Ef þeir hefðu verið grímuklæddir...

funny-surgical-mask-2Ef Klemenssynir hefðu verið grímuklæddir, þá hefði sennilega verið allt í lagi með að haga sér eins og þeir gerðu, þannig að það voru einu mistök þeirra. Þeir eiga ekkert að þurfa að segja upp fyrir þessa yfirsjón sína. Áminning um að muna eftir grímunum næst ætti að vera nóg.

Einn hinna grímuklæddu mótmælenda sem voru á staðnum er prestur og annar er sálfræðingur. Þeir eru hólpnir því þeir gerðu ekki sömu mistökin.

 


mbl.is Afhenda uppsagnabréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Nú átta ég mig ekki alveg á hvað þú ert að fara.  Áttu við að það sé í lagi að ógna fólki og svo framalega sem fólk er grímuklætt?

Jón Kristófer Arnarson, 12.1.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem notast við grímur, telja sig geta skemmt hluti og ráðist inn í einkalíf þeirra sem ekki nota grímur í mótmælum, án þess að þurfa að svara til saka.

Grímupakkið er úti á þekju og Þetta átti að vera kaldhæðni hjá mér

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þú ert þá sammála mér um að framkoma Klemmanna hafi verið óásættanleg, með eða án grímu?

Jón Kristófer Arnarson, 12.1.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var ekki á staðnum og get því ekkert sagt um það, aðdragandinn að þessu hefur ekki verið sýndur. En að hreyta ónotum í fólk eða steyta hnefann framan í það er ósmekklegt. Ég hef hins vegar óbeit á þessu grímustússi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

BWAHAHAHAHAHA......fyndinn pistill, Gunnar, meira af þessu!

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 15:03

6 identicon

Gunnar skilurðu virkilega ekki muninn á því að ráðast gegn valdastofnun og því að steyta hnefann framan í fólk sem stendur tómhent á götunni, grunað um rangar stjórnmálaskoðanir?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert til sem heitir "röng stjórnmálaskoðun". Arfavitlaus... já. Röng...nei

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 15:24

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér, Gunnar. Í Sovétríkjunum höfðu margir rangar skoðanir. Í Hitlers-Þýskalandi var líka til fólk með rangar skoðanir. Og þetta fólk var ofsótt og drepið.

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 17:25

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það var þar, við erum hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 18:23

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Baldur Hermannsson;  "Í Sovétríkjunum höfðu margir rangar skoðanir. Í Hitlers-Þýskalandi var líka til fólk með rangar skoðanir. Og þetta fólk var ofsótt og drepið."

En þar var enginn drepinn fyrir að hafa arfavitlausar skoðanir!   

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 12.1.2009 kl. 18:25

11 identicon

þ. þetta er alvarlegt mál þar sem þarna er á fer hagfræðingur seðlabankans, annarstaðar í heiminum veri þetta heims frétt og hann látin fara á stundini. þetta er ekki til þess að auka trúveruleika seðlabankanns að einn hagfræðingur hanns sé gangandi um með ofbeldi og hótunum, þegar aðal vandamál seðlabankans er að hann hefur eingan trúverðuleika. hann er í þeirri stöðu annað en mótmælendurnir að hann gegnir ábirðar miklu opinberu hlutverki.

þetta er bara útursnúningur hjá þér

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:25

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða bull er nú þetta, Bjöggi? Svona maður er gerður að seðlabankastjóra því hann þarf að geta barið frá sér.

Rosa stuð á bóndanum í dag! Ertu búinn að mjólka?

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 18:52

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Baldur.  Það eru skilaboð til þín á blogginu þínu.

Sigurbjörn Friðriksson, 12.1.2009 kl. 19:41

14 Smámynd: Dunni

Klemmarnir eru Knoll & Tott 21. aldarinnar.  Þeir eru harðari af sér en forverarnir sem létu sér nægja að gera at í ættingjum og nágrönnum.  Klemmarnir eru náttúrulega búnir að sjá Rambó marg oft og því er hegðun þeirra skiljanleg.  En er þetta það sem við viljum? 

Dunni, 12.1.2009 kl. 20:02

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dunni, orð dagsins: ich bin ein Klemenzson!

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 20:21

16 identicon

Föndri og Undri klemmskamm eru miklir menn að koma fram grímulausir og steyta hnefann framaní fólk, annar á sinn þátt í að gera seðlabankann gjaldþrota fyrstan allra seðlabanka í heiminum, dágott heimsmet þar og er enn að, hinn virtist kvalin af lífsviðbjóði og skömm,ég þakka guði fyrir finnskan uppruna minn

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:52

17 Smámynd: Sigurjón

Eva: Hótel Borg og Stöð 2 eru ekki valdastofnanir!  Ef þeir mega ekki fara niður í bæ og mótmæla, af hverju mega það þá aðrir?

Sigurjón, 12.1.2009 kl. 23:58

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úff þá er nú útlitið svart ef það er eitthvað til að þakka fyrir....

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 23:59

19 identicon

Hótel Borg og Stöð 2 voru vettvangur valdastofnunar sem verið var að ráðast gegn. Að sjálfsögðu er þessum mönnum frjálst að fara niður í bæ og mótmæla. Þeim er hinsvegar ekki frjálst að ógna fólki.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:54

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólkinu sem var innandyra á Hótel Borg, fannst því ógnað af múgnum sem barði alla glugga af offorsi.

En það var allt í lagi, berserkirnir báru grímur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 01:08

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er góður punktur hjá þér Gunnar. Ég held að það sé full ástæða fyrir mótmælendur að hafa verlegar áhyggjur af þessari þróun mála. Klemmarnir eða aðrir útsendarar ríkisvaldsins gætu nefnilega mætt næst með grímur. Eru vopnin þá ekki farin að snúast illa í höndum mótmælenda

Guðmundur Jónsson, 13.1.2009 kl. 08:21

22 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Guðmundur Jónsson;  Mjög þörf ábending og í tíma töluð.  Það er aldrei að vita hvað vinnandi fólk gerir þegar það hefur fengið nóg af þessum ólátaskríl sem hefur aldrei dýpt hendinni í kalt vatn, hvað þá unnið ærlegt handtak alla sína hundstíð.

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 13.1.2009 kl. 11:06

23 identicon

Klíkustríð þekkjast í flestum löndum Evrópu. Ef stjórnvöld halda áfram að hundsa kröfur almennings þá eru óeirðir og klíkustríð óhjákvæmileg. Þetta er allt í þeirra höndum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:12

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Grímuliðið.... eru það fulltrúar almennings?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 18:03

25 identicon

Nei, grímuliðið er bara sínir eigin fulltrúar, rétt eins og þú ert þinn eigin fulltrúi. Grímuliðið talar mikið um að samfélag ætti að byggja á þátttöku almennings og það eru alls ekki allir sammála því atriði. Hinsvegar eiga grímuliðið, raddir fólksins, vinstri grænir, svekktir Sjálfstæðismenn, húsmæður í Vesturbænum og kallinn hann Gunnar Th. Gunnarsson það sameiginlegt að vilja að óhæft fólk víki sæti og að upprættur verði möguleikinn á því að örfáir einstaklingar geti öðlast slík völd að hægt sé að setja þjóðina á hausinn án þess að hún fái einu sinni að vita hvað er að gerast.

Ef þessi krafa verður hundsuð miklu lengur, þá munu óeirðir brjótast út, hvort sem mér og þér líkar betur eða verr og við eigum það líka sameiginlegt að líka það verr.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:49

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sama hefur verið að gerast í öðrum löndum, bankar að hrynja og fyrirtæki í gjaldþrot, vaxandi atvinnuleysi o.fl.

Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Hollands, Belgíu.... engir seðlabankar hafa getað staðið undir að hjálpa bönkunum í þessum löndum, heldur hefur ríkissjóður þessara landa og skattgreiðendur þurft að borga brúsann. Ekki eru kröfur um að seðlabankastjórar þessara landa eða stjórnmálamenn séu vanhæfir og þurfi að segja af sér vegna kreppunnar.

Mér fannst það verulega ógeðfelt það sem ég sá í fréttunum í kvöld. Grímuklæddur maður gekk ógnandi að Forsætisráðherra landsins og öskraði framan í hann "Drullaðu þér í burtu!".

Svona vilt þú hafa mótmæli... ekki ég.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 22:50

27 identicon

Ég vil bara mótmæli sem virka Gunnar minn, það er leiðinleg staðreynd en staðreynd engu að síður að það eru harðar aðgerðir skila árangri. Nú er t.d. búið að auglýsa stöður bankastjóranna. Ef dónaskapur gegn forsætisráðherra hjálpar til við að koma honum frá og bjarga sjálfstæði okkar (sem er að renna okkur úr greipum bara á næstu vikum) þá er það bara þess virði þótt það sé leiðinleg aðferð.

Hrunið hér er miklu harðara og afdrifaríkara en í öðrum Evrópulöndum og það er ekki bara heimskreppunni að kenna, heldur óstjórn og spillingu. Ég vona að þú horfir á sjónvarpið annað völd, á upptökuna frá borgarafundinum, sérstaklega á erindi Roberts Wade sem útskýrir þetta á mannamáli.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:10

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jæja, ætlarðu að eigna mótmælendum heiðurinn af því að stöður bankastjóranna er auglýstar?

Það vill nú svo til að það kom skýrt og skilmerkilega fram í upphafi að þetta fólk var ráðið tímabundið í þessar stöður þegar bankarnir þrír féllu á einni viku í haust.

Mér finnst Robert Wade athyglisverður náungi, en ekki gleyma því að hann er harður vinstrisinni og slíka menn ber að taka með fyrirvara.... eins og alla reyndar

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 23:35

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sennilega rétt hjá þér Gunnar, hann er skemmtileg blanda af skrumara og fræðimanni

Baldur Hermannsson, 14.1.2009 kl. 09:48

30 identicon

Ef ég man rétt var talað um að bankaráðin væru skipuð til bráðabirgða en ég man ekki til þess að tíminn hafi verið skilgreindur nánar. Finnur ætlar að sækja um stöðuna sínu. Það ætlar Elín hinsvegar ekki að gera. Ætli geti verið að nánast daglegar mótmælaaðgerðir fyrir utan Landsbankann (og nokkrum sinnum innnan dyra) hafi haft áhrif á þá ákvörðun?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:24

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu voru bankastjórarnir ráðnir tímabundið, það kom fram. Þetta eru opinber fyrirtæki í dag og samkvæmt lögum þarf að auglýsa í stöðurnar

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband