Færsluflokkur: Sakamál

AA menn

AA menn ... aðfluttir andskotar, var einhverntíma sagt um aðkomumenn, þegar þeir gerðu eitthvað af sér.

Þetta er allt að því skemmtileg óskammfeilni í strákpjakknum að brjótast inn í lögreglustöðina. En ég verð þó að segja að það er eins gott að lögreglan á Eskifirði er ekki meiri vopnum búin, úr því hægt er að nálgast þau vopn sem þeir hafa, með svona auðveldum hætti. Errm


mbl.is Spreyjaði piparúða á lögregluþjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber hann sinn kross í hljóði?

Ég hef ekki kafað djúpt ofan í þetta mál Gunnars í Krossinum, en ég verð að segja að málflutningur kvennanna (sem ég hef séð hingað til) er í mínum eyrum ótrúverðugur. Auk þess vakna upp spurningar um það hvort konurnar hafi hugsað þetta dæmi til enda í ljósi þess að málin eru fyrnd. Og ef það er embætti Gunnars sem sóst er eftir, þá held ég að hann léti það af hendi glaður, fyrir hreina æru. Þarna er greinilega mikið hatur á ferðinni sem í raun ómögulegt er að setja sig inn í.

gunnarkrossKonurnar sem bera Gunnar sökum, vita frá upphafi herferðar sinnar að Gunnar verður aldrei dæmdur fyrir meint brot sín. En vita þær fyrir víst að hægt sé að ráðast með þessum hætti á æru manns, án þess að geta lagt fram sannanir? Hvað finnst fólki almennt um það, þegar ásakanir eru bornar fram án haldbærra og lögfullra sönnunargagna? Eiga ekki að vera einhver viðurlög við því? Á þetta að vera hægt?

Þarf Gunnar Þorsteinsson að bera sinn þunga kross í hljóði það sem eftir er ævinnar?... vitandi að fullt af fólki úti í þjóðfélaginu telur hann vera kynferðisglæpamann?

Er Gunnar í Krossinum kynferðisglæpamaður? Tja.... þeirri spurningu er væntanlega ósvarað svo óyggjandi sé í hugum margra. 

Er þetta ekki dásamlegt?


mbl.is Gunnar játi og segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotinn með öfugar klærnar

Eru vinnubrögð Landsdóms í þessu máli það sem koma skal?

Það á auðvitað að vísa þessu máli frá. Þetta er tíma og peningasóun og málið er ekkert annað en hefndaraðgerð pólitískra andstæðinga. Það er ekki nokkur spurning að Geir verður sýknaður.

Ákæran á hendur Geir, er svartur blettur í lýðveldissögu þjóðarinnar.


mbl.is Krefst skipunar verjanda síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvelt að múta

dollaramerkiÉg er e.t.v. með einhverja staðalímynd af fangelsum og réttarfari í S-Ameríku í huganum, sem ég hef fengið úr "Dollaramyndunum" með Clint Eastwood. Errm

En er þetta samt ekki þannig þarna víða, að ef maður sýnir seðil, þá opnast ýmsar dyr..... bakdyr, jafnvel. Woundering 

Spillingin á Íslandi er ekki eins "brútal" og þarna suðurfrá, kann einhver að segja. En er það svo? Eru ekki afleiðingar bankahrunsins "brútal", fyrir tugþúsindir manna í landinu?

Viðmót þeirra sem tóku fólk í óæðri endan á Íslandi, var mjög kurteist og indælt, svona rétt á meðan þeir voru að því. En eftir að misnotkunin hafði átt sér stað..... ekkert... tómleiki... engin svör. Undecided 


mbl.is Enn í Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... eitthvað bilaðar

feministi"Hann segir að tilhneiging sé til að trúa því að konur sem fremji morð séu eitthvað bilaðar", segir prófessor í lögum. Errm

Það er athyglisvert að 2% þeirra sem dæmdir hafa verið til dauða fyrir morð í Bandaríkjunum eru konur en 10-12% þeirra sem fremja morð eru konur. FootinMouth

Ætli Sóley hausateljari viti af þessu?


mbl.is Konur eru 2% þeirra sem dæmdir eru til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekksatriði

Það er margt skrítið í henni Ameríku. Í sjónvarpi leyfa þeir hrottaleg rán, morð og nauðganir. Í réttarsölum þeirra varðar það fangelsisvist ef buxnastrengurinn hangir of neðarlega. Errm

sexy-ass-fail

Þessi hefði sennilega ekkert þurft að fara í fangelsi fyrir útganginn á sér.

sexy_keyra_

En hvað með þessa? Mér sýnist hún vera í alveg eins buxum og þessi sem er á efri myndinni. Buxnastrengurinn er á sínum stað. Má þetta? Blush


mbl.is Send í fangelsi fyrir lágan buxnastreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru reyndar 10 ár

morðÉg held að það sé öruggt að þarna er verið að tala um til og með þessum árum... og það gera 10 ár en ekki 9, eins og segir í fyrirsögn fréttarinnar.

Það gerir 1,9 morð á ári og afar fá lönd í veröldinni geta státað af eins lágri morðtíðni.


mbl.is 19 morð á 9 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannlegur harmleikur

Máltækið segir: "Margur verður af aurum api" en peningar gera fólki svo miklu verri grikk en það. Sumt fólk er ekki "köttað út" fyrir að eiga mikla peninga eða umgangast þá mikið. Það hefur ekki karakter í það, ... þegar til lengri tíma er litið Errm

Í gegnum viðtöl í fjölmiðlum við Jón Ásgeir og umfjallanir um hann, fær maður einhverja innsýn inn í persónuleika hans. Af einhverjum ókunnum ástæðum hef ég samúð með Jóni Ásgeiri en ekki með föður hans, "Papa Bónus". Sá gamli er útsmoginn refur sem kallar ekki allt ömmu sína. Sonurinn hefur lært samviskusamlega af föður sínum en er ólíkur honum á einu sviði. Syninum er ekki eðlislægt að vera forhertur. Forhersla hans er lærð, á meðan faðirinn er einfaldlega þessi manngerð.

Jón Ásgeir virkar á mig tilfinninganæmari en faðir sinn. Hann hefur í gegnum tíðina reynt að fela tilfinningahlið sína fyrir öðrum með töffaraskap en það er merki um óöryggi. Slíkt geð telst sennilega veikleikamerki í hörðum heimi viðskipta. En hegðan sonarins í félagi við föður sinn í viðskiptalífinu, er auðvitað kveikjan að nafngift Davíðs Oddssonar á drengnum, en það var eins og margir muna: "Götustrákur" og fékk Davíð bágt fyrir frá Samfylkingunni.

En hvað um það.... ég skynja mannlegan harmleik og sorg í þessu máli. Systkini berast á banaspjótum... og allt út af hverju? Jú, ... peningum.


mbl.is Systkinin ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkamál

Nú reita "Davíðshatararnir" hár sitt og skegg af bræði.

Þessi myndarlegi hópur sem heimtaði höfuð Davíðs haustið 2008, ættu nú ekki að vera í vandræðum með að öngla saman í samskotabauk fyrir góðum lögfræðingi svo hægt sé að útbúa einkamálaákæru á hendur þessum voðalega manni, þ.e.a.s. ef þetta fólk telur að ríkissaksóknari sé að gera einhverja vitleysu.

Niðurstaða ríkissaksóknara kemur varla í veg fyrir að einstaklingar geti ekki kært fjórmenningana og höfðað einkamál. Ég vona að það verði gert því annars fáum við að heyra um ókomin ár að spilling hafi ráðið för í niðurstöðunni.


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki á valdi kæranda að draga til baka

Það er ekki á valdi kæranda í líkamsárásarmálum að draga til baka kæru. Ég hélt að þingmenn þyrftu "pungapróf" í löggjöf, áður en þeir setjast á þing Errm


mbl.is Vill að ákæra verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband