Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir
Það telst til mannréttinda að geta ráðið búsetu sinni. Áður en álversframkvæmdir hófust á Reyðarfirði, var fermetraverð á húsnæði þar, svipað og gerist á Vestfjörðum í dag. Þegar svo húsnæðisverðið rauk upp og einhverjir sáu sér leik á borði og seldu eignir sínar og fluttu brott, þá hlakkaði í álversandstæðingum. Þetta fannst þeim vatn á myllu sína í áróðrinum gegn álverinu.
Við hin, sem þekkjum það að búa á landsbyggðinni samglöddumst hins vegar þessu fólki. Að byggja sér þak yfir höfuðið kostar allstaðar svipað, og skuldsetning fólks vegna þessa er í samræmi við það. Miðaldra og eldra fólk, sem vildi losa sig við húsnæði sitt og flytja "á mölina", hafði einfaldlega ekki bolmagn til þess að kaupa sér húsnæði á ný fyrir andvirði eigna sinna. Í dag er gjörbreytt umhverfi á Reyðarfirði í þessu tilliti, þökk sé álveri Alcoa.
![]() |
Lægra verð á fasteignum á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 1.5.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hér koma nokkrar staðreyndir um álver Alcoa í Reyðarfirði:
Framleiðsla og útflutningur
Fjarðaál í Reyðarfirði er flaggskip Alcoa Inc. álfyrirtækisins og nýjasta og fullkomnasta álverið í eigu þess. Framleiðsla hófst í álverinu 12. apríl árið 2007 og ári síðar var það komið í fullan rekstur. Alcoa framleiðir um 346.000 tonn af áli til útfutnings á ári. Þetta er hreint gæðaál, álblöndur sem meðal annars eru notaðar í bifreiðaiðnaði og álvírar sem meðal annars eru notaðir í háspennustrengi.
Alcoa Fjarðaál flutti út ál fyrir rúmlega 800 milljónir dollara árið 2008, sem svarar til 92 milljarða króna miðað við gengi dollars í febrúar 2009. Ætla má að yfir þriðjungur útfutningstekna fyrirtækisins verði eftir í landinu. Tæp 40% allra vöruflutninga frá landinu er ál. Vöruútflutningur frá Íslandi jókst um fjórðung í tonnum talið með tilkomu Alcoa Fjarðaáls. Mjóeyrarhöfn í Reyðarrði er nú önnur stærsta höfn landsins og um hana fara 1,3 milljónir tonna af áli og aðföngum á ári.
Starfsmenn
Hjá Fjarðaáli starfa 450 manns. Um 250-300 manns til viðbótar starfa á álverssvæðinu, við störf nátengd álverinu. (Við þetta bætast nokkur hundruð bein og óbein störf víða um land) Um þriðjungur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls er konur sem er hærra hlutfall en í nokkru öðru álveri Alcoa. 30% starfsmanna Alcoa Fjarðaáls eru á aldrinum 40 til 49 ára. Tæp 20% starfsmanna eru eldri en 50 ára. Um 40% starfsmanna eru með háskóla- eða tæknimenntun. Gert er ráð fyrir að Alcoa Fjarðaál greiði tæpa 3,7 milljarða króna í laun og launatengd gjöld árið 2009.
Aðkeypt þjónusta
Alcoa Fjarðaál keypti ýmsa þjónustu á Íslandi fyrir 9,5 milljarða íslenskra króna árið 2008, fyrir utan raforku. Alcoa Fjarðaál kaupir um 5.000 gígawattstundir af raforku á ári. Til samanburðar er rafmagnsnotkun almennra raforkunotenda á Íslandi um 3.500 gígawattstundir. Samningur Alcoa við Landsvirkjun um raforkukaup er til 20 ára og mögulegt er að framlengja hann um önnur 20 ár.
Samfélagsleg áhrif
Tekjur sveitarfélaga á Austurlandi vegna starfsemi Alcoa Fjarðaáls námu um 800 milljónum króna árið 2008. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands mat það svo að landsframleiðsla ykist um 1,2% með tilkomu álvers Alcoa Fjarðaáls.
Íbúum í Fjarðabyggð fjölgaði úr 3.995 árið 2002 í 4.736 árið 2008, eða um 19%. Meðallaun á landsbyggðinni hafa verið hæst á Austurlandi frá árinu 2002.
Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa hafa veitt rúmlega 300 milljónir króna í samfélagsstyrki á Íslandi frá árinu 2003 til 2008.
Áróðurinn
Þeir sem hafa verið á móti Kárahnjúkavirkjun og þar eru auðvitað V-grænir fremstir í flokki, hafa ítrekað reynt að ljúga að þjóðinni (með sorglega góðum árangri) að tap sé á virkjuninni og þjóðhags og samfélagsleg áhrif sé lítil sem engin. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að álverið hafi skaðað Austurland. Þessi málflutningur er í hróplegri andstöðu við það sem íbúarnir sjálfir á svæðinu hafa um málið að segja. Stundum vitna andstæðingar þessara framkvæmda sigri hrósandi í íbúa á svæðinu, sem segja að álverið og virkjunin hafi verið mistök.
Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa á Mið-Austurlandi s.l. haust, eru þeir sem telja að álverið hafi haft neikvæð áhrif á búsetuskilyrði fyrir austan, einungis 3,9%. Þarna er verið að spyrja fólk sem reynt hefur á eigin skinni hvaða þýðingu svona atvinnutækifæri hefur haft á svæðinu. En áróðursmeistarar stóriðjuandstæðinga og meira að segja formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon sjálfur, segir þjóðinni það blákalt í andlitið, að æ fleiri séu að vakna upp við þann vonda draum sem framkvæmdirnar fyrir austan hafi reynst vera. Það er greinilegt að markhópurinn fyrir þennan málflutning Steingríms, getur ekki verið sami hópurinn og Capasent Gallup spurði álits.
Spurt var í könnuninni:Telur þú að álver Alcoa á Reyðarfirði hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á búsetuskilyrði á Austurlandi?
![]() |
Álið leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 22.4.2009 (breytt kl. 16:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sumt fólk virðist lifa lífinu í þeirri trú að álfyrirtæki og áliðnaðurinn í heild sinni, en þó sérstaklega frumframleiðslugreinin, sjálf álframleiðslan, séu "skítug" fyrirtæki. Og þá er það eiginlega í orðsins fyllstu merkingu.
"Hver mun vilja lifa og vinna í verksmiðjugettói?", sagði dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, en konan sú tjáði sig reglulega sem andstæðingur framkvæmdanna fyrir austan og var í Silfri Egils með reglubundnum hætti..... sællar minningar
Álverið á Reyðarfirði er nútímalegur vinnustaður sem krefst nútíma menntunnar. Það kemur á óvart hversu fjölbreytt störfin eru hjá álverinu en þau snerta flestar ef ekki allar iðn og tæknigreinarnar. Um 40% þeirra 450 manna sem vinna í álverinu eru háskóla eða tæknimenntaðir. Um 100 manns vinna í skrifstofubyggingunni.
![]() |
Lög um Helguvíkurálver samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 18.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er mjög auðvelt að ræna Íslendinga orkuauðlindum sínum. Við þurfum ekki að skrifa upp á afsal til þess að missa stjórnina á þeim, a.m.k. um tiltekinn tíma, jafnvel heilan mannsaldur og fá lítið sem ekkert út úr því.
Það sem vakir fyrir Michael Hudson með þessum orðum sínum, er að vekja athygli á því að ef við skuldsetjum orkufyrirtæki, t.d. Landsvirkjun of mikið, þá getur arðurinn af framkvæmdum og fjárfestingum fyrirtækisins gufað upp í vaxtagreiðslur af lánunum. Þegar þannig hagar til, breytir engu fyrir okkur hver skrifaður er sem eigandi orkulindarinnar. Fyrir almenning í landinu, þá er orkulindin ekki til.
Þessi veruleiki Micahel Hudson er samhljóma málflutningi öfgasinnaðs umhverfisverndarfólks. Eina vandamálið er það að þessi veruleiki er ekki til. Þær hafa ekki reynst sannleikanum samkvæmar, fullyrðingar umhverfisverndarsinnanna, að arður af virkjunum sé enginn og að virkja eigi allt, enda eru einu rök þeirra, getgátur og bölsýnir.
![]() |
Orkulindir ekki teknar upp í skuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 6.4.2009 (breytt 7.4.2009 kl. 00:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þó fyrirhugað álver í Helguvík sé ekki Alcoa álver, þá reikna ég með að svipað hlutfall sé í ýmsum lykiltölum varðandi þá verksmðju. Massívur áróður er nú gegn stóriðju í landinu og reynt að gera hana tortryggilega og eins og margir vita mun kvikmyndin um bók Andra Snæs Magnasonar verða innleg í kosningabaráttu V-grænna. Það litla sem ég hef séð úr þeirri kvikmynd, er dæmalaust bull og upplýstu fólki ekki samboðið.
Hér koma nokkrar staðreyndir um álver Alcoa í Reyðarfirði:
Framleiðsla og útflutningur
Fjarðaál í Reyðarfirði er flaggskip Alcoa Inc. álfyrirtækisins og nýjasta og fullkomnasta álverið í eigu þess. Framleiðsla hófst í álverinu 12. apríl árið 2007 og ári síðar var það komið í fullan rekstur. Alcoa framleiðir um 346.000 tonn af áli til útfutnings á ári. Þetta er hreint gæðaál, álblöndur sem meðal annars eru notaðar í bifreiðaiðnaði og álvírar sem meðal annars eru notaðir í háspennustrengi.
Alcoa Fjarðaál flutti út ál fyrir rúmlega 800 milljónir dollara árið 2008, sem svarar til 92 milljarða króna miðað við gengi dollars í febrúar 2009. Ætla má að yfir þriðjungur útfutningstekna fyrirtækisins verði eftir í landinu. Tæp 40% allra vöruflutninga frá landinu er ál. Vöruútflutningur frá Íslandi jókst um fjórðung ítonnum talið með tilkomu Alcoa Fjarðaáls.Mjóeyrarhöfn í Reyðarrði er nú önnur stærsta höfn landsins og um hana fara 1,3 milljónir tonna af áli og aðföngum á ári.
Starfsmenn
Hjá Fjarðaáli starfa 450 manns. Um 250-300 manns til viðbótar starfa á álverssvæðinu, við störf nátengd álverinu. (Við þetta bætast nokkur hundruð bein og óbein störf víða um land) Um þriðjungur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls er konur sem er hærra hlutfall en í nokkru öðru álveri Alcoa. 30% starfsmanna Alcoa Fjarðaáls eru á aldrinum 40 til 49 ára. Tæp 20% starfsmanna eru eldri en 50 ára. Um 40% starfsmanna eru með háskóla- eða tæknimenntun. Gert er ráð fyrir að Alcoa Fjarðaál greiði tæpa 3,7 milljarða króna í laun og launatengd gjöld árið 2009.
Aðkeypt þjónusta
Alcoa Fjarðaál keypti ýmsa þjónustu á Íslandi fyrir 9,5 milljarða íslenskra króna árið 2008, fyrir utan raforku. Alcoa Fjarðaál kaupir um 5.000 gígawattstundir af raforku á ári. Til samanburðar er rafmagnsnotkun almennra raforkunotenda á Íslandi um 3.500 gígawattstundir. Samningur Alcoa við Landsvirkjun um raforkukaup er til 20 ára og mögulegt er að framlengja hann um önnur 20 ár.
Samfélagsleg áhrif
Tekjur sveitarfélaga á Austurlandi vegna starfsemi Alcoa Fjarðaáls námu um 800 milljónum króna árið 2008. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands mat það svo að landsframleiðsla ykist um 1,2% með tilkomu álvers Alcoa Fjarðaáls.
Íbúum í Fjarðabyggð fjölgaði úr 3.995 árið 2002 í 4.736 árið 2008, eða um 19%. Meðallaun á landsbyggðinni hafa verið hæst á Austurlandi frá árinu 2002.
Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa hafa veitt rúmlega 300 milljónir króna í samfélagsstyrki á Íslandi frá árinu 2003 til 2008.
![]() |
Alfarið á móti álverssamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 6.4.2009 (breytt kl. 11:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sl. haust gerði Capacent Gallup könnun á viðhorfum og væntingum gagnvart Alcoa álverinu á Reyðarfirði. Fréttatilkynningin um niðurstöður könnunarinnar fór ekki hátt, en hún var athyglisverð og algjörlega á skjön við fullyrðingar álvers og virkjanaandstæðinga. Nýlega heyrði ég þingmann VG segja að áhrif álversins væru vonbrigði fyrir Austfirðinga.
Telur þú að álver Alcoa á Reyðarfirði hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á búsetuskilyrði á Austurlandi?
Eins og sjá má á kökunni hér til hliðar er niðurstaðan afgerandi. Þrátt fyrir þessa könnun, sem ég er fullviss að þingmönnum VG hafi verið kunnugt um, þá halda þeir áfram að ljúga að almenningi og segja að Austfirðingar séu nú að átta sig á að þetta voru allt saman tóm mistök. Mistök sem þeir vöruðu við.
Allir hafa rétt á sinni skoðun, en kjörnir fulltrúar VG á Alþingi ljúga og blekkja þjóðina í gengdarlausum bulláróðri, til þess að fá þá sem ekki vita betur, í lið með sér.
![]() |
88% ánægð með líf sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 3.4.2009 (breytt kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trúverðugleiki Michael Moore, hins bandaríska "heimildamyndagerðarmanns" hefur oft verið dreginn í efa, vegna þess að myndir hans eru oftar en ekki einhliða áróður og fjálglega farið með staðreyndir. Það hefur vakið furðu að maðurinn hafi fengið verðlaun fyrir myndir sínar í flokki heimildamynda. Skemmtigildi mynda hans er ótvírætt en að tala um þær sem heimild er vanvirðing við það list og fræðiform.
Andri Snær Magnason og bók hans "Draumalandið" er í stíl Michaels Moore. Það á eftir að koma í ljós hvort skemmtigildið er eitthvert.
![]() |
Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 12.3.2009 (breytt kl. 11:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"...vill ekki svara því hvort þeir greiði atkvæði gegn honum" (samningnum)
Samfylkingin athugar skoðanakannanir áður en hún tekur afstöðu til mála. Því skyldi VG ekki gera það líka? Það eru jú kosningar handan við hornið.
![]() |
Steingrímur á móti Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 6.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Indriði H. Þorláksson skrifaði pistil á bloggsíðu sína um daginn, sjá HÉr . Ég reyndi að andmæla greininni í athugasemdarkerfi hans, á meðan öfgasinnaðir umhverfisverndarsinnar, líkt og fyrrverandi varaþingmaður og listaspíra V-grænna, Hlynur Hallsson, fannst þeim hafa himinn höndum tekið. Þeir kokgleyptu allt sem í greininni stendur, gagnrýnislaust.
Ólafur Teitur Guðnason skrifar mjög góða svargrein við bullinu í Indriða, sjá HÉR . Endilega skoðið báðar greinarnar
![]() |
Keyptu þjónustu af 800 aðilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 6.2.2009 (breytt kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skil ekki VG. Ég hef staðið í þeirri trú að þeir væru á móti umhverfisspjöllum, í hvaða mynd sem þau birtast. Samkvæmt þessari frétt, þá er nýja umhverfisráðherfan bara á móti álverum.
![]() |
Álver í Helguvík en ekki á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 2.2.2009 (breytt kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946810
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvati Samfylkingarinnar að ganga í ESB eru tollahækkanir og Viðreisn villl búa til tíma fyrir hræðsluáróður og kjósa 2027
- Lögreglustjórinn og landamærin
- Rómverjar - sjálfbærni og líffræðileg fjölbreytni
- Leftistar eru að fatta að þeir hafa verið með allt í skrúfunni undanfarin 20 ár, hið minnsta... eða hvað?
- Fyndnir vinir, fundvísir fuglar og óvænt hámhorf
- Trump og Elon Musk í hár saman?
- Úkraínuflugskeyti á Trump?
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirburðakynstofn Gyðinga og síonismi
- Tvær ólíkar kannanir
- 70 þjóðir eru að endursemja sín tollamál við Bandaríkin - en hvar er Ísland?