Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Enginn einstaklingur er stærri en flokkurinn

Ég tel að Bjarni Benediktsson sé ágætis maður og gagnrýnin á hann hafi verið óvægin og oft ósanngjörn. Mitt kalda mat er þó að best væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann stigi til hliðar á landsfundinum nú í febrúar og afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur keflið.

Mörgum finnst Hanna Birna vera helst til mikið borgarbarn en hún fær varla að komast upp með það í flokki allra landsmanna... og stétta.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri atkvæði í kosningunum í vor og það skiptir mestu máli.


mbl.is Fleiri kjósa Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smiður innantómra slagorða

Ég horfði á Árna Pál í Silfrinu í dag. Ég fæ það alltaf á tilfinninguna þegar ég hlusta á hann að hann viti eiginlega ekkert hvað hann er að tala um. Þess vegna er gott fyrir hann að grípa til slagorðanna.

Ég segi í fyrirsögninni: "Smiður innantómra slagorða". Það er reyndar ekki einu sinni svo gott. Þetta eru allt gömul og útjöskuð menntaskólaslagorð. Hann er því enginn smiður... frekar en ég þegar ég set saman IKEA skáp.


mbl.is „Kyrrstaða er ekki valkostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir EFTA dómstóllinn að niðurstaðan hafi verið tilviljun?

Stjórnarliðar reyna að koma inn þeirri söguskýringu að niðurstaða EFTA dómstólsins hafi verið tilviljun. Að málið hafi verið þannig vaxið að það hefði verið eins og að kasta upp krónu... "Skjaldarmerkið eða fiskurinn?".

Vísir menn bentu á að hvernig sem dómurinn hljómaði, þá væri niðurstaðan alltaf slæm fyrir ríki ESB, en þó sínu verri ef niðurstaðan hefði verið "full ríkisábyrgð á innistæðutryggingum, jafnvel í algjöru bankahruni" eins og varð hér. Slík niðurstaða hefði skapað óbærilegt ástand í bankamálum og ríkisfjármálum Evrópu. Skilaboðin hefðu verið til fjárglæframanna: "Hagið ykkur eins og þið viljið, ykkur verður bjargað af skattgreiðendum". Hversu líklegt er að þeim skilaboðum hefði verið komið á framfæri af EFTA dómstólnum?

Það eru ekki nema 3 mánuðir þangað til þetta fólk hrökklast frá völdum Wizard


mbl.is Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert gagn í ráðherrum ríkistjórnar vinstrimanna

Katrín Júlíusdóttir, Iðnaðarráðherra var í viðtali strax eftir dóminn í stórum erlendum fjölmiðli og ekki kom styggðaryrði í garð ESB ríkjanna sem beittu okkur ofbeldi í þessari Icesave deilu.

Enn er þetta lið gagnslaust í málinu og nýtir ekki þá möguleika sem okkur bjóðast á silfurfati í öllum helstu fjölmiðlum veraldar í kjölfar dómsins, að koma málstað okkar á framfæri. Nei, heldur skal sleikja sig upp við ESB í von um silkihanskaviðtökur þegar skríða á í faðm ofbeldisseggjanna.

 Íslenska þjóðin er gæfusöm að hafa haft samtök eins og InDifence og Advice og forseta Íslands sem komu í veg fyrir, ásamt þjóðinni, verstu pólitísku afglöp Íslandssögunnar.

Skelfing verður mikill léttir af brotthvarfi vinstrimanna úr valdastólum sínum.


mbl.is Forsetinn vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert rangt við orð Ólafs

Nokkrir bloggarar láta kratapólitík villa sér sýn. Þeir virðast ekki geta fyrirgefið Ólafi að hafa unnið forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar í kosningunum í fyrra.

Fólk getur haft mismunandi skoðanir á því hvort forsetinn eigi yfir höfuð að tjá sig um utanríkismál.... ekkert að því. Það var hins vegar allt satt og rétt sem Ólafur sagði um Gordon Brown og viðbrögð hans við Icesave- málinu.

Þeir sem halda öðru fram eru ekki með fulla meðvitund.


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gróðaöfl"... er það ekki aðal klámið hans Ögmundar

Ögmundi hefur lengi verið illa við "gróðaöfl" og er til í nánast hvað sem er til að hefta þau. Það kemur því ekki á óvart að Ömmi kæmi "gróðaöflum" inn í klámumræðuna.

Nú þarf Ömmi að setja á laggirnar nefnd sem hefur það hlutverk að segja hvað íslenska ríkið á að leyfa þegnum sínum að skoða á netinu. Nefndin þarf að skilgreina hvað sé klám og hvað ekki.

Það verður brjálað að gera í þessari nefnd! FootinMouth


mbl.is Klámtakmörkun ekki ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta er nú ekkert voðalega kræsilegt, satt best að segja, með fullri virðingu fyrir þeim"

Fyrirsögnin er bein tilvitnun í Davíð Oddsson í skemmtilegum viðtalsþætti Björns Bjarnasonar sem sjá má á ÍNN HÉR  

Tilefni orða Davíðs voru formannsefni Samfylkingarinnar, þeir Árni Páll og Guðbjartur.


mbl.is Fleiri segjast styðja Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnanlegt myndband um stjórnunararhætti Jóhönnu

Það stendur ekki steinn yfir steini hjá henni Jóhönnu gömlu. Það er ekki eitt.. það er allt.

Myndbandið hér að neðan sýnir nöturleika staðreyndanna. Atkvæðagreiðsla á Alþingi er stöðvuð.... gert á henni hlé því útlit var fyrir að atkvæði féllu ekki að smekk Jóhönnu. Það þurfti að hringja út liðsauka og smala inn í þingsal meðfærilegum þingmönnum svo kosið yrði "rétt". Svo var ákveðið að ómerkja fyrri atkvæðagreiðsluna og hefja nýja þegar Jóhanna taldi að smölun væri lokið. Það dugði ekki til.... einhverjir sviku lit, þ.á.m. Kristján Möller sem Jóhanna losaði sig við úr ráðherrastóli fyrr á kjörtímabilinu.

Þetta er virkilega sláandi myndband.


mbl.is Opinberun forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útreið Ragnars Önundarsonar

480686Ragnar Önundarson mætti kokhraustur í prófkjörið og vildi sæti Bjarna formanns í fyrsta sæti listans. Hann hjólaði í formanninn í blaðagrein og sú atlaga hefur greinilega geigað. Hann gerði fortíð Bjarna úr viðskiptalífinu að umtalsefni, sem var mjög einkennilegt í ljósi hans eigin fortíðar.

Mér finnst ólíklegt að Ragnar reyni fyrir sér aftur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Honum var hafnað með afgerandi hætti.


mbl.is Bjarni með 54% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitnað í Stefán Ólafsson

Þessi grein í Geopolitical Monitor er tóm vitleysa og bara það að vitnað sé í Stefán Ólafsson, gerir hana strax ótrúverðuga. Haft er eftir honum pólitískt kosningaslagorð Samfylkingarinnar frá 2003 og 2007 um "turnana tvo" í íslenskri pólitík. Ef þeir hafa einhvern tíma verið tveir, þá er a.m.k. turn Samfylkingarinnar hruninn. Þar sem hann stóð er nú "Ground Zero".

Í greininni er einnig sagt að Íslendingar hafi ekki slitið sig að fullu frá Dönum fyrr en á 21. öldinni. Við gefum okkur auðvitað að þarna sé um innsláttarvillu að ræða, en samt sem áður er þetta sterk vísbending um hroðvirknisleg vinnubrögð.

Íslenskt velferðarkerfi er heilt yfir fyllilega sambærilegt við það skandinavíska. Það koma hæðir og lægðir hér eins og annars staðar. Svíar hafa verið í afar erfiðum málum framan af þessari öld og svo var komið að þeir voru farnir að leita sér hjálpar í Finnlandi. Velferðartúristar streymdu yfir Helsingjabotn með ferjum frá Svíþjóð í stórum stíl.


mbl.is Veikara velferðarkerfi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband