Umhverfisvænt?

Frá Hellisheiði Orkusóunn hefur hingað til ekki þótt umhverfisvænt fyrirbrigði. Þegar háspennulínur eru settar í jörð, þá verður umtalsvert orkutap miðað við loftlínur. Auk þess eru ýmsir tæknilegir meinbugir á jarðstrengjum þegar flytja þarf mikla orku og takmörk á lengd slíkra lagna miðað við núverandi tækni.

Ég er hlyntur því að háspennulínur séu sem mest neðanjarðar. Er bara að benda á að það er ekki einfalt mál.


mbl.is Stjórnarformaður OR vill línur meira ofan í jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög gott að losna við stauralínur úr túnum og víðar kringum bæi ,en það fylgir líka   töluverð hætta jarðstrengjum. Ummerkin um þá hverfa tiltölulega fljótt og æði oft er grafið í strengi við ýmsar framkvæmdir og því fylgir hætta.  Nú þegar liggja ljósleiðarar meðfram Suðurlandsveginum og þá verður að færa þegar   ráðist verður í breikkun vegarins. En að leggja háspennu jarðstrengi langar leiðir með margföldum kostnaði bara til að losna við línur það er nú varla verjandi ennþá . Sá aukakostnaður lendir bara á kaupendum. Íslendingar eru að verða svo fínir með sig að það má ekkert sjást ,en þó vilja menn hafa allt til alls.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Olgeir

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband