Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þetta viðtal við Björgvin G. Sigurðsson eldist illa í ljósi sögunnar. Viðtalið er tekið árið 2007, rétt eftir stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Björgvin vildi skoða að liðka fyrir útrásinni með lagabreytingum.
"Þetta er svona útrásarráðuneyti"
Vill Hannes í 2-3 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er komið í ljós að Allir forsætisráðherrar frá upphafi orðuveitinga árið 1921, hafa fengið Fálkaorðuna. Þetta kemur fram á bloggi Björns Bjarnasonar.
Það er því deginum ljósara að sú ógeðfellda og mannorðsskemmandi samsæriskenning, að Sigmundur Davíð hafi komið Guðna Ágústssyni fyrir í formannsstóli orðunefndar til þess eins að tryggja sér orðuna, fellur eins og skotin gæs. Sömuleiðis samsæriskenningin um sérstaka leynd vegna orðuveitingar Sigmundar.
"Handhafar forsetavalds, forsætisráðherra, forseti alþingis og forseti hæstaréttar, fá orðuna vegna embætta sinna, þeim er í sjálfsvald sett hvort þeir taka við henni.", segir Björn Bjarnason á bloggsvæði sínu.
Hver ástæðan var fyrir því að þeir feðgar Steingrímur og Hermann og kratarnir Jóhanna og Benedikt Gröndal, neituðu að taka við orðunni er erfitt að segja. Mér dettur helst í hug að þegar sósíalistahjörtun í krötunum voru ung og ör og hugurinn vildi kúka á kerfið, hafi það skilið eftir svo djúp för í ferilskránni að þau gátu sóma síns vegna ekki látið forsetann skreyta sig með skröltandi glingrinu. Allra síst Jóhanna, úr hendi höfuð óvinar síns.
Ég skora á ykkur að lesa pistil Björns. Hann rekur mjög vel studd sjónarmið í dagbókinni
Föstudagur 26. 12. 14
Flestir fengið stórkrossinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.12.2014 (breytt kl. 05:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afskaplega margir vinstrimenn virðast misskilja eða slíta úr samhengi orð Sigmundar. Sennilega meirihluti þjóðarinnar hefur skynjað hatrið og heiftina í ásökunum, t.d. í athugasemdakerfum dagblaða, sérstaklega DV og Vísi. Flestum finnst þetta ógeðfellt.
Sigmundur segir:
"... að harkan í umræðunni um lekamálið sé afleiðing af hatursumræðu eftirhrunsáranna. Ég held að það sé ástæða fyrir alla til þess að hafa áhyggjur af hvernig umræðan hefur þróast. Hún er auðvitað afleiðing af ákveðnum tíðaranda sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár.En sá tíðarandi er ekki til þess fallinn að byggja upp og gera samfélagið betra."
Þeir sem skynja ekki heiftina og hatrið og einnig þeir sem nærast á slíku, sjá auðvitað ekkert vandamál og munu þ.a.l. ekki læra neitt.
Þjóðin læri af lekamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.11.2014 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef ég man rétt þá hefur svokölluðu íbúalýðræði mikið verið flaggað af Besta og Samfylkingarfólki á undanförnum misserum. Svo virðist sem Bestiflokkurinn ætla að standa við kosningaloforð sín, þ.e. að svíkja öll kosningaloforð.
Það mætti gjarna upplýsa borgarbúa um hvað þessi vitleysisgangur hefur kostað, eða öllu heldur hvað hefði sparast ef eðlilegir stjórnunarhættir hefðu verið viðhafðir.
Fjarlægja flögg og eyjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.10.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn deila um orsök og afleiðingu bankahrunsins 2008.
Að mínu mati var orsökin firring bankaeigenda og stjórnenda þeirra. Ekki bara hér á Íslandi, heldur um allan hinn vestræna heim og þó víðar væri leitað.
Alþingismenn nánast allir, að sjálfsögðu undanskyldum þingmönnum VG, kynntu undir firringuna í ræðu og riti. Fjölmiðlar tóku að mestu svikalaust undir. Og að lokum var það almenningur sem fullkomnaði glæpinn með neyslu sem hann tók að láni.
Íbúðalánasjóður starfaði í þeim anda sem ríkti í þjóðfélaginu á þessum tíma og átti erfitt með að slíta sig frá græðgisvæðingunni sem grafið hafði um sig í huga fólks, þar sem mottóið var "Allt fyrir ekkert!", eða því sem næst.
Bankarnir biðu átekta. Þeir fóru ekki á fullt skrið á húsnæðismarkaðinum, með gengdarlausum auglýsingum um ágæti penninganna sem þeir voru tilbúnir að rétta ÞÉR á afar hagstæðum kjörum, fyrr en íbúðalánasjóður hafði varðað veginn. Auk þess áttu allir að verða ríkir á hlutabréfakaupum og þess vegna var kjörið að lána fyrir kaupum á þeim. Lán var veitt til alls, sama hversu vitlaus hugmynd lá að baki.
Allir hljóta að sjá að það græða ekki allir nema raunveruleg verðmætaaukning eigi sér stað. Það er engin verðmætaaukning fólgin í því að fjárfesta í einhverju sem gengur ekki upp, þ.e. skilar ekki með einhverjum hætti til baka, aurunum sem fóru í verkefnið.
90% lánunum ekki um að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.7.2013 (breytt 11.7.2013 kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir þó nokkuð mörgum árum var íbúakosning í Reykjavík um hvort leyfa ætti hundahald. Lítil þátttaka var í kosningunni og hundahald var bannað. Þorri fólks á ekki hunda þó flestum líki við þá, en málefnið stendur þeim ekki nægilega nærri til að mæta á kjörstað. Þeir sem láta sig varða svona mál á annað borð, skiptast í tvær heitar fylkingar, með og á móti.
Í skoðanakönnun einhverjum mánuðum eftir kosningar kom í ljós að meirihluti borgarbúa vildi leyfa hundahald. Hinir heitu andstæðingar hundahalds í borginni höfðu sitt fram, því þeir mættu á kjörstað.
Mikill meirihluti þjóðarinnar (63%) lét sig lítið varða skoðanakönnun ríkisstjórnarflokkanna um tillögur hins ólöglega kosna stjórnlagaráðs og mætti ekki á kjörstað. Af þeim sem mættu, (37%) vildi ágætur meirihluti leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Þessi meirihluti verður þó seint kallaður meirihluti þjóðarinnar, því einungis um fjórðungur kosningabærra manna sagði "já" við tillögunum, sem vel að merkja voru ekki bindandi heldur einungis ráðgefandi.
Þeir sem vilja fara sér hægt í breytingum á stjórnarskrá eru sakaðir um að vilja alls ekki breyta neinu. Það er alrangt en ríkisstjórnarflokkarnir í andaslitrum sínum hanga á málinu í von um vinsældir. Það voru jú kjósendur þeirra sem voru í miklum meirihluta þeirra sem mættu á kjörstað í skoðanakönnuninni.
Þorvaldur Gylfason er svo sér kapituli í málinu. Hann talar um svívirðingu og valdarán ef þingið samþykki ekki tillögur stjórnlagaráðs. Hann telur að "þjóðarviljinn" sem honum er tíðrætt um, þ.e. fjórðungur þjóðarinnar sem sagði "já" við almennt orðuðum, óljósum og villandi spurningum, skili sér til hans (Lýðræðisvaktarinnar) í kosningunum í vor. Ég hlakka til að sjá viðtöl við hann eftir kosningarnar. Það verður fróðlegt að heyra útskýringar hans á hroðalegri útreið.
Leiðrétting: Þessar þátttökutölur, 63 og 37% eiga við um kosninguna til stjórnlagaþings. Kosningin um tillögurnar skreið rétt yfir 50% og samþykkir voru um þriðjungur kjósenda. Að öðru leyti stendur pistillinn fyrir sínu.
Skylda þingmanna að greiða atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2013 (breytt 11.3.2013 kl. 16:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sumir hafa sagt að Björn Valur hafi verið bergmál Steingríms Joð allt kjörtímabilið. Sé einungis óheflaða útgáfan af formanninum fyrrverandi. Ekki það að Steingrímur sé tiltakanlega heflaður.
Katrín vill engan styggja en Björn Valur lætur sér í léttu rúmi liggja þó hann safni að sér óvinum.
Steingrímur hlýtur að vera ánægður að "bergmál" hans heyrist í forystusveit VG.
Björn Valur kjörinn varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heyrst hefur að Björn Valur trúi á pólitískt framhaldslíf og fái úthlutað "öruggu" þingsæti nái hann varaformannsembættinu.
Reyndar skilst mér að VG eigi ekkert öruggt þingsæti lengur.
Björn Valur í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað "selur" í kosningunum í vor? Sennilega ekki Árni Þór Sigurðsson
Vinstri menn reittu hár sitt og skegg af bræði yfir ritstjórnarpistli Moggans í gær.... og einhverjir sjálfstæðismenn líka, sem greinilega eru ekki almennilega jarðtengdir.
Ég tók þessa tilvitnun af facebook-síðu vinar:
"Eiga kvenkynsstjórnmálamenn að vera í skjóli fyrir allri gagnrýni vegna kynferðis síns? Hafa ekki stærri orð verið látin falla um nafngreinda menn og jafnvel konur á hægri væng stjórnmálanna? Það sem Mogginn er einfaldlega að benda að er að Katrín hefur ekki skapað sér sjálfstæða ímynd sem stjórnmálamaður heldur bakkað Steingrím J. upp í öllum hans verkum. Lilja Mósesdóttir sem starfaði með Katrínu í þingflokki Vg sagðist ekki vita eftir þau kynni fyrir hvaða stefnu Katrín stæði fyrir. Mun Katrín ná að hrista Steingrím af sér? Er ekki öllu líklegra að hann stjórni því sem hann stjórna vill með sína klíku við höndina. Katrin er með öðrum orðum kosningaskraut, nauðvörn flokks í frjálsu falli." ( Andrés Andrésson )
Ég tek undir þessi orð.
Fer ekki í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2013 (breytt kl. 18:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa ítrekað sagt að stjórnarskrárfrumvarpið skuli keyrt í gegnum þingið, hvað sem það kosti og lagt um leið pólitískt líf sitt að veði. Ólina Þorvarðardóttir sagðist í Silfri Egils á sunnudaginn ætla að kalla sig hund ef þetta tækist ekki.
Hver borðtuskan af annarri, blautar og skítugar, skella í andlit ríkisstjórnarinnar. Nú er það álit Feneyjarnefndarinnar.
Þegar menn leggja líf sitt að veði en tapa svo, þá gjalda þeir fyrir með lífinu. En það er ekkert að marka þetta lið frekar en fyrri daginn. Það hangir eins og hundar á roði á stjórnartaumunum í stað þess að hunskast á brott. Það veðjar en geldur ekki, en sjálfsagt tæki það glaðhlakkandi við sigurlaunum ef svo ólíklega vildi til að það álpaðist einhvern tíma til að veðja rétt.
Flókin ákvæði í stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 946213
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
- Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump
- Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
- Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
- Efast um SA og samningamarkmið
- Mjakast þótt hægt fari
- Framhald á því sem ekki er?
- Stunguskófluslektið komið á kreik
- Bæn dagsins...