Einkamál

Nú reita "Davíðshatararnir" hár sitt og skegg af bræði.

Þessi myndarlegi hópur sem heimtaði höfuð Davíðs haustið 2008, ættu nú ekki að vera í vandræðum með að öngla saman í samskotabauk fyrir góðum lögfræðingi svo hægt sé að útbúa einkamálaákæru á hendur þessum voðalega manni, þ.e.a.s. ef þetta fólk telur að ríkissaksóknari sé að gera einhverja vitleysu.

Niðurstaða ríkissaksóknara kemur varla í veg fyrir að einstaklingar geti ekki kært fjórmenningana og höfðað einkamál. Ég vona að það verði gert því annars fáum við að heyra um ókomin ár að spilling hafi ráðið för í niðurstöðunni.


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef vinstrimenn eru "Davíðshatarar", eru hægrimenn þá "Jóhönnuhatarar"?

Kemur þessu máli reyndar ekkert við.... en samt smá!

Skúli (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er erfitt að hata Jóhönnu. Hlæja kannski smá að henni... en ekki hata

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 16:41

3 identicon

"Það er erfitt að hata Jóhönnu. Hlæja kannski smá að henni... en ekki hata"

Ekki það að ég sé vinstrimaður en ... kannski vegna þess að hún hefur ekki valdið heimilum landsins og fyrirtækjum jafn miklum skaða? Henni mun þó sjálfsagt takast það hafi hún nægan tíma.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:33

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jóhanna, sú ágæta kona hefur aldrei gert neitt fyrir fólkið í landinu, það er nú alveg á hreinu, og henni er að takast það að valda óbætanlegum skaða eftir aðeins nokkra mánuði við stjórnvölin....

Skjaldborg hennar og félaga er eins og forboðna borgin var í Kína, þangað fer almeningur ekki inn..

Þegar ég keypti mitt fyrsta hús í félagslega kerfinu svo kallaða var Jóhanna félagsmálaráðherra og afborgunin af mínu húsi hækkaði um 100% í hennar stjórnartíð vegna ákvarðana sem hún tók...

En ekki hata ég Jóhönnu frekar en Davíð, en bæði eiga það sameignlegt að vera hrokafull og þekkja ekki sinn vitjunartíma...

Eiður Ragnarsson, 16.6.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband