Færsluflokkur: Bloggar
Þeir segja að ástæða þess að krókódílarnir í dýragarði nokkrum í Taívan séu svona rólegir vegna þess að starfsmenn dýragarðsins kyrja Búddabænir yfir þeim og láti einnig dýrin stunda jóga. Gestum er leyft að klappa þeim og jafnvel bursta í þeim tennurnar.
Jæja... greinilega engar bænir í þessum dýragarði
![]() |
Fá að bursta krókódílatennur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Áfengisgjald hefur rýrnað um 13-33% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég heyrði brot úr morgunþætti á Bylgjunni í morgunn þar sem rætt var um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Atli Gíslason lögmaður og þingmaður VG var meðal viðmælenda og sagðist hann leggja að jöfnu líkamsárásir ofbeldismanna og akstur undir áhrifum og refsingar ættu að vera í samræmi við það.
Nú mun ég seint réttlæta akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna en ég tel þó þessa glæpi ekki sambærilega. Ég er þó síður en svo að mæla með að vímuefnaakstur sé tekin einhverjum vettlingatökum og ef ökumaður undir áhrifum veldur slysi, þá á hann auðvitað að fá harðann dóm.
Lögmaðurinn hefur oft verið í sviðsljósinu undanfarin misseri vegna kynferðisofbeldismála og bent á brotalamir í þeim málaflokki sem er vel en refsigleði virðist vera hans aðalsmerki og helst á honum að skilja að nóg sé að vera grunaður um slíkan glæp til þess að viðkomandi sé læstur inni og lyklinum hent.
Refsigleði Bandaríkjamanna virðist VG þingmaðurinn taka sér til fyrirmyndar en allir vita að sú leið skilar engum árangri og hefur ekkert forvarnargildi. Heift og hefnd á ekki að vera drifkraftur dómskerfisins og árangur á ekki að mælast í fjölda fanga í fangelsum, frekar í hinu gagnstæða, fæð þeirra. En í stað langrar fangelsisvistar þurfa þá að koma önnur úrræði, sérstaklega meðal yngri afbrotamanna. Hvort er hagkvæmara fyrir þjóðfélagið; fangavörður að gæti fanga sem er lokaður inní klefa, aðgerðarlaus með hendur í skauti, bíðandi eftir að losna út, eða kennari, sálfræðingur eða endurhæfingafulltrúi að vinna með afbrotamanninum í að byggja hann upp?
Bloggar | 9.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Höfða mál vegna fyrirhugaðar vegalagningar um Hornafjarðarfljót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snæfell séð til suðurs. Valþjófstaðafjall neðan við til hægri en inn í því er stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, sem tekin verður í notkun í október nk., Fljótsdalsvirkjun, 660 MW.
"Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð, sem hefur ekki rumskað undanfarin 10 þúsund ár. Það mun hafa myndazt síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt það rís, hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin. Það er tiltölulega auðvelt að klífa fjallið frá sæluhúsi Ferðafélagsins. Vestan Snæfells og austan Jökulsár á Brú eru Vesturöræfi og vestan hennar Brúaröræfi. Á báðum þessum öræfum eru meginstöðvar hreindýranna auk Kringilsárrana. Norðan Snæfells eru Nálhúshjúkar og sunnan þess eru Þjófahnúkar, en þaðan er gott útsýni yfir Eyjabakkasvæðið. Skemmtileg gönguleið liggur frá Snæfelli yfir Eyjabakkajökul að skála við Geldingafell og þaðan suður Lónsöræfi. Í Eyjabakkajökli eru tíðum stórkostlegir íshellar". (http://www.nat.is/travelguide/snaefell_ferdavisir.htm )
Snæfell séð til austurs, nálægt skálanum.
Það var hringt í mig frá upplýsingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum og ég beðinn að fara með 4 austurríska fjallagarpa að skálanum við Snæfell. Eftir að ég hafði kynnt mér hvernig var að fara á staðinn á eins drifs fólksbíl, þá mætti ég á sunndudaginn kl. 14 á uppl.miðstöðina og hitti þar fyrir tvenn pör, hvert þeirra með úttroðna bakpoka, (samtals um 100 kg). með viðlegubúnaði til viku gönguferðar frá Snæfelli til Hafnar í Hornafirði um Lónsöræfi. Þegar tekist hafði að troða farangrinum í skottið með lagni, var haldið af stað þessa 94 km leið en ég neita því ekki að ég hafði smá áhyggjur af bílnum svona þungt lestuðum með fólk og farangur.
Leiðin er greið, bundin varanlegu slitlagi um Fljótsdalsheiðina, þökk sé Kárahnjúkavirkjun, en síðustu 12 km. að Snæfellsskála er dæmigerður hálendisvegaslóði, með nokkrum óbrúuðum lækjarsprænum sem lítið er í á þessum árstíma svo allt gekk eins og í sögu, utan þess að ég heflaði slóðan á nokkrum stöðum með plasthlífinni undir vélinni á Passatinum mínum.
Fyrir daga Kárahnjúkavirkjunar var ég árlegur gestur á þessu svæði á haustin þegar ég fór til rjúpna. Vegurinn, sem þá var lítið annað en seinfær slóði, var einnig lagður af Landsvirkjun á sínum tíma, þegar rannsóknir fóru fram á virkjunarkostum við Eyjabakka og við Kárahnjúka.. Fljótsdalsheiðin er lygilega stór og flöt og merkilega mikill gróður þarna, graslendi víða en hæð heiðarinnar er 5-600 m.y.s.Komin í Snæfellsskála. Stúlkurnar fóru strax inn að tala við skálavörðinn. Þrátt fyrir þungbúið veður voru þau ekki á því að nýta sér skálann, heldur sögðust ætla að tjalda. Fjallagarparnir fjórir tilheyra ferðaklúbb í Austurríki og þegar annar strákanna hafði tekið mynd af mér við leigubílinn, létu hann mig hafa bréfsnepil með slóðinni: http://www.tourenwelt.at/ og sagði mér að fylgjast með því myndir úr ferðinni ætluðu þau að birta á þessari heimasíðu.
Bloggar | 7.8.2007 (breytt 8.8.2007 kl. 10:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er á móti mansali og hverskyns ofbeldi en ég dreg það stórlega í efa að þær stúlkur sem stundað hafa þessa atvinnugrein á Íslandi séu þvingaðar til þess. Ef slíkt sannaðist í einhverju máli þá ber að taka á því af fullri hörku.
Ég nota ekki þá þjónustu sem þessar stúlkur hafa að bjóða en fór nokkrum sinnum inn á svona staði fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst að lögreglan hafi nóg annað að gera en að eltast við þetta og þar með að BÚA TIL glæpamenn með tilheyrandi kostnaði og óhamingju.
Mér finnst að hávær minnihlutahópur róttækra feminista hafi gert lögregluyfirvöld lafhrædd við sig og með því að ofsækja svona starfsemi þá muni hún færast neðanjarðar með greiðari tengingum við raunverulega glæpastarfsemi, eiturlyf o.fl.
Mér finnst það fáránlegt áhugamál að leita uppi klám í öllum hornum og enn fáránlegra að halda að því verði útrýmt. Barnaklám, nauðganir og mansal er ekki eitthvað sem þrýfst ofanjarðar en með því að þrýsta öllu sem heitir nekt, klám, erótík o.s.f.v., niður í undirheimastarfsemina þá mun verða greiðari tenging á milli hrottalegra glæpa og saklausrar afþreyingar.
![]() |
Lögregla lokaði skemmtistað í Lækjargötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggar | 3.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kíki reglulega á Hannes Hólmstein á blogginu og mér finnst eiginlega merkilegt að hann skuli ekki fá fleiri "hits". Í nýjustu færslu hans, Fleira ríkt fólk fer hann yfir málflutning Stefáns Ólafssonar um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu:
"Þótt Stefán Ólafsson prófessor hafi verið iðinn að safna gögnum um tekjuskiptingu, hafa honum verið mislagðar hendur um úrvinnsluna. Skömmu fyrir síðustu þingkosningar hélt hann því til dæmis fram með skírskotun til svokallaðra Gini-stuðla, sem mæla ójafna tekjuskiptingu, að ójöfnuður hefði aukist hér langt umfram Norðurlönd og væri orðinn eins mikill og á Bretlandseyjum. En hann hafði reiknað Gini-stuðulinn fyrir Ísland rangt út. Hann átti að sleppa söluhagnaði af hlutabréfum, eins og gert er í alþjóðlegum samanburði, til dæmis í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins. Tekjuskipting er hér svipuð og annars staðar á Norðurlöndum".
Fleiri reikningsskekkjur Stefáns......
Ég skora á alla að kíkja á þennan pistil Hannesar.
Mér finnst merkilegt ef hinn lærði maður Stefán Ólafsson geri svona mistök "óvart". Frekar hef ég trú á að það hangi eitthvað annað á spýtu karls. Nálgun hans á málinu lyktar. En þar sem Stefán er Samfylkingarmaður, þá verður fróðlegt að sjá hvort vangaveltum hans á þessum nótum linni, nú þegar hans menn eru í ríkisstjórn.
Bloggar | 2.8.2007 (breytt kl. 15:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig dettur Össuri iðnaðarráðherra í hug að friður verði til að virkja fyrir vetni? Hefur hann ekkert fylgst með virkjanaumræðunni blessaður kallinn?
Mér skildist á grein sem ég las um daginn að töluvert langt væri í land með að vetnisbílar yrðu raunverulegur valkostur vegna kostnaðar og einhvern tíma las ég líka að ef allir bílar á Íslandi væru vetnisknúnir þá færi megnið af virkjunarkostum okkar sem við eigum eftir í að framleiða vetni, bara fyrir okkur. En nú á að afla orku fyrir vetnisbíla fyrir allt Evrópusambandið!
Þar fór Gullfoss og Dettifoss, Langisjór, Kverkfjöll...
![]() |
Ísland uppspretta vetnis fyrir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.8.2007 (breytt kl. 15:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvað svo Þorgerður?
- Landið þitt og landið mitt og landið okkar allra
- Tali ekki fyrir frávikum
- Íslenzkt fólk er að deyja út og okkar menning
- Hjartargullið
- Fljúga hvítu Rússaflygildin. Rússaveikin
- Maður lýttu þér nær.
- Glæpir í stað framfara í S-Afríku
- Haustmótið; Markús efstur
- Bjarni berfætti drap konu sína og var gert að gagna hringinn í kringum Ísland