Er hroka Davíðs um að kenna?

Seðlabankastjórar víða um heim eru orðvarir menn, en ekki á Íslandi. Á Íslandi tjáir seðlabankastjórinn sig um hápólitísk álitamál og setur þau fram eins og HANN sé búinn að ákveða hvernig hlutirnir verði gerðir. Ég er farinn að hallast að þeirri skoðun að harðorð ummæli Davíðs í Kastljósþættinum fræga, að ríkissjóður ætlaði sér ekki að borga skuldir óreiðumanna, séu að bíta okkur í rassgatið í dag.

Ég held að meirihluti þjóðarinnar sé reyndar sammála því að það er hreinlega óraunhæft að svona lítil þjóð standi skil á hruni af þeirri stærðargráðu sem varð í bönkunum þremur, þar sem icesave-reikningar Landsbankans standa auðvitað upp úr eins og borgarísjaki í molnuði íshraflinu. Ég er einnig sannfærður um það að bæði Bretar og Hollendingar gera sér grein fyrir hinu sama en það icesavehljóp eðlilega þverska í þá þegar stjórnvöld hins íslenska ör-ríkis, með að því er virðist seðlabankastjóra í stafni skútunnar, talaði niður til margfalt öflugri ríkja í valdsmannslegum tón.

Ég veit að ég sveiflast í þessum málum eins og Ragnar Reykás, enda hef ég ekkert vit á þeim, en svona blasir þetta við mér í dag. Hvað eru íslenskir ráðamenn farnir að halda að við séum?

Stolt og sjálfsálit eru auðvitað ágætir kostir en það þarf eitthvað "dash" af diplómasíu í jöfnuna líka. Við erum ekki í aðstöðu til að vera hrokafullir en við getum heldur ekki látið bjóða okkur hvað sem er. Versta martröð Geirs Haarde er að rætast, IMF er að kúga okkur. Það þarf ekki fleiri vitnanna við.

 


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gunnar.....það verður að mynda hér utanþingsstjórn strax og skipta um alla toppa í stjórnsýslunni.    Við erum ekki í stöðu til að leyfa okkur neitt annað. Það eru allir rúnir trausti og ámeðan er ekki talað við okkur.  Ég held að DO hafi gert þarna mikið ógagn

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í téðum Kastljóþætti talaði stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson. Hann hefur aldrei gert sér grein fyrir því að nú er hann embættismaður.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Maður er eiginlega orðlaus yfir þessari stöðu sem upp er komin

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hann sagði líka í þessum þætti að hann hefði aldrei mært útrásarvíkingana. Fréttablaðið birti daginn eftir brot úr nokkrum ræðum hans sem sýndu fram á hið gagnstæða. Ekki er gott heldur að hafa ljúgandi seðlabankastjóra. Annars hef ég alltaf haft álit á kallinum þar til að hann fór að blammera fólk sem var að sækja sér aðstoð frá mæðrastyrksnefnd. Þá komst ég að því hvernig persónu hann hafði að geyma.

Pétur Kristinsson, 12.11.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband