Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvað hefðu margir úr þessum hópi mótmælenda mætt við sendiráð USA ef Hamas-samtökin væru hægrisinnuð en ekki til vinstri eins og þau eru skilgreind? Eða í mótmælin yfir höfuð? Hmmm.... ég giska á....enginn. Og mikið rosalega er þetta hallærislegt að hylja svona andlit sitt eins og bófi. Eða er e.t.v. verið að koma í veg fyrir að það sjáist að þetta er sama fólkið og brýtur rúður og kastar eggjum í öðrum mótmælum?

![]() |
Mótmæla við bandaríska sendiráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ástþór Magnússon Wium, fyrrverandi næsti forseti Íslands, gagnrýnir Dorrit forsetafrú harkalega í ÞESSUM pistli í dag á bloggsíðu sinni. Alltaf finnst mér gagnrýni missa marks, þegar menn gæta ekki hófs í orðavali sínu. Kurteisi kostar ekkert, en ef menn vilja vera orðhvassir, þá er það alvega hægt án dónaskapar.
En ég segi nú bara: Viljum við henda okkur ofan í þá ormagryfju sem deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins eru? Það eina sem við fengjum fyrir að skipta okkur af þessu væri annaðhvort andúð Bandaríkjamanna og gyðingasamfélagsins á okkur, eða grimmúðlegt hatur múslima.
Spurning hvort sé skárra.
![]() |
Óverjandi aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.12.2008 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
"Lögregla telur mótmælendur hafa verið heldur færri en skipuleggjendur, eða um 400 - 500."
Ég reikna nú með að þetta séu einhver mismæli hjá lögreglunni... en þetta er samt svolítið fyndið. Þeir sem vilja veg mótmæla sem mestan, telja að mótmælendur hafi verið helmingi fleiri, eða 1 þúsund. En skiptir það virkilega einhverju máli. Töldu aðdáendur mótmælanna alla sem voru á ferli í miðbænum með, á sama tíma og mótmælin fóru fram?
Það var farið af stað með miklu offorsi af hálfu skipuleggjenda þessara mótmæla, en það mun víst vera að mestu fólk úr röðum V-grænna sem hafa átt veg og vanda að þeirri skipulagningu, t.d. hverjir fái að halda ræður o.þ.h. Sumir dásömuðu ræðu lögfræðingsnemabjálfa sem hótaði að draga stjórnarþingmenn þjóðarinnar út úr Alþingishúsinu með valdi, ef þeir segðu ekki sjálfviljugir af sér. Þingmennirnir fengu viku frest og sá frestur er löngu útrunninn. Hnefasteitingar og öskur í hljóðnema á Austurvelli skilar auðvitað engu, nema e.t.v. æsingi sem gæti skilað okkur limlestingum og jafnvel dauða. En kannski er það það sem þetta fólk vill, til þess að koma öllu endanlega í bál og brand.

![]() |
Friðsamleg og málefnaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mér sýnist að Björgvin G. Sigurðsson hafi haft fókusinn á röngum stað, í aðdraganda bankakreppunnar. Myndin hér til hliðar náðist af ráðherranum í sinni daglegu "íhugun".
Ingibjörg Sólrún var spurð að því um daginn hvort hún hefði hugsað nógu skírt, dagana um og eftir hina erfiðu höfuðaðagerð, sem hún gekkst undir í upphafi bankakreppunnar.
Ingibjörg svaraði; "Já,, sei, sei, já! Það er ekki eins og aðgerðin hafi farið fram á rassinum á mér!"
![]() |
Enn ósamið um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2008 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Herra Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, var duglegur að mæra "útrásarvíkingana" þegar allt virtist leika í lyndi. Það væri synd að segja að Hr. Ólafur hafi setið á friðarstóli þau 12 ár sem hann hefur setið í embætti og andstæðingar hans og hatursmenn vil ég segja, hafa í hæðnistón bent á hve Forsetinn virðist hafa verið í miklu vinfengi við auðmenn á umliðnum árum. Þessi gagnrýni er ekki að koma fram fyrst núna, heldur hefur hún heyrst með reglubundnu millibili undanfarin ár. Gamli Allaballinn hafði skipt um ásjónu; úr ábyrgðarfullum hagsmunagæslumanni lítilmagnans, í þotukall með "Nýríkum Nonnum"
Nú virðist vera að koma í ljós að eignir Landsbankans hrökkva engan veginn til upp í skuldirnar vegna Icesave reikninganna og það borgar sig ekki að selja eignirnar fyrr en eftir ca. 4 ár, ef hámarka á verðgildi þeirra. Það er því ljóst að almenningur þarf að taka allan skellinn vegna þessara skulda til að byrja með. En eftir stendur, þrátt fyrir sölu eigna og bara vegna Icesave, um 250 miljarðar sem almenningur þarf að borga, þegar reiknaðir hefur verið inn í dæmið kostnaður erlendra gjaldeyrislána.
Þá blasir við almenningi nöturleg staðreynd. Einkaþoturnar og ferðir Forsetans í þeim, voru borgaðar úr vösum almennings. Ofurveislurnar sem haldnar voru, bæði hérlendis og erlendis, voru borgaðar úr vösum almennings. Sumarbústaðir auðmannanna, sem sumir hverjir kostuðu hundruðir miljóna, voru borgaðir úr vösum almennings. Allt sukkið var borgað úr vösum almennings.
Árni Mathiesen var spurður að því um daginn, hvort frysta ætti eignir auðmannanna strax vegna bankahrunsins. Árni svaraði því á þann veg að það þætti honum afleit hugmynd. "Við viljum ekki haga okkur á sama hátt og Bretar gerðu, þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalögin". Þetta þótti mér ekki gott svar. Ef það er einhver lagaleg smuga, þá auðvitað að frysta eignirnar strax, þó ekki væri nema vegna þess að eignamennirnir sæta mikilli tortryggni almennings vegna ástandsins. Frysting þýðir bara frysting, ekki eignaupptaka og ef einhver vanhöld eru á lögmæti slíkrar frystingar, þá hlýtur að vera hægt að beita fyrir sig rétti stjórnvalda til setningu neyðarlaga.
Mér heyrist á þeim sem mótmælt hafa hvað harðast undanfarnar vikur, séu að hvetja til enn harkalegri mótmæla eftir áramót. Það kæmi mér ekki á óvart þó þeim yrði að ósk sinni og að einhverjir gangi af göflunum með hugsanlega sorglegum afleiðingum fyrir einhverjar einstaklinga, hvort sem þeir verða úr röðum mótmælendanna sjálfra eða lögreglunnar. Stjórnvöldum ber skylda að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist.
![]() |
Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sendiráð Íslands í Berlín er á dýrasta bygginarreit borgarinnar og kostnaðurinn við bygginguna fór langt fram úr áætlunum. Mér skilst að Íslendingar hafi fengið lóðina gefins fljótlega eftir seinna stríð. Umtalsvert fé fengist fyrir þessa fasteign í dag.
Svavar Gestsson er sendiherra í Kaupmannahöfn. Það væsir ekki um hann þar í gríðarlega stóru húsnæði, með gestaherbergjum og móttökusal. Húsnæðið er vannýtt og miklu ódýrara væri að leigja móttökusal fyrir sérstök tilefni, en að eiga þetta húsnæði á rándýrum stað í borginni.
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég vil ekki að ég sé missklinn varðandi kjör aldraðra og öryrkja, þau mættu og hafa alltaf mátt vera betri, en mér hefur lengi fundist verkalýðsforystan og stjórnmálamenn sem kennt hafa sig gjarnan við hina vinnandi alþýðustétt, gleyma að mestu því sístritandi fólki. Fólkið sem er á vinnumarkaði heldur uppi velferðarþjóðfélaginu, án þess væru öryrkjar og eldriborgarar í slæmum málum. En þessir forystumenn eru niðunjörvaðir í slagorðasmíði fyrir hagsmunahópa sem eru ekki á vinnumarkaði. Vitur maður byggir hús á kletti og verkalýðsforystan á að hafa verkalýðinn í forgangi hjá sér og beina allri sinni orku í að verja hagsmuni hans. Ef þeir hagsmunir eru fyrir borð bornir, þá verður ekkert til skiptanna fyrir aðra.
Það er gott að verkalýðssamtök starfi með og í samráði við ríkjandi stjórnvöld á breiðum grundvelli, en þegar samstarfið strandar á að ekki sé leystur vandi bótaþega, þá velti ég því fyrir mér hvort ekki sé best fyrir alla aðila að aldraðir og öryrkjar hafi sín eigin hagsmunasamtök sem berjist fyrir þá, en beiti ekki verklýðssamtökum fyrir sig. Verður kjarabaráttan ekki beittari þannig?
A working class hero is something to be
![]() |
Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er ánægjulegt að sjá fólk úr öllum flokkum leggja fram þetta frumvarp. Katrín Jakobsdóttir er eiginlega eini þingmaður VG sem mér hugnast því hún beitir ekki fyrir sig kommúnistafrösum í tíma og ótíma.
Við skulum vona að bresku kratarnir fái að blæða fyrir aðgerðir sínar.
![]() |
Mál verði höfðað gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Öragnirnar í grímunum er enn einn viðbjóðurinn sem fyllir fólk og náttúru - mengar
- Lykilmaðurinn Daði Már
- "Ég fyrirlít skoðanir þínar"
- Verðlaun Ungs jafnaðarfólks og Rauðu Khmerarnir
- Frumsýning á Sumar á Sýrlandi
- Evrópa ætlar í stríð
- If All Else Fails, They Take You to War
- Samfélag með lokuð eyru, og opið veski
- „Tiltekt“ Jóhanns Páls og Sigurjón
- Píratar hóta morðum