Skoðanakönnun

Ég hef haft skoðanakönnun hér á blogginu undanfarnar vikur. Mig langaði til þess að sjá samsetningu þeirra sem kíkja hér inn, út frá búsetu. Ekkert kom svo sem á óvart, nema kannski fjöldinn sem býr erlendis, þeir voru fleiri en ég átti von á. Könnunin var reyndar meingölluð og ég var skammaður fyrir það. Það vantaði inn í hana Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið.

 

Spurt er

Hvar býrð þú?
Reykjavík 39,4%
Akureyri 7,9%
Austurland 12,5%
Suðurland 9,5%
Norðurland 7,2%
Vesturland 4,6%
Vestfirðir 3,3%
Erlendis 8,4%
Reyðarfirði 7,2%
545 hafa svarað
Nú ætla ég að koma með nýja könnun, en hugmyndina fékk af bloggi  Friðriks Þórs Guðmundssonar . Spurt er hvar fólk skilgreini sig pólitískt. Endilega takið þátt.
Það verður athyglisvert að sjá hvort marktækur munur verði á milli skoðanakannannanananana Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það vantaði inn Stór-Hafnarfjarðarsvæðið, ég gat ekki staðsett mig í þessari könnun, en á móti kom að ég hefði haft ákaflega lítil áhrif á niðurstöðuna.

Jóhann Elíasson, 15.5.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú Benedikt, ég reikna með að fólk úr báðum vinstriflokkunum geti skilgreint sig frá lengst til vinstri og að miðjunni. Maður veit aldrei hvar maður hefur þetta lið

Annars er þetta hægri vinstri stundum óljóst, sérstaklega ef við berum okkur saman við önnur lönd. Ég reikna með að sjálfstæðismenn væru skilgreindir sem örgustu afturhaldskommatittir í sumum löndum og V-grænir sem stækt íhald í öðrum.

Jóhann, ég fann ekki leið til þess að betrumbæta könnunina, nema stofna nýja, en þá voru komnir svo margir í hana að ég tímdi því ekki

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband