Færsluflokkur: Bloggar
Fyrirsögnin er auðvitað spaug, því hlýnun jarðar mun hafa alvarlegar afleiðingar á sumum svæðum en ekki er víst að þetta sé svo slæmt fyrir okkur Íslendinga. Ef þessi flutningsleið á kortinu verður að veruleika, gæti það skapað mikla möguleika fyrir okkur sem miðstöð flutninga um svæðið. En það er ekki sjálfgefið því eflaust hugsa fleiri sér gott til glóðarinnar, t.d. í norður Noregi og í Rússlandi. Annars finnst mér athyglisvert hvernig línan er þrædd með ströndum þarna norðurfrá, því þegar ég var á þorskveiðum þarna fyrir um 10 árum síðan þá var Barentshafið að mestu íslaust frá Svalbarða að Nova Semlija (sem er langa mjóa eyjan við Rússland, beint norður af Múrmansk) og því hefði ég haldið að siglingaleiðin gæti legið frá Íslandi í beinni línu norður fyrir þá eyju.
Á landgrunni finnast ýmsar auðlindir svo sem olía og gas, en einnig ýmsir málmar og mikilvægar botnsetutegundir t.d. ostrur og skelfiskur. Athygli manna beinist nú í vaxandi mæli að ýmsum öðrum auðlindum sem kunna að finnast á landgrunninu, til dæmis erfðaefni lífvera.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig umhverfisráðherra bregst við því ef Íslendingar fara að vinna olíu og gas í ljósi þess að ekki má setja upp olíuhreinsunarstöð til þess að fullvinna afurðina. Er ekki eitthvað öfugsnúið við það?
![]() |
Flóknar deilur um auðlindir hafsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Afar athyglisvert viðtal var í Kastljósinu í gærkvöldi, við Maryam Namazie sem ólst upp sem Múslimi en þegar hún fullorðnaðist snerist hún gegn múslimskri trú og gekk í rótæk samtök fyrrum Múslima.
Maryam vill m.a. banna höfuðblæjur og kufla sem hylja algjörlega líkama kvenna og líkir slíkum klæðnaði við fangelsi eða líkpoka. Líkama þeirra, lífi og réttindum eru settar skorður í nafni trúar og vegna þess að eiginmenn þeirra krefjast þess. Múslimahreyfingar halda því fram að öll gagnrýni á þau séu sprottinn af skorti á umburðalyndi og kynþáttahatri. Þessu er Maryam algjörlega ósammála og segir þessu slegið fram til þess að þagga niður í gagnrýni á Íslam. Það sé frekar kynþáttahatur að halda því fram að miljónir manna séu kjarnin í þessum fyrirlitlegu hreyfingum sem gera líf fólks að vítisvist.
Maryam segir einnig í viðtalinu aðspurð hvort hún sé að tala um sérstakar hreyfingar innan múslimasamfélagsins, eða almennt, að tilhneiging sé til að aðgreina múslima í Íran og Sádi-Arabíu og síðan "góða og hófsama múslima", en í raun sé þetta allt af sama meiði. Hinar svokölluðu hófsömu hreyfingar séu í raun málpípur öfganna, með málamynda afsökunum á ofbeldi og slíku og ljá múslimahreyfingum geðþekkari blæ. Þeim hafi tekist það mjög vel og að múslímskar hreyfingar séu fyrst og fremst pólitískar hreyfingar.
Viðtalið má sjá HÉR
Bloggar | 6.9.2007 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)


![]() |
Börn þekktra Íslendinga áberandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Segja Íslandspóst kominn langt út fyrir hlutverk sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fékk þessa skemmtilegu lesningu í póstinum mínum:
Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti.
Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti.
Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag.
Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis.
Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða.
Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.
Þetta gefur okkur tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það?
Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið.
Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Bloggar | 6.9.2007 (breytt kl. 04:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldur kom upp í götusópara frá Bólholti kl. rúml 22 í kvöld í sunnanverðum Reyðarfirði, skammt frá Fáskrúðsfjarðargöngum. Bílstjórann sakaði ekki og hafði hann meira að segja tíma til að bjarga verkfærum úr bílnum. Eldtungurnar sáust vel frá Reyðarfirði (þorpinu) því bíllinn stóð í björtu báli. Ég brunaði á vetfang og tók þessar myndir. Tveir slökkvibílar voru mættir á staðinn ásamt lögreglu þegar mig bar að garði og höfðu slökkt eldinn að mestu. Eins og sést á myndunum er bíllinn ónýtur.
Bloggar | 5.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið til fundar, svokallaðrar yfirheyrslu, hjá öldungadeild Bandaríkjaþings, um orkumál nú í lok september. Það er í tísku núna að nýta jarðvarma til orkuöflunar og það hljóta að vera slæm tíðindi fyrir væntanlega andstæðinga álvers á Bakka við Húsavík. Ómar Ragnarson reitti sitt hár ef hann gæti það.
Jón G. Sólnes var gagnrýndur harkalega fyrir að berjast fyrir því að Kröfluvirkjun yrði að veruleika á sínum tíma. Ýmis ófrægingarorð voru látin falla um hann fyrir þá framsýni. Hann var vændur um að reisa sér mislukkaðan pólitískan minnisvarða. Vissulega gekk Kröfluvirkjun brösulega í goshrinunni á svæðinu 1975-1984. Meira að seigja kom hraunspýja upp úr einni borholunni. En í dag er starfið sem unnið hefur verið við nýtingu jarðvarmans á svæðinu orðin auðlind í sjálfu sér. Slíka þekkingu hafa Íslendingar öðlast á verkefninu.
Sömu ummæli fékk reyndar Halldór E. Sigurðsson á sínum tíma fyrir Borgarfjarðarbrúna og sannar að sjaldan orna þeir sér við eldana sem tendra þá.
![]() |
Forseta Íslands boðið til fundar um orkumál á Bandaríkjaþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.9.2007 (breytt 6.9.2007 kl. 04:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oft heyrist í umræðunni um Hálslón við Kárahnjúka, að vegna misjafnrar vatnsstöðu í lóninu þá verði mikið moldrok í þurrum Suð-Vestanáttum. Svo mikið að það verði jafnvel vandamál niður á fjörðum. Ekkert er gefið fyrir mótvægisaðgerðir. Þeir sem búa á Austfjörðum þurfa ekki Hálslón til að þekkja moldrokið. Oft er það svo mikið af Austurhálendinu að ekki er hægt að hengja út þvott. Á myndinni sem tekin var í dag, 4. sept. sést moldrokið sem leggst yfir Héraðsflóann og Vopnafjörð.
Á þessari mynd sem ég tók af http://blogg.visir.is/halldor/ má sjá Hálslón, merkt no. 4. Svæðið sem skapast við lægra vatnsborð er a.m.k. helmingi minna en lónið og það virkar nú agnarsmátt miðað við eyðisandana vestur af lóninu. Getur það virkilega skapað eins ógnarstórt vandamál og andstæðingar Kárahnjúkaframkvæmdanna vilja vera láta?
![]() |
Moldrok á haf út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.9.2007 (breytt kl. 01:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Viðskiptahallinn tvöfaldaðist milli ársfjórðunga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 947682
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Haustmótið; Markús efstur
- Bjarni berfætti drap konu sína og var gert að gagna hringinn í kringum Ísland
- Reykjavíkurflugvöllur þá og nú
- Faðirvorið, stytt útgáfa
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, James Comey fyrrum yfirmanni FBI. Nálgun Trumps á málið verið afar sérstök, einmitt sú nálgun gæti leitt til frávísunar málsins á lagagrunni Trump sjálfur hefur reynt að beita í eigin dómsmálum!
- Framganga Þorgerðar
- Fólk er fífl í öllum löndum!!
- ALLIR "OPINBERIR" AÐILAR SAMMÁLA ÞVÍ AÐ FARA ÚT Í FYRIKRRFRAM "DAUÐADÆMDA" FRAMKVÆMD.....
- Bæn dagsins...
- Hlaupið í blindni fram af bjargbrún