Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aðildarviðræður er ekki sama og innganga

Ég er hlyntur því að teknar verði upp aðildarviðræður við ESB, það er varla hættulegt. Miðað við þær forsendur sem ég hef í dag, þá kysi ég nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, en málið er að ég hef ekki allar þær upplýsingar sem ég vildi hafa, til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um málið. Til þess að fá allar upplýsingar um málið, þá þurfum við að fara í aðildarviðræður.

Þeir sem eru harðir á móti aðild, benda á Norðmenn og segja að þeir séu ríkasta þjóð í heimi og eru ekki í ESB. En þeir hafa líka kosið um málið tvisvar og hafnað aðild í bæði skiptin. Auk þess er það ekkert skrítið að gyðingar norðursins sé ríkir, með allan sinn olíusjóð.


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkur sækir líkan heim

communist_party_t-shirtÞeir féllust í faðma, Castro og Chavez. Þeir eru ekki margir stjórnmálaleiðtogarnir í veröldinni sem eru til í innileg faðmlög við þessa tvo herramenn, þó kannski leiðtogar N-Kóreu og Kína. Kannski Íslands, ef boðað verður til kosninga fljótlega og Steingrímur Joð verður forsætisráðherra.

 

mome8_communist_zombies

 

 

 


mbl.is Raúl Castro í Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Umræðupólitíkin" í hnotskurn?

geiriogsollaMér þykir það stórfrétt, að Samfylkingin skuli hóta samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn með þessum hætti. Sjálfstæðisflokknum er stillt upp við vegg: "Ef þið hafið ekki sömu skoðun og við, þá slítum við stjórnarsamstarfinu".

Er þetta "umræðupólitík"Samfylkingarinnar í hnotskurn?


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME verður fórnað

Ég spái því að Fjármálieftirlitið verði gert að sökudólgi, en þeim til málsbóta verður alþjóðlegri krísu kennt einnig um, óyrirséðri og fordæmislausri þróun, lánsfjárþurrð o.s.f.v.  Ef Alþingismönnum og/eða ráðherrum verði gert að sæta ábyrgð, þá sleppa sennilega þingmenn VG, því þeir sitja yfirleitt hjá í öllu sem kosið er um. 

mbcn469l


mbl.is Samstaða um rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin starfhæf?

Ég hef áður bloggað um sofandaháttinn í Björgvin G. Sigurðssyni, en nú er maður eiginlega kjaftsopp. Maðurinn hlýtur að vera á einhverskonar þurrafylleríi. Og formenn stjórnarflokkanna... verkstjórarnir, þeir eru auðvitað ekki að standa sig. Hvað er gert í einkafyrirtækjum þegar stjórnendur ráða algjörlega vanhæfa millistjórnendur? Jú, ég skal svara því; Það er hreinsað til í fyrirtækinu og hæfari aðilar látnir taka við.

Ég hef farið mikinn hér á síðunni og látið VG farið í taugarnar á mér, en ég er farinn að efast um að þeir geti verið verri stjórnendur en þeir sem sitja við völd núna. Að láta endurskoanda endurskoða sjálfan sig hljómar ekki sérlega vel í mínum eyrum og að ráðherra bankamála skuli ekki einu sinni vita af því í heila tvo mánuði.... tja.. hvað á maður að segja?

Púðurtunnan í Seðlabankanum er ekki í neinu sambandi við bankamálaráðherrann og allir vita um hið ljúfa samband hans við utanríkisráðherrann. Ég efast um að þau sendi hvoru öðru jólakort, hvað þá afmæliskort. Og nú virðast samskipti hans við flokksfélaga sinn, forsætisráðherrann, vera að kólna. Einnig við menntamálaráðherrann og varaformanninn Þorgerði Katrínu. Svo er manni sagt að fjármálaráðherrann sé drykkjusjúkur og það renni vart af honum.

Ég er búinn að fá nóg af þessu rugli.  


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungliðahreyfing VG?

Stór hluti þjóðarinnar er ósáttur við ástand mála. Þessir krakkabjálfar eru engum málstað til framdráttar og koma bara óorði á heiðarleg mótmæli. En ég skal éta hattinn minn ef þetta unga fólk er ekki á mála hjá VG að mestu leyti, kannski fáeinir úr ungliðahreyfingu Samfó líka. Og hvað eiga þessir andlitsklútar að þýða? Réttast væri að rífa af þeim klútana og bleyta þá í brenninetluvökva og flengja þá á beran bossan með þeim. Joyful

Það sem er þó kannski mest sláandi við svona hegðun er að sumir þingmenn VG telja þetta málstað sínum og sínum flokki til framdráttar og vilja þá nefna hér eitt nafn, nefnilega Álfheiði Ingadóttir

46788JOrN_w


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða viðhorf?

Hvaða viðhorf nákvæmlega, eru mótmælin að endurspegla? Að ríkisstjórnin segi af sér? Að Davíð verði rekinn? Að ganga í ESB? Að Kjósa strax? Kjósa í vor? Björgvin segi af sér? Árni Matt? Geir? Ingibjörg? Að fá Steingr. Joð seð forsætisráðherra?

Á þessum mótmælafundum sem V-grænir stjórna (70% úr þeirra röðum fá að halda ræður en flestum öðrum synjað) kemur hver slagorðasleggjan á fætur annarri og steitir hnefan og gargar. Það getur vel verið að akkúrat það endurspegli hug þjóðarinnar, því fólk er bæði reitt og örvæntingarfullt. En þeir sem mæta eru ekki allir í VG og fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvað beri að gera og skilaboð ræðumannanna eru ekki allra. Mómælafundirnir endurspegla óánægju með þær ógöngur sem þjóðin er komin í, en hún endurspeglar ekkert hvað fólki finnst vera besta leiðin út úr vandræðunum.

antiwar_bombforpeace


mbl.is Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirboðin byrjuð

sjsÉg held að það sé alveg ljóst að það verður að gera eitthvað fyrir skuldugan almenning á næstu mánuðum, á meðan við erum að ganga í gegnum versta kúfinn. En ég tek öllum tillögum frá VG, stjórnarandstöðuflokknum sem heimtar kosningar sem fyrst, með miklum fyrirvara. Það er upplagt fyrir þá að slá um sig með óábyrgum tillögum sem hljóma vel í eyrum almennings. Það er auðvitað ávísun á vinsældir.

Frjáshyggjustefnan, sem Steingrímur segir að sé upphaf og endir alls ills, gerði það að verkum að kaupmáttur launa jókst hér meira en annarstaðar á vesturlöndum. Nú er kaupmátturinn svipaður og hann var 2005, svo ástandið að því leitinu er kannski ekki svo slæmt. Vandamálið er hins vegar að fólk skuldsetti sig í samræmi við tiltölulega stöðugt ástand og þær forsendur hafa brugðist. Þess vegna er nauðsynlegt að grípa til róttækra úrræða. En það verður að vera ábyrg úrræði, en ekki í formi yfirboða í vinsældakosningum.


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt yfirklór

ráðherraÞó Forsætisráðherra sé yfirmaður Seðlabankans, þá er Björgvin yfirmaður bankamála. Það, að hann viðurkenni kinnroðalaust að hafa ekki hitt seðlabankastjóra í heilt ár, segir mér að hann skilji ekki sitt hlutverk sem ráðherra. Það er hlutverk ráðherra bankamála að sjá til þess að hann fái allar upplýsingar frá fyrstu hendi. Björgvin svaf Þyrnirósarsvefni í þægilegum ráðherrastólnum og sýndi með því vanhæfi í starfi.

Burt með Björgvin! 


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðrómurinn er þá sannur

Er það eðlilegt að viðskiptaráðherra boði ekki til sín á fund, þá helstu aðila sem um fjármál fjalla í landinu. Það er ekki eins og hvílt hafi einhver lognmolla yfir fjármálalífinu á Íslandi frá því bankarnir voru einkavæddir og allra síst á síðustu misserum.

Því var hvíslað að mér fyrir nokkrum mánuðum síðan, að Björgvin G. kynni ekki að vera ráðherra. Að hann væri sambandslaus við helstu aðila fjármálalífsins og gerði ekkert í því að kynna sér hlutina frá fyrstu hendi. Þegar ég heyrði þetta fyrst, þá fór það inn um annað eyrað og út um hitt, eins og gjarnan gerist þegar ég heyri kjaftasögur. En nú hefur greinilega komið í ljós að þessi kjaftasaga á við rök að styðjast.

Björgvin G. Sigurðsson hlammaði sér í ráðherrastólinn að loknum síðustu kosningum, sæll og glaður. Draumur hans hafði ræst og markmiðinu var svo kyrfilega náð, að hann gleymdi sér í alsælunni. Viðskiptaráðherrann hefur stutt sig við skófluskaftið í stað þess að moka, á sinni stuttu ráðherratíð. Kannski þarf að kenna honum að vera ráðherra, kenna honum að moka. Það er ekki gott að vakna upp úr alsæluástandi og uppgötva að forgangsverkin voru vanrækt. Slíkt getur verið afar óþægilegt á ögurstundum.

no-toilet-paper


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband