Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir

Gallinn við umhverfisverndarsinna

Gallin við umhverfisverndarsinna er að röksemdir þeirra halda sjaldnast vatni. Þeir sem vilja nýta auðlindir okkar á skynsamlegan hátt gætu e.t.v. fagnað því, en ég geri það ekki. Ég vil að umræðan sé á rökréttum nótum frá öllum hliðum.

Ein af röksemdum Landverndar fyrir því að krefjast heildstæðs umhverfismats varðandi Helguvík, var sú umhverfisröskun sem línulagnir til álversins valda. En svo kemur í ljós að Reykjanesbær þarf á nýrri línlögn að halda hvort eð er. Þar með féll sú röksemdarfærsla Landverndar.

Það er ekki hægt að gagnrýna þá skoðun fólks að ekki megi raska umhverfinu, því það er smekksatriði og um smekk verður ekki deilt. En ég deili hins vegar harðlega á aðferðir umhverfisverndarsinna við að reyna að troða smekk sínum upp á annað fólk.

 


mbl.is Engin óvissa vegna orkuöflunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar fullyrðingar Saving Iceland

Hér eru nokkrar fullyrðingar úr  S.O.S. FROM ICELAND, grein um "Kárahnjúkavandamálið" eins og þeir kalla það.

"One of many effects the protests have had on the Icelandic nation is that people are now actually daring to change their minds about the dams".  Sennilega hafa engin mótmæli vakið eins hörð viðbrögð almennings og vitleysisgangur ungmennanna sem stóðu að mótmælum við Kárahnjúka og álver Alcoa í Reyðarfirði.

 "The term 'Kárahnjúkar problem' has become common usage in Iceland. People are now losing their jobs all over Iceland due to the unhealthy expansion of the small Icelandic economy caused by the massive Kárahnjúkar project". Atvinnuleysi um allt land?

"the dam is being built right in a seismically unstable area and would present a serious threat to the local population and environment". Furthermore, geologists point out that it is highly likely that the immense weight of water in the reservoir will create further fissures in the unstable geological crust and, as a consequence, will never be able to hold enough water to make the dam operational and endanger the safety of the local communities".

"Recent studies show that hydroelectric dams produce significant amounts of CO2 and methane - some produce more greenhouse gases than fossil-fuel power plants".

"The constantly fluctuating water levels in the reservoirs would cause dust storms and soil erosion which would have a devastating effect on the vegetation of the region. It is estimated that up to 3000sq km will be affected".

"Moreover, starving the marine life of the normal silt emissions would constitute a serious threat to the valuable Icelandic fishing grounds. Another recent study shows that the Icelandic glacial rivers have more beneficial effect on the planet's atmosphere than the combined rivers of the African continent".

"The dams would also destroy the breeding grounds of thousands of rare and "protected" birds, a substantial proportion of the reindeer population, and one of Iceland's largest seal communities".

"ALCOA does not only get the dams for free, courtesy of the Icelandic taxpayer, but according to the contract, ALCOA will demand compensation from the Icelandic taxpayer every day Landsvirkjun does not deliver the energy".

"the Icelandic government has advertised the Icelandic people in international trade magazines as a low-wage workforce ideal for primary production. This is in keeping with the growing gap between poor and rich under this government and the decline in health care and education"

"the sale of the cheapest energy in the world "

"ALCOA has bought its way into the US arm of World Wide Fund for Nature and as a result we have lost valuable support".

"Summer solstice in 2005 marked the beginning of a highly inspirational and unique event in the history of Icelandic activism. The international protest camps this year (2006) at Snæfell, Lindur and Reyðarfjörður attracted people from 18 different nationalities. Best of all, this summer saw many more Icelanders join the protests. We find that the camps and the direct actions of the last two summers have had a profound effect on Icelandic society by giving people the courage to make their voices heard after years of a repressive political atmosphere".

"One of many effects the protests have had on the Icelandic nation is that people are now actually daring to change their minds about the dams".

Ég pikkaði út það sem ég rak augun í og flutti það hér yfir í bloggið. Ég hefði getið haft þetta helmingi lengra og ég man ekki eftir að hafa séð eins mikið bull í einni grein áður. Og svo koma athugasemdirnar í lok greinarinnar sem eru á sömu nótum. Uppfullar af ranghugmyndum saklauss fólks, sem eðlilega veit ekki betur. Reyndar er engin athugasemd undir fullu nafni, en það kemur svo sem ekkert á óvart. Ef einhver trúir þessum fullyrðingum sem hér koma fram, endilega komið þá með rökstuðning fyrir því.

Þegar maður lítur yfir fleiri greinar á þessari heimasíðu, kemur í ljós að þessi grein er ekki verri en aðrar hjá Saving Iceland, hvað lygar, bull og ýkjur varðar. Ég velti því óhjákvæmilega fyrir mér hvað þessu fólki gengur til. Vondar manneskjur geta ekkert elskað, hvorki menn, dýr eða náttúruna.


Lygaáróður Saving Iceland

„StíflanÞað er afskaplega fróðlegt að skoða heimasíðu http://www.savingiceland.org/ Ég velti því fyrir mér hvort leyfilegt sé að halda hverju sem er fram án þess að standa ábyrgur fyrir því.

Færa má rök fyrir því að ef stór hópur fólks trúir því sem á síðunni er haldið fram, þá geti íslenska þjóðarbúið borið skaða af því. Menn eru dæmdir í háar fjársektir fyrir skrif sín á netinu, er þetta eitthvað öðruvísi?

Hægt er að bera niður á síðunni af handahófi til að benda á rangfærslur og lygar sem þar koma fram. Prófum HÉRNA  Þarna er hræðsluáróður og bull á háu stigi vegna jarðskjálftanna við Upptyppinga. Þar segir m.a. "Jökulsá á Fjöllum hosts Europe's most powerful waterfall, Dettifoss. The river runs through the protected canyon of Jökulsárgljúfur National Park and past the magical area of Hljóðaklettar, much loved by tourists. All this is now threatened by the man-made eruption." 

Ég mæli með því að einhver lögfróður einstaklingur skoði það, hvað sé leyfilegt og hvað ekki í þessum efnum. Þarna erum við ekki að tala um málfrelsi eða frelsi til að hafa skoðanir. Þarna erum við að tala um meiðandi lygaáróður gagnvart Landsvirkjun og þar með íslensku þjóðinni.


mbl.is Reistu táknræna stíflu við Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakúgun

brainwashred

Þetta lógó er frá Saving Iceland hópnum. Skemmtileg mótsögn í því vegna þess að sá félagsskapur beitir glæpsamlegum aðferðum og blekkingum við að reyna að fá almenning á sveif með sér.

Landvernd lét Þorstein Siglaugsson rekstrarráðgjafa og hagfræðing gera fyrir sig arðsemismat á framkvæmdinni við Kárahnjúka og skýrsla hans var vistuð lengi á heimasíðu Landverndar en virðist horfin þaðan núna. Sem er ekki skrýtið, því leitun er að vitlausara plaggi og ég var búinn að spá því að skýrslan yrði látin hverfa þegar sannleikurinn um rangfærslurnar kæmi í ljós. En svo rakst ég á hana, á ensku!, á heimasíðu Saving Iceland hópsins. Í skýrslu Þorsteins segir m.a.

"Looking at the exponential long-term price trend a realistic estimate might be a price of $1350/ton in 2008, falling by approximately 1,1% annually after that".

Þarna eru forsendur Þorsteins svart á hvítu, fyrir tapinu á Kárahnjúkavirkjun. Áltonnið er nú  3.120 $   og munar því "ekki nema" 140% sem raunverulegt álverð er hærra en í þeim forsendum sem Þorsteinn gefur sér.. Hvað er það á milli vina?

HÉR  er heimasíða Saving Iceland og það er sorglegt til þess að vita, ef hún hefur áhrif á plate_largegrandalausa einstaklinga. Á síðunni er fullyrt að Alcoa hafi með blekkingum fengið íbúa á Reyðarfirði í lið með sér og því til sönnunar birta þeir þessa mynd af vinkonu minni, brosandi með bílnúmeraspjald. Ætli forsvarsmenn síðunnar hafi spurt konuna hvort þeir mættu nota myndina í þessum tilgangi?

Vinnubrögð andstæðinga framkvæmdanna fyrir austan voru ömurleg og framkvæmdaaðilar í Helguvík geta farið að búa sig undir leiðindi af þessu tagi. Ég óska Suðurnesjabúum velfarnaðar í baráttunni sem framundan er.

Ps. Smá viðbót. Þegar Þorsteini Siglaugssyni hafði verið bent á ýmsar villur í forsendum sínum í arðsemisútreikningum sínum fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands, þá koma hann með "endurskoðað" arðsemismat stuttu síðar.

Almennar forsendur Þorsteins - Breytingar

Grunn-forsendur:Endur-skoðað
Stofnkostnaður: milljarðar króna á núverandi gengi.107107
Líftími:  ár6060
Heildarorkugeta virkjunar:  Gwst./ár.48905500
Ávöxtunarkrafa lánsfjár: að raungildi.6,87-9,96%13,64%
Ávöxtunarkrafa hlutafjár: að raungildi.4,07-4,67%7,32%
Orkuverð við upphaf fjárfestingartímabils:  kr./kwst.1,5-22
Þróun orkuverðs: árleg lækkun í samræmi við þróun álverðs1,00%2,00%
Rekstrarkostnaður:  milljónir/ár1500800
   
Tap milljarðar kr að núvirði22-5016-27

 Ef Þorsteinn hefði haldið sig við 1% verðlækkun á rafmagni eins og hann upphaflega gerði ráð fyrir, þá hefði virkjunin verið hagkvæm. Svo virðist sem Þorsteinn breyti forsendum eftir þörfum, til þess eins að fá óhagkvæma niðurstöðu.


mbl.is Framkvæmdir hafnar í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarefi?

Mynd 428751Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur verið vonarneisti stóriðju og virkjanaandstæðinga í núverandi ríkisstjórn. Til þess að vera samkvæm sjálfri sér, getur hún ekki annað en maldað í móinn til málamynda, að undirlagi Landverndar. Landvernd vill fara nýja leið í umhverfismati sem vissulega er heimilað í lögum, en það er að umhverfismat fyrir álverið eitt og sér nægi ekki, heldur þurfi að gera heildstætt umhverfismat fyrir framkvæmdina, þ.e. álverið, virkjun og línulagnir.

Ég hef ekki kynnt mér rökstuðninginn fyrir því að fara skuli þá leið í fyrsta skipti á Íslandi núna. Einhvern veginn finnst mér þessi lagaheimild og nýting hennar nú, vera einungis til þess fallinn að tefja málið. Þá er skrattanum skemmt.


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband