Verður þessu trúað?

Ég velti því fyrir mér hvort upplýsingar af þessu tagi sem fram koma hjá alþjóðlegum samtökum álframleiðanda, verði sópað af borði náttúruverndarsamtaka sem hverjum öðrum áróðri og lygum. Þarna eru samt blákaldar staðreyndir sem erfitt og í raun hættulegt fyrir álframleiðendur að falsa. Samtök af þessu tagi bæru sitt barr ekki ef upplýsingarnar reyndust af sama trúverðugleikakaliberi og þær sem frá náttúruverndarsamtökum koma. Munurinn á náttúruverndarsamtökum og samtökum álframleiðenda er nefnilega sá að hjá öðrum þýðir ýkjur og bull, meiri peningur í kassann, en hjá hinum þýðir það gjaldþrot.

Í Ítarlegri upplýsingar um skýrsluna er krækja í  staðreyndir um endurvinnslu áls,  nokkuð sem stangast algerlega á við fullyrðingar andstæðinga álvera á Íslandi.


mbl.is Segja ál stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tóbaksiðnaðurinn á undir högg að sækja ef staðreyndirnar um skaðsemi reykinga nær í gegn. Ef staðreyndirnar um ál ná í gegn, þá þurfa álversandstæðingar að finna sér annað áhugamál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisverð staðhæfing hjá slembnum einstaklingi. En hún er í samræmi við aðrar staðhæfingar þeirra sem ekki hafa áhuga á að kynna sér málin. Lestu staðreyndirnar um endurvinnslu áls. Ein staðreyndin er sú að ál er sá málmur sem mest er endurnýjaður af öllum málmum. Hann tapar engum gæðum við endurvinnslu eins og aðrir málmar og er því 100% endurnýjanlegur á meðan t.d. stál er einngis 25-40% endurnýjanlegt. Áldósir hafa verið í umræðunni, 88-93 % áldósa eru endurnýjaðar í flestum ríkjum OECD að Bandaríkjunum undanskildum, þar er hlutfallið 75%.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, því máttu trúa að þetta "mótmælalið" er svo þröngsýnt að ef það fær staðreyndir í hendurnar, þá er sagt að þessar staðreyndir séu ekki réttar og bara haldið áfram að mótmæla einhverju, sama hvað það er.

Jóhann Elíasson, 31.7.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætla athugasemdalaust að fagna þessum upplýsingum og vona að þær séu sannar. Hinsvegar finnst mér að hér á landi mætti vera meiri áróður fyrir því að safna þessum málmi.

Árni Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg hárrétt hjá þér Árni, og ekki síst í Bandaríkjunum sem er mesta sóunarríki veraldar. Betur væri ef umhverfissinnar leggðu eitthvað í baráttuna fyrir betri nýtni hluta en eyða ekki öllu púðri sínu í að mótmæla framleiðslu á hlutum sem almenningur krefst og fá svo í kaupbæti allan þorra fólks upp á móti sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég nefndi dósirnar vegna þess að ál andstæðingar klifa stöðugt á hve mikil sóunn er í þeim. Ómar Ragnarsson talar um að hægt væri að endurnýja flugflota USA, bara ef áldósir væru endurunnar.

Og það er rétt hjá þér Slembinn að dósirnar eru mjög lítið hlutfall af notuðu áli og einnig álið sem notað er í flugvélar er brotabrot af því sem er notað í heild.

Hins vegar væri fróðlegt að sjá hvaðan heimildir þínar eru um að endurvinnsla annars áls sé hverfandi. Þetta er bull hjá þér út í loftið og ef þú kæmir fram undir nafni, þyrftirðu að skammast þín fyrir þessa staðhæfingu en þar sem þú kemur fram úr holu þinni sem nafnlaus hugleysingi þá telur þú þig geta haldið hverju sem er fram, engin ábyrgð.

Eins og ég sagði áður er lang mest endurunnið af áli af öllum málmum. Ál var framleitt í fyrsta skipti fyrir rúmlega 100 árum og af heildar framleiðslu áls síðan þá er um 90% þess í notkunn í dag. Ef þú telur þig geta hrakið þetta, komdu þá með heimildir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 09:45

7 identicon

Það er rangt hjá þér Gunnar að 75% áldósa séu endurunnar í Bandaríkjunum. Það á aðeins við um þau 11 ríki sem greiða skilagjald fyrir dósir. Í hinum 39 ríkjunum sem greiða ekki gjald er aðeins 35% dósa endurunnar. Samtals er innan við helmingur dósa endurunninn í Bandaríkjunum (heimild http://container-recycling.org/mediafold/newsrelease/aluminum/2006-5-AlumDirty.htm ). Þetta er umtalsvert þar sem fjórðungur allrar ál-notkunar í Bandaríkjunum fer í umbúðir (heimild http://www.csun.edu/science/BFI/waste_stats.html#Aluminum%20Packaging ). Önnur form umbúða (álpappír sérstaklega) er mjög lítið endurnýttur.

Ert þú stikkfrí frá heimildanotkun út af því að þú kemur fram undir nafni? Hvaðan færðu þessa 90% tölu af heildarálframleiðslu?

SBB (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef 90%in úr ræðu forstjóra Alcoa. Það er ekki ósennileg tala ef þú skoðar heimsframleiðsluna undanfarna áratugi.

1900 Annual output 8 thousand tonnes.

1913 Annual output 65 thousand tonnes.

1920 Annual output 128 thousand tonnes.

1938 Annual output 537 thousand tonnes.

1946 Annual output 681 thousand tonnes.

1999 Annual output 24 million tonnes

( http://www.world-aluminium.org/history/index.html )

Af 31 miljón tonna ársframleiðslu er tæplega 23% endurunnið ál eða 7 milj. tonn (1999)

Um 75% hlutfallið í USA sá ég í heimild sem Andrea Ólafsdóttir VG vísaði í en þar sagði að gríðarleg vakning hefði orðið í USA á undanförnum 2 árum og endurvinnsluhlutfallið hefði aukist úr 50% í 75%. Meðaltalið í Evrópu var um 50% fyrir um 2 árum síðan en það meðaltal er dregið niður af A-Evrópuríkjum. Svíþjóð og Sviss eru endurvinnslumeistarar Evrópu með rúml. 90% hlutfall og mörg önnur ríki svipuð innan OECD (Ástralía, Japan, Brasilía) Vitað er að þetta hlutfall fer hratt vaxandi og ætti ekki að verða vandamál í framtíðinn. Álfyrirtæki græða meira á endurvinnslu en frumframleiðslu svo ekki mun standa á þeim enda hefur sérstök aðgerðaráætlun verið í gangi í nokkur ár til þess að auka þetta hlutfall.

En gott og vel, það vita það flestir að Bandaríkjamenn er mesta sóunarland veraldar og þeir þurfa að taka sig á

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 13:41

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

85-90% sem til fellur af áli úr flutningatækjageiranum (bílar, járnbrautir, skip, flugvélar o.fl.) er endurunnið. Um 60% af því áli sem notað er í bíla í Norður Ameríku er endurunnið ál. Öruggt er að á allra næstu árum mun þetta hlutfall hækka, einfaldlega af því það borgar sig fyrir alla aðila.

Ál missir ekkert af eiginleikum sínum við endurvinnslu og er endalaust hægt að endurvinna á meðan að umbúðaplast verður aðeins einu sinni endurunnið til sömu nota. Pappír missir mikil gæði við endurvinnslu og verður aðeins endurnýjað í örfá skipti.

Consider the following:

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 14:48

10 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Það hefur alltaf legið fyrir að ál er einhvert umhverfisvænsta efni sem notað er í heiminum, í flestum tilfellum leysir það af hólmi plastefni, eða aðra málma sem eru miklu erfiðari og orkufrekari í endurvinslu en ál. Til endurvinslu á áli þarf aðeins 5% af þeirri raforku sem þarf til frumvinslu og er engin málmur sem kemst í nálægð við það.

Það má líka segja að andstæðingar álvinnslu á íslandi, sé ekki að stunda umhverfisvernd, því það er barnaskapur ef fólk heldur að álið verði ekki framleitt annarsstaðar fáist verksmiðjunar ekki byggðar á íslandi. Þa' yrði örugglega framleitt einhverstaðar annarsstaðar, jafnvel í landi þar sem ekki eru gerðar svo hár kröfur til mengunarvarna sem á íslandi og mjög líklegt að orkan sem þarf til, sé framleidd í brúnkola raforkuveri án mengunarvarnabúnaðar.

Að því gefnu að ál sé umhverfisvænn málmur og framleiddur með endurnýjanlegri orku frá vatnsafli, þá mætti segja að álframleiðsla á íslandi sé náttúrvernd

En það er því miður þannig að sumir eru þeirrar gerðar að best sé að láta "einhverja aðra" um skítverkinn og skiptir þá engu hvaða afleiðingar það hefur, bara það sé hreynt hjá mér, svona eins og að hend ruslinu yfir til nágrannans og láta hann sá um óþverrann.

En þessi tvískinnungur er því miður algengur í umhverfisvernd og get nefnt eitt fyndið dæmi um það: Hér í noregi situr vinstri stjórn sem segist vera ákaflega umhverfisvæn og hefur staðið gegn byggingu á gasraforkuverum.  Afleiðingin er sú að norðmenn þurfa að flytja inn raforku á veturna, það sem er fyndið við þetta er að stærstur hluti þessarar orku er framleiddur með gasi eða kolum. En Noregur er ein stærsti seljandi í evrópu af bæði gasi og kolum og í síðustu viku var sagt frá að árið 2007 yrði metár í framleiðslu og útflutningi á kolum frá svalbarða. Ef þetta er ekki tvískinnungur í náttúruvernd, þá veit ég ekki hvað tvískinnungur er.

Anton Þór Harðarson, 3.8.2007 kl. 15:18

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir mjög gott innleg Anton

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband