Segir EFTA dómstóllinn að niðurstaðan hafi verið tilviljun?

Stjórnarliðar reyna að koma inn þeirri söguskýringu að niðurstaða EFTA dómstólsins hafi verið tilviljun. Að málið hafi verið þannig vaxið að það hefði verið eins og að kasta upp krónu... "Skjaldarmerkið eða fiskurinn?".

Vísir menn bentu á að hvernig sem dómurinn hljómaði, þá væri niðurstaðan alltaf slæm fyrir ríki ESB, en þó sínu verri ef niðurstaðan hefði verið "full ríkisábyrgð á innistæðutryggingum, jafnvel í algjöru bankahruni" eins og varð hér. Slík niðurstaða hefði skapað óbærilegt ástand í bankamálum og ríkisfjármálum Evrópu. Skilaboðin hefðu verið til fjárglæframanna: "Hagið ykkur eins og þið viljið, ykkur verður bjargað af skattgreiðendum". Hversu líklegt er að þeim skilaboðum hefði verið komið á framfæri af EFTA dómstólnum?

Það eru ekki nema 3 mánuðir þangað til þetta fólk hrökklast frá völdum Wizard


mbl.is Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fyrir tilviljun? Þessi maður er lygamörður og skíthæll ...og ekki fyrir tilviljun.

corvus corax, 30.1.2013 kl. 17:19

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessu VG hyski er ekki viðbjargandi og í staðinn fyrir að byðja þjóðina afsökunar á afglöpum sínum, þá reinir þetta hyski allt sem það getur að gera lítið úr þessum stórsigri Íslands fyrir EFTA dómstólnum.

Ég vona að VG komi til að falla niður fyrir 5% fylgi í vor, svo við þurfum ekki að hlusta á gasprið í þeim á þingi eftir kosningarnar í vor.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.1.2013 kl. 17:34

3 identicon

Enn ein lygasagan sögð á Alþingi !

Hvenær ætlar þetta pakk að fara frá !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 18:40

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar og glöggar ábendingar hjá þér, Gunnar, og ekki í fyrsta sinn!

Jón Valur Jensson, 30.1.2013 kl. 19:48

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómurinn (sem ég er búinn að lesa) var að langmestu leyti "copy/paste" orðrétt upp úr því sem tilskipunin segir og hvernig hún er innleidd í íslensk lög. Engar tilviljanir þar heldur einfaldlega gagnöflun og lestrarkunnátta.

Það er bjútífúl hvað þetta er elegant dómur. Ég held að Össur hafi varla getað verið að ljúga því að málatilbúnaðurinn hafi verið snilldin ein.

Það voru heldur engar tilviljanir að setningin "á ekki við í kerfishruni" hafði fram í skýrslum þeirra sem sömdu tilskipanirnar frá því löngu fyrir hrun.

Að halda því fram að þetta hafi verið tilviljanir, er að gera lítið úr þeirri gríðarlegu rannsóknarvinnu sem þarna lá að baki. Mest í sjálboðavinnu!

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 02:36

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verulega góður Guðmundur!

Jón Valur Jensson, 31.1.2013 kl. 07:51

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála og takk öll fyrir innleggin

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2013 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband