Ein rödd eða lýðskrum?

rich_poor Hvað eiga þeir sem mótmæla réttilega á Austurvelli sameiginlegt? Mig grunar að það sé heldur fátt og aðeins einn stjórnmálaflokkur geti tekið undir ræðurnar sem fluttar voru, nefnilega V-grænir. Ég leyfi mér að efast um að allt fólkið sem mætti ætli sér að kjósa þann flokk í næstu kosningum.

Ég heyrði að ræðumennirnir töluðu mikið um lýðræðið og í einu orðinu að valdið væri fólksins, en í hinu orðinu að stjórnvöld lítilsvirtu lýðræðið. Þá varð mér hugsað til þess hvernig þetta fólk notaði lýðræðilegan rétt sinn til þess að hafa áhrif. Mætir þetta fólk á fundi stjórnmálaflokkanna? Skráir það sig í stjórnmálaflokka og mætir það á landsfundir þeirra þar sem stefnan er mörkuð? Mætir þetta fólk á fundi verkalýðshreyfinganna? Tekur það þátt í starfi þeirra?

Það hefur verið vandamál í mörg ár hversu lítil þáttaka almennings er í flestum stjórnmálaflokkum og verkalýðshreyfingum. Þetta eru ólaunuð störf og þau krefjast fórnfýsi og áhuga þeirra sem vilja hafa áhrif. En það er voðalega þægilegt að gagnrýna á mótmælafundum og tala í frösum á fjölmennum fundum þegar athygli fjölmiðla beinist að þeim. En fjölmiðlarnir eru ekki á vettvangi þegar hin raunverulega vinna fer fram og þá virðist áhugi hrópandans í eyðimörkinni dofna. Einhvers staðar væri þetta kallað hræsni.  

Það fór um mig kjánahrollur að sjá fólk með grímur fyrir andlitinu með mótmælaborða. Þetta voru ekki unglingar svo ekki hafa þau þá afsökun. Ég votta heiðarlegu fólki sem mótmælti á Austurvelli í dag samúð mína.

antiwar_protesters


mbl.is Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óþarfi að samhryggjast, þessir fundir er jákvæðir og til fyrirmyndar að flestir hafi stjórn á sér þrátt fyrir ærin æsingarefni.  Þegar búið er að moka flórinn í alþingi, þá kannski má moka stóriðjufjósið?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:59

2 identicon

Það er skrýtið ef það eru bara Vg sem vilja spillingarlaust Ísland. Alla vega var ég sammála því sem sagt var á þessum fundi og ekki er ég í VG.

Valsól (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef það hefði nú bara verið það sem talað var. Allt heiðarlegt fólk vill spillingarlaust umhverfi og stjórnmálaflokkur sem ætlar að hafa það fyrir slagorð fær í mesta lagi atkvæði einfeldninga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband