Færsluflokkur: Bloggar

The Sex List Game

Smá klúður hjá einni frúnni LoL


Skemmtiferðaskip

Eins og margir vita sem lesa bloggið mitt, þá er ég leigubílstjóri að atvinnu á Reyðarfirði. Um daginn var hringt í mig frá Seyðisfirði og ég spurður hvort ég hefði ekki áhuga á að koma þangað á taxanum þriðjudaginn 31. júlí, því þá kæmi stórt skemmtiferðaskip með 1250 Hollendinga innanborðs, og margir hefðu hug á að taka leigubíl um Mið-Austurland í skoðunarferð um svæðið. Einnig hafði verið hringt í leigubílstjóra á Egilsstöðum og Eskifirði.

 Að sjálfsögðu brást ég vel við þessari bón og brunaði þessa 56 km. með viðkomu á upplýsingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum til þess að viða að mér túristabæklingum um Austurland handa tilvonandi farþegum mínum úr skipinu. Í upplýsingamiðstöðinni var tekið afar vel á móti mér og þaðan fór ég hlaðinn allskyns sneplum og meira að segja fékk ég 4 dvd diska, East Iceland, en á honum er video kynning, ljósmyndagallerí, kort af merkum stöðum og "online service finder".

Eins og þeir vita sem fylgjast með veðurfréttum, þá gekk yfir í nótt og morgunn, austan slagviðri á Austurlandi eftir mjög svo hlýtt og notalegt veður undanfarna dag. Það er vissulega gott að fá vætuna, því gróður er víða farinn að láta á sjá eftir eitt þurrasta sumar sem ég man eftir, en rokið mátti alveg missa sín.

Þegar á Seyðisfjörð var komið laust eftir hádegið í dag, en skipið átti að leggjast að bryggju um eitt leitið, var ekkert skip að sjá í firðinum. Ég fór inn í upplýsingamiðstöð ferðamanna sem er við bryggjuna og var mér tjáð að skipið hefði hætt við heimsóknina á Seyðisfjörð vegna veðurs og það siglt út úr firðinum nokkrum mínútum áður en mig bar að garði og var stefna þess sett á Akureyri.

Mér datt þá í hug að nú vantaði Austfirðinga mann eins og Ómar Ragnarsson, en hann fullyrti í bloggi sínu um daginn að hægt væri að selja ferðamönnum rokið á Íslandi.

En þar sem við eigum engan Ómar hér eystra, þá sneru 4 leigubílar tómir heim á leið.

Verður þessu trúað?

Ég velti því fyrir mér hvort upplýsingar af þessu tagi sem fram koma hjá alþjóðlegum samtökum álframleiðanda, verði sópað af borði náttúruverndarsamtaka sem hverjum öðrum áróðri og lygum. Þarna eru samt blákaldar staðreyndir sem erfitt og í raun hættulegt fyrir álframleiðendur að falsa. Samtök af þessu tagi bæru sitt barr ekki ef upplýsingarnar reyndust af sama trúverðugleikakaliberi og þær sem frá náttúruverndarsamtökum koma. Munurinn á náttúruverndarsamtökum og samtökum álframleiðenda er nefnilega sá að hjá öðrum þýðir ýkjur og bull, meiri peningur í kassann, en hjá hinum þýðir það gjaldþrot.

Í Ítarlegri upplýsingar um skýrsluna er krækja í  staðreyndir um endurvinnslu áls,  nokkuð sem stangast algerlega á við fullyrðingar andstæðinga álvera á Íslandi.


mbl.is Segja ál stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólsá

Þá er ég kominn til baka úr mínum árlega laxveiðitúr. Hólsá var það heillin í þetta sinn. Neðsta svæðið í Hólsá er reyndar silungs og sjóbirtingssvæði en þarna er mjög góð laxavon enda var niðurstaða nákvæmrar aflatalningar í lok túrs: 4 laxar 3, 4, 6 og 9 pund. Aflinn skiptist bróðurlega á milli okkar....... Jónka Joyful Tvær stangir eru í ánni á þessu svæði og lítill sumarbústaður fylgir veiðileifinu, í um tveggja km. fjarlægð frá Hellu. Þarna vorum við í hálfan, heilan og og hálfan dag í hreint prýðilegu veðri.

Við erum 3 veiðifélagarnir sem höfum farið saman á vit ævintýranna undanfarin ár, afskaplega góður og vandaður félagsskapur Cool. Okkur vantar bara nafn á klúbbinn, einhverjar tillögur? Þessi félagsskapur samanstendur af Arnari, gjarnan nefndur Addi Útbúnaður, því hann er alltaf með það nýjasta og flottasta, hann væri sennilega í Armani vöðlum ef þær væru til, Jónki sem á Pajero jeppa, sem er gott, mikill öðlingur og svo undirritaður.

070

Addi Útbúnaður og Jónki að gera sig klára fyrir átökin.

080

Addi í ham í ánni og Jónki fylgist spenntur með. Það glittir í Vestmannaeyjar vinstramegin í sjóndeildarhringnum.

055

Ægifagurt útsýni er þarna í Þykkvabænum. Hekla skartar sínu fegursta og Búrfell horfir í lotningu á drottninguna.

057

Addi í ánni, Hekla í baksýn

051

Annað sjónarhorn, nú er það Eyjafjallajökull með hvítan trefil um hálsinn sem skreytir bakgrunninn

 

061069

 

 

 

 

 

Ósinn í Hólsá er vinsæll veiðistaður en hann heillaði okkur ekki. Töluvert erfiði er að keyra þangað niðureftir í lausum sandinum og ekki hægt að vera nema í öðrum gír. Betra að vera á einhverjum stórum blöðrudekkjum við þessar aðstæður. Vinstra megin; Jónki með Vestmannaeyjar í baksýn. Hægra megin; endalausar sandfjörur fyrir neðan Þykkvabæ. Ef hér væri hitabeltisloftslag, væru þarna raðir af hótelum við ströndina. Þá héti líka Ísland eitthvað allt annað.

071077

 

 

 

 

 

Gott að teiga á heilbrigðinu. Jónki spáir í næstu flugu. Veiðistaðurinn Borg sem fylgt hefur Hólsánni þar til í ár, sést hægra megin á myndunum. Þar voru að veiðast um 20-40 laxar á dag í fyrra á tímabili og það þoldu þeir ekki sem borga 90 þús. kall fyrir daginn, eilítið ofar í ánni. Eftir stendur frekar einhæft veiðisvæði og í raun lítið, sérstaklega ef menn hafa ekki áhuga á að veiða í ósnum. Þess vegna höfum við veiðiklúbsfélagar ákveðið að leita á önnur mið að ári, enda er það BARA gaman að prófa nýja staði þó vissulega sé skemmtilegt að "eiga" sína á sem maður þekkir vel en lærir þó eitthvað nýtt um við hverja heimsókn. Vestfirðir koma sterkt inn fyrir næsta ár. Mig er strax farið að hlakka til.

IMG_4300

Kallinn að þræða

IMG_4307

Hamingjusamur veiðimaður


Ástríðuglæpur, fljótfærir bloggarar

Alveg er það makalaust hvað almenningur í bloggheimum er fljótt að dæma og afgreiða mál sem er á frumstigi rannsóknar. Ég held að meirihluti þess fólks sem bloggað hefur um þessa frétt ætti að taka  sig til skoðunar áður en það flengist fram á ritvöllinn með sleggjudóma sína. Sumir eru fljótir að tengja málið við skipulagða glæpastarfsemi í fíkniefnaheiminum. En hvort sem þessir menn hafi verið í fíkniefnum eða ekki þá er algengasti orsakavaldur slysa og glæpa, áfengisneysla. En það er víst "norm" að drekka sig blindfullan. Frá vettvangi á Sæbraut í dag. Bíllinn sem fórnarlambið ók er fremst.


mbl.is Lögregla lýsir eftir vitnum að skotárás í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðitúr

Ég fer í laxveiði einu sinni á ári. Ég reyni að velja mér á við hæfi þykktar veskis míns og þess vegna fer ég sjaldan í dýrar ár. Enda þarf alls ekki að vera samhengi á milli verðs og ánægju við veiðarnar. Þetta árið fer ég í Hólsá, neðsta hluta Rangár. Ég var þar í fyrra og varð ekki fyrir vonbrigðum. Að vísu tók leigusali Hólsár, LAX-Á, út besta veiðistaðinn (við Borg) og færði hann yfir í dýrara svæðið. Þeir urðu eitthvað svekktir kóngarnir í "efra" þegar þeir sáu veiðitölurnar úr neðri hlutanum, þrisvar til fimm sinnum ódýrara svæði. 

Ég kem til baka, vonandi með krassandi veiðisögur og fallegar myndir um næstu helgi.

Þangað til, veriði góð hvert við annað. Bless.


Konur teknar alvarlega

gleraugu

Með þessi gleraugu munu karlmenn horfa á þig beint í augun....

 


Painting Iceland

Hugtakið friðsamleg mótmæli hafa fengið alveg nýja merkingu greinilega. 433384AOfbeldi og eignaspjöll hefði ég kallað þetta reyndar. Þingmenn VG nota orðið borgaraleg óhlýðni.

Mörg umhverfissamtök virðast beita óvönduðum meðulum málstað sínum til stuðnings. Það sem þau virðast eiga flest sameiginlegt er að þau beita gjarnan ungum sjálfboðaliðsfótgönguliðum í fremstu víglínu í mótmælaaðgerðum sínum en aðgerðunum er stjórnað af eldra fólki sem tekist hefur að gera sér mótmælahugmyndafræðina að lifibrauði sínu.

 þegar ég var á frystitogara í Barentshafi, þá kom skip Greenpeace samtakanna, Rainbow Warrior á svæðið til þess að mótmæla þorskveiðum á svæðinu. Þeir skutu út gúmmíbát til þess að trufla veiðar okkar og sigldu í kjölfar togarans þegar við vorum á togi og stefndu öryggi sínu og lífi í hættu við þær aðgerðir án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Þau sigldu þvers og kruss undir togvíra skipsins. Þetta var í gangi í nokkra daga og um borð í gúmmíbátnum voru yfirleitt 3-4 manneskjur. Einn síðhærður og skeggjaður miðaldra hippi sem var við stjórnvöl gúmmíbátsins og 2-3 stúlkur innan við tvítugt. Eflaust svaka stuð um borð hjá þeim á kvöldvökunum með gítarinn og rauðvínið. Eitt sinn hentu þau poka um borð til okkar og í honum voru piparkökur í laginu eins og fiskar og einhverjir áróðursbæklingar með. Á bæklingunum var ekki gott að sjá hvort væri stærra atriði í þeirra huga, ofveiði á þorski á norðurslóðum eða ómannúðleg aflífun á fiskunum, því í bæklingnum var talað um hve fiskarnir kveldust við það að vera dregnir svona upp á yfirborðið og um borð. M.a. var lýsing á því hve hryllilegt það væri að fiskarnir væru skornir á háls þegar um borð var komið.

PETA eru samtök dýraverndunarsinna og svo virðist sem umhverfis og dýraverndunarsamtök styðji hvert annað. Farið inn á youtube.com og sláið inn í leit þar PETA. Þar kemur margt fróðlegt í ljós.

striphandler


mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hlekkjum blekkingarinnar

Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við veginn sem liggur upp að... Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem eru fylgjandi skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda landsins, fagni bara ekki svona uppákomum.

Annars er mig farið að þyrsta í að sjá viðtöl við þetta fólk, þar sem það er spurt um hvað það er nákvæmlega sem það er að mótmæla. Mér býður í grun að upplýsingarnar sem það hefur verið matað á hér, séu e.t.v. ekki alveg hárnákvæmar. Þeir sem hafa leitt umhverfisumræðuna af hálfu verndunarsinna, hafa ekki alltaf haft sannleikann að leiðarljósi.

  HÉR má sjá smá fróðleik um margfeldisáhrif álversins á Reyðarfirði. Einnig HÉR

hlekkir


mbl.is Mótmælum við Grundartanga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margfeldisáhrif stóriðjunnar

Þegar gerðar voru áætlanir um margfeldisáhrif fyrirhugaðrar stóriðju á Reyðarfirði, þá voru margir sem vildu meina að áhrifin væru ofreiknuð og reyndar eru andstæðingar framkvæmdanna fyrir austan enn að tala um hve lítilsháttar þetta brölt allt sé, samanber Ómar Ragnarsson o.fl.

 Áætlanir gerðu ráð fyrir því að byggt yrði um 5000 ferm. af iðnaðarhúsnæði í tengslum við fjölgun íbúa á svæðinu og aukna starfsemi og þjónustu við álver Alcoa. Í apríl síðastliðnum var ljóst að 2006_09_aereal_largeþessar áætlanir voru gerðar af mikilli hógværð. Þá var ljóst að um fjórfalt meiri umsvif yrði að ræða. Svo virðist sem enn sé að bætast við þennan fermetrafjölda því slegist er um lóðir á hafnarsvæðinu við álverið, eins og nýlegur fundur hafnarstjórnar Fjarðabyggðar ber vitni um en á fundinum var lagt til við  bæjarráð að veita vilyrði fyrir eftirtöldum lóðum á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn:

 Lóð nr. 3 til Launafls,13.734 m²
Lóð nr. 4 til Vélaborgar, 6.240 m²
Lóð nr. 7 til Alcoa Fjarðaáls 10.385 m²
Lóð nr. 9 til Alcoa Fjarðaáls 7.951 m²
Lóð nr. 10 til Samskipa, 11.000 m²
Lóð nr. 12 til Eimskipa, 20.000 m²
Alls: 69 .310 m²

Þetta eru auðvitað lóðir en ekki húsnæði en ásókn hafnsækinna fyrirtækja á svæðið sem og annarra er mun meiri en reiknað var með.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband