeirra í næstu ríkisstjórn. Næsta spurning hlýtur því að vera:
Mun hjónabandið halda út næsta kjörtímabil? Endilega segið ykkar álit í könnuninni hér til hliðar.
Hættið þessu helvítis væli" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 2.4.2009 (breytt kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér fyrir neðan er niðurstaða úr skoðanakönnun sem ég hef haft á blogginu hjá mér í nokkra daga. Niðurstaðan hér er afar skýr og í svipuðum dúr og úr öðrum "viðurkenndum" skoðanakönnunum.
Spurt er: Ertu fylgjandi hvalveiðum?
Forveri Steingríms tók frá honum þann eitraða kaleik, að þurfa að taka ákvörðun um hvalveiðar. Vaxandi áhugi er fyrir veiðum að nýju og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa stutt ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Það er því ljóst að hefði Steingrímur þurft að láta það verða sitt fyrsta verk í embætti, að neita að gefa út hvalveiðikvóta, þrátt fyrir ákall fjölmargra hagsmunaaðila og í mótsögn við vilja yfirgnævandi meirihluta almennings, þá væri Steingrímur nú þegar í sjóðheitum ráðherrastól.
Ekki beinlínis óskastaða hjá manni sem beðið hefur í 18 ár.
Kvalræði sjávarútvegsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 19.2.2009 (breytt kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem kemur mér mest á óvar í þessari könnun er fylgisleysi Samfylkingarinnar. Það kemur mér hins vegar ekkert á óvart að svona hátt hlutfall skuli vera óákveðinn. Það er augljóst að hinir óákveðnu koma úr röðum þeirra sem kusu stjórnarflokkana.
Spurt er: Hvað myndir þú kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú?
Skoðanakannanir | 13.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi skoðanakönnun ber vitni um að ekki sé allt í lagi heima fyrir hjá Rússum. Kreppan skekur rússneska heimsveldið og fólkið virðist í svipuðu ójafnvægi og hér.
Í skoðanakönnunum á Íslandi segist fólk vera tilbúið að kjósa V-græna. Það er þekkt að þegar fólk er undir miklu álagi, þá verður hugsunin óskýr og það tekur gerræðislegar ákvarðanir.
Stalín kjörinn þriðji vinsælasti Rússi allra tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 28.12.2008 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það má segja að tvær síðustu skoðanakannanir hjá mér hafi snúist um kynlíf í aðra röndina. Mér datt í hug að spyrja kynin að því hvað höfðaði mest til þeirra í kynferðislegu tilliti, í sambandi við útlit manneskju. Einn möguleikinn var "persónuleikinn". Það er hægt að færa fyrir því sannfærandi rök að persónuleiki sé ekki partur af útliti fólks.... og þó. Hvernig fólk ber sig, sjálfsöryggi o.þ.h., sést stundum langar leiðir og þess vegna hafði ég þennan möguleika með. Annar möguleiki var "Annað". Þetta "annað" vitum við auðvitað ekkert hvað er. Það er ekki ólíklegt að einhverjir líti á aðra þætti í útliti fólks, en við hin, til kosta eða lasta. Kannanirnar voru eins, nema að í stað brjósta hjá konunum, var brjóskassi hjá körlunum.
Bendi á nýja könnun hér til hægri
Hvað höfðar mest til þín kynferðislega í útliti konu?
Spurnig hvort einhverjir hommar hafi kosið í þessari könnun. Það myndi sjálfsagt skekkja niðurstöðurnar eitthvað, rassinum til tekna.
Það er svolítið gaman að bera þessar kannanir saman. Þegar karlarnir svöruðu, þá voru þeir komnir í rúmlega 100 eftir tvo daga en það hefur tekið konurnar viku að ná sama fjölda. Annað hvort eru þær feimnari en karlar að tjá sig um svona hluti, eða að konur séu í þetta miklum minnihluta á netvafrinu.
Skoðanakannanir | 22.12.2008 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrstu fjórir kostirnir í skoðanakönnuninni um hvað höfðaði mest kynferislega til karla, er ágætis fyrsta lína í ferskeytlu. Rassinn er yfirburða sigurvegari en tvennt kemur mér á óvart en það er hve brjóstin fá lítinn stuðning og svo að persónuleikinn skuli höfða til svona margra karla, þegar talað er um kynhrif.
Þá er það konurnar næst, hvað finnst þeim? Koma so stelpur!
Spurt er: Hvað höfðar mest til þín kynferðislega, í fari konu?
Skoðanakannanir | 13.12.2008 (breytt kl. 15:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana: