Eru til hófsamir Múslimar?

Afar athyglisvert viðtal var í Kastljósinu í gærkvöldi, við Maryam Namazie sem ólst upp sem Múslimi en þegar hún fullorðnaðist snerist hún gegn múslimskri trú og gekk í rótæk samtök fyrrum Múslima.

 

 

Maryam vill m.a. banna höfuðblæjur og kufla sem hylja algjörlega líkama kvenna og líkir slíkum klæðnaði við fangelsi eða líkpoka. Líkama þeirra, lífi og réttindum eru settar skorður í nafni trúar og vegna þess að eiginmenn þeirra krefjast þess. Múslimahreyfingar halda því fram að öll gagnrýni á þau séu sprottinn af skorti á umburðalyndi og kynþáttahatri. Þessu er Maryam algjörlega ósammála og segir þessu slegið fram til þess að þagga niður í gagnrýni á Íslam. Það sé frekar kynþáttahatur að halda því fram að miljónir manna séu kjarnin í þessum fyrirlitlegu hreyfingum sem gera líf fólks að vítisvist.

Maryam segir einnig í viðtalinu aðspurð hvort hún sé að tala um sérstakar hreyfingar innan múslimasamfélagsins, eða almennt, að tilhneiging sé til að aðgreina múslima í Íran og Sádi-Arabíu og síðan "góða og hófsama múslima", en í raun sé þetta allt af sama meiði. Hinar svokölluðu hófsömu hreyfingar séu í raun málpípur öfganna, með málamynda afsökunum á ofbeldi og slíku og ljá múslimahreyfingum geðþekkari blæ. Þeim hafi tekist það mjög vel og að múslímskar hreyfingar séu fyrst og fremst pólitískar hreyfingar.

Viðtalið má sjá HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég varð nú snortinn af því að horfa á þetta og finnst mér skrítið að ekki skuli koma fram fleiri konur til að mótmæla þessari meðferð, því eftir því sem mér er sagt (ég hef ekki lesið Kóraninn og því get ég ekki fullyrt í þessu efni) en það er víst hvergi getið um það í Kóraninum að konur eigi að hlíta þeirri meðferð sem við sjáum að er gert í heittrúarlöndum múslima og er yfirfærð á Vesturlönd þegar múslímar flytja þangað.

Jóhann Elíasson, 6.9.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sammála þér Jóhann. En það er ýmislegt sagt í kóraninum sem sumir öfgamenn taka bókstaflega, t.d. að breiða skuli út Múhameðstrú með sverði. Það er í raun sagt þannig en á væntanlega að vera myndlíking. Það er svo sem ýmislegt sagt í Biblíunni sem auðvelt er að rangtúlka líka, og hefur verið gert. En við lifum við ákveðin mannréttindi hér á vesturlöndum, sem eru fótum troðin í Múslimaríkjum. Engin ástæða til að sýna því umburðarlyndi. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er annað sem að mínu mati er stóralvarlegt mál, vegna þess að kristið fólk erum umburðalynt gagnvart öðrum menningarheimum en múslímar breiða út trú sína með sverði, þá erum við umburðarlynd gagnvart þeim (dæmi t.d er ekki svínakjöt á boðstólum í mötuneytum sumra skóla) í stað þess að þetta fólk eigi að laga sig að okkar siðum og venjum, þegar það flytur til okkar landa, þá erum við að laga okkur að þeirra venjum, sem er að mínu mati rangt því þetta fólk þekkir ekki neitt sem heitir umburðarlyndi og gengur því á lagið og áður en við vitum af búum við í múslimaríki og megum þakka fyrir að fá að halda lífi og svínakjöt fæst ekki lengur í Bónus.

Jóhann Elíasson, 7.9.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband