Færsluflokkur: Bloggar

Hlutlausir stjórnmálaskýrendur?

Baldur Þórhallsson og Einar Mar Þórðarson eru gjarnan fengnir sem hlutlausir stjórnmálaskýrendur á Stöð 2. Einhvernvegin hefur mér alltaf fundist að það vanti töluvert upp á hlutleysið í túlkun þeirra á atburðum. Á yfirborðinu virðast þeir hlutlausir og reyna eflaust að vera það. Mér finnst hins vegar skína í gegn að þeir séu báður Samfylkingarmenn. Er það einhver misskilningur í mér?

Það er auðvitað erfitt að finna hlutlausan aðila í þetta hlutverk, flestir hafa jú sína pólitísku sannfæringu. En væri bara ekki réttast að hver flokkur hefði sinn fræðimann á hliðarlínunni þannig að fólk velkist ekki í vafa um hverra hagsmuna þeir reyna að gæta?


Dagur dregur í land og Svandís þegir

Obobob segir Dagur. Hægan, hægan, er það nú endilega rétt að fara í þessa málssókn? Svandís situr prúð og hljóð, rjóð í kinnum og bítur í neðrivörina á sér. Eru að renna tvær grímur á nýja borgarstjórnarmeirihlutann? Voru vandlætingarhrópin og köllin eitthvað vanhugsuð hjá alþýðuhetjunum, nú þegar pusið er farið að baða andlit þeirra?

Ég held reyndar að vandlætingartónninn hafi alveg átt rétt á sér en nú þegar siðferðispostularnir eru orðnir yfirmenn skútunnar, þá bíður fólk eftir aðgerðum. Ef hreinsa á út fúlt kjölvatnið, þá þarf að senda einhvern í það og yfirmennirnir komast ekki hjá því að finna ólyktina. Þeim kannski flökrar of mikið?

Hvað bíður Binga? Hann er sá eini sem hélt plássinu úr gömlu áhöfninni. Dagur og Svandís eru kannski að fatta það núna fyrst?


mbl.is Vilhjálmur: Borgarstjórn styðji málssókn Svandísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónalegur apótekari

Þegar ég kom heim í dag, tók konan mín á móti mér í miklu uppnámi. Þegar ég spurði hana hvað væri að þá sagði hún næstum með tárin í augunum að apótekarinn hefði verið svo dónalegur við hana í símann um morgununinn. "Ég var búin að hringja mjög lengi og oftar en einu sinni áður en hann loksins svaraði, og þá með þvílíkum dónaskap og hortugheitum".

Það fauk í mig og ég fór út í snatri og keyrði beina leið í apótekið. Þegar ég kom inn í apótekið gekk ég rakleiðis að apótekaranum og bað hann að gjöra svo vel og biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart konnunni minni um morguninn. Apótekarinn varð skelfingin uppmáluð þegar hann sá hversu illilegur ég var í framan og sagði:

"Leyfðu mér að útskýra mína hlið á málinu. Í morgunn þá klikkaði vekjarinn á klukkunni minni svo ég vaknaði of seint. Ég rauk fram úr og beint út í bíl án þess að fá mér morgunnmat og uppgötvaði þá að ég hafði læst bæði bíllyklana og húslyklana inni í húsinu. Ég varð því að brjóta glugga til þess að komast inn og ná í lyklana. Þegar ég hafði náð í lyklana þá brunaði ég af stað en var stöðvaður stuttu síðar af löggunni fyrir of hraðan akstur. Rétt eftir að ég losnaði úr þeirri töf þá sprakk á bílnum. Þegar ég komst loksins í vinnuna þá var komin löng röð af fólki fyrir utan dyrnar bíðandi eftir að ég opnaði. Ég opnaði og byrjaði strax að afgreiða fólkið en á meðan hringdi fjandans síminn stanslaust. Mig vantað skiptimynt og náði í svona innpakkaða rúllu af tíköllum og sló henni við í skúffubrúnina á afgreiðslukassanum og tíkallarnar tvístruðust um allt gólf. Ég þurfti því að skríða á fjórum fótum til að tína skiptimyntina saman og enn hringdi síminn stöðugt. Þegar ég hafði náð síðasta tíkallinum, stóð ég upp en rakk þá hnakkann í opna skúffuna á afgreiðslukassanum og við það missti ég jafnvægið og féll aftur fyrir mig á hillu sem var full af ilmvatnsglösum. Helmingurinn af þeim féll á gólfið og brotnuðu. Allan tímann hringdi síminn og þegar ég staulaðist að honum og svaraði, þá var konan þín í símanum. Hún vildi vita hvernig nota ætti endaþarmshitamæli".

Svipurinn á apótekaranum var átakanlegur þegar hann sagið að lokum:

"Og ég sver við minningu móður minnar að það eina sem ég gerði, var að segja henni það".


Lágkofakúltúrinn á undanhaldi

Ef marka má könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrr á árinu eru flestir borgarbúar ánægðir með þennan háhýsavöxt í borginni. Tveir af hverjum þremur töldu að háhýsi ættu rétt á sér í borgarskipulagi. Reyndar voru fleiri karlar en konur hlynntir háhýsum, og einnig virðast þau falla yngra fólki betur í geð.

Atkitektúr er ekki undanskilinn þegar tískusveiflur eru annars vegar. Reglulega rís upp hávær hópur fólks og mótmælir ef byggingar á höfðuborgarsvæðinu rísa upp fyrir eitthvert rétttrúnaðarnorm. Fundið er slíkum byggingum allt til foráttu og þær sagðar ekki henta hér m.a. vegna mikillar skuggamyndunar vegna norðlægrar stöðu borgarinnar, vegna vinds sem þær skapa og guð má vita hvað.

Fyrir utan hvað háar byggingar eru gjarnan stórglæsileg mannvirki, þá hafa þær að sjálfsögðu hagnýtt gildi í borgarsamfélagi. Þær nýta pláss betur.

Fyrir 20-30 árum síðan þá mátti helst ekkert skraut og prjál vera á nýbyggingum, sérstaklega ekki ef opinberir aðilar byggðu. Arkitektúrinn átti að vera einfaldur og engu mátti eyða aukalega í "hégóma" eins og sumir orðuðu það. Margar ömurlegar byggingar í Reykjavík eru til vitnis um þennan stíl sem ég ætla ekki að telja upp hér. Sálarlausir ferkantaðir kassar sem setja austurþýskan blæ á umhverfi sitt.

Sem betur er fer kassatímabilið liðið.


mbl.is Á efstu hæð á hæsta húsi landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg aðalatriði

BDSM-listinn

BORGARSTJÓRN1BORGARSTJÓRN2

Þetta sameiningarmál Grænagreysis og REI virðist ætla að vinda upp á sig og eflaust eru ekki enn öll kurl komin til grafar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig BDSM listinn (Björn, Dagur, Svandís, Margrét) mun höndla málið undir forystu Svandísar. Svandíst átti jú sviðið í aðdraganda málsins og hún lét nokkur athyglisverð ummæli falla um núverandi samstarfsmann sinn úr Framsóknarflókknum, á meðan að það hentaði. Þau ummælu eru örugglega geymd í einhverju bankahólfi og tekin til handargagns síðar.

Á einhverjum tímapunkti fannst mér aðalatriðið vera að Villi gamli hefði augljóslega logið um vitneskju sína um kaupréttarlistann en síðan hafa mörg önnur aðalatriði skyggt á það. 

BORGARSTJÓRN3BORGARSTJÓRN4

Slæleg vinnubrögð Sjallana í upphafi málsins og svo í framhaldinu urðu þeim dýrkeypt en þó held ég að þeir verði þeir einu sem koma standandi niður úr öllum þessum hremmingum. En ég held það sé samt réttast að bíða með spekingslegar vangaveltur um þetta flókna mál þar til Svandís Svavarsdóttir hefur hrært almenninlega í skítnum með stóru sleifinni sinni. Kannski kemur eitthvað meira í ljós, eitthvað svo svakalegt að Binga verði ekki stætt í borgarstjórn, eða hættir Svandís að hræra áður?

Það er spurning hver verður "slave" og hver verður "master" í þessari sérkennilegu sambúð. Þetta verður kvalræðisstjórn, svo mikið er víst.

Ps. Ætlaði að blogga þetta við þessa: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1297046 frétt, nenni svo sem ekki að breyta þessu enda tengist þetta allt þvers og krus.


mbl.is Engar ákvarðanir teknar um Hitaveitu Suðurnesja á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gælunöfn íslenskra skákmanna

Ég kíki gjarnan á síðu Snorri Bergz skákmanns til að lesa um það sem er að gerast í skákinni. Hann er oft með skemmtilegar færslur um skákmót. Maður fær svona innanbúðarsýn á gang mála. Oft sé ég skemmtileg gælunöfn á íslenskum skákmönnum í pistlum hans og ég spurði hann hverjum hvað tilheyrði. Hér kemur svarið:

 Forrest Gump = Hannes Hlífar
Naddi = Nataf
Þrölli = Þröstur
Punkid = Stefan
Barbi = Arnar
Uglan = Jón Viktor

Kisi = Bragi
Húnn = Björn
Osturinn = Sig. Daði
Stóritími = Róbert
Skjaldbakan = Kristján
RB (Throllid) = Runar Berg

Úr einni nýlegri færslu Snorra:

"....Af þeim er Jón Árni, hinn indæli drengur, stundum kallaður Hr. Jafntefli. Hann er einnig málsvari Norður-Kóreu hér á landi, þar sem sósíalisminn ríkir.

Og því, eins og ónefndur skákari og fyrrv. bloggari sagði, boðar hann "frelsi, jafnrétti og bræðralag", ja, eða "frelsi, jafntefli og bræðralag".  Grin


Eyjólfur hefur sannað sig

Boltinn liggur í marki Íslands eftir skalla Oskars Klava, 1:1.Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur sannað að það voru mistök að ráða hann í starfið. Einhverjum hefði dottið í hug að gera breytingar á liðinu í hálfleik eftir herfilega frammistöðu í þeim fyrri. Fyrsta breyting er gerð eftir 70 mínútna leik og svo aftur í blálokin. Hverju ætlaði Eyjólfur að breyta síðustu tvær mínúturnar? Það er grátlegt að horfa upp á leikmenn liðsins spila eins og byrjendur, ná engu sambandi við hvern annann á vellinum, lélegar sendingar, móttökur, slakar staðsetningar með og án bolta, vörn og miðja út á þekju og markmaður sem ver ekki laflausan bolta úr aukaspyrnu.

Svo fannst mér lýsing Hrafnkels Kristjánssonar með aðstoð Willums í sjónvarpinu fyrir neðan allar hellur. Frá upphafi var lýsing þeirra eins og um jarðarför hefði verið að ræða og ég velti því fyrir mér hvort þeir væru að horfa á sama leik og ég þegar þeir sögðu að Lettar hefðu greinilegan engan áhuga á leiknum og litu á hann sem skylduverkefni sem þeir þyrftu að ljúka vegna þess þeir hefðu ekki lengur séns í þessu móti. Og þetta segja þeir eftir 6 mínútna leik!!! Hvílík dýpt í leikgreiningu eða hitt þó heldur.  

Eyjólfur Sverrisson var frábær leikmaður á sínum tíma og leiðtogi bæði innan vallar sem utan en slíkir hæfileikar hafa aldrei gert menn að frambærilegum þjálfurum. Eyjólfur var ráðinn í æðstu þjálfarastöðu landsins án þess að hafa þjálfað eitt einasta lið áður, utan unglingalið. Hvar í veröldinni væri ekki hlegið að slíkri ráðningu?

Látum Eyjólf klára þetta mót og setjum svo metnað í næstu þjálfararáðningu. KSÍ hefur gumað af sterkri fjárhagsstöðu undanfarin ár, svo ekki ætti að vera vandamál að fá góðan erlendan þjálfara sem hefur sannað sig sem þjálfari. Íslenskir knattspyrnuunnendur eiga það skilið eftir þrautagöngu undanfarinna missera.


mbl.is Ósigur gegn Lettum, 2:4, en Eiður sló markametið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarti Pétur / Glanni Glæpur

Aumingja Bingi, leiksoppur Alfreðs Þ.


Þess vegna á að selja strax


Mynd 436698 „Það er ekkert séríslenskt við jarðhitaleit og jarðboranir," segir Stefán Arnórsson, doktor í jarðefnafræði og prófessor við jarðvísindaskor Háskóla Íslands. "Nánast allar framfarir í bortækni koma til dæmis frá olíuiðnaðinum, ekki frá jarðhitanum. Það er því ekki um neina útrás að ræða hérlendis, að minnsta kosti ekki fyrir jarðvísindamenn."

Dagur B. Eggertsson ætlar að fara í áhættusaman rekstur fyrir almannafé í REI málinu. Sjálfstæðismenn ýttu hugmyndinni úr vör en vilja láta einkaaðila um framhaldið. Taka strax hagnaðinn sem er í hendi núna.

Það vantaði ekki bjartsýnina hjá fjármálaspekúlöntum og ráðgjöfum þegar hlutafé var auglýst í ÍE á sínum tíma. Þetta átti að vera gefið mál að hagnast um mörg hundruð prósent á skömmum tíma. Fjöldi fólks skuldsetti sig í botn en situr eftir eignalaust. Þá var einnig talað um ÍE eins og það væri eina fyrirtækið í heiminum sem sæti að rannsóknum á sínu sviði en raunin var sú að mörg önnur fyrirtæki réru á sömu mið. Punktur com fyrirtækin eru einig minnisstæð.

Opinberum sjóðum á ekki að verja í áhættufjárfestingar. Forsvarsmenn sjóðanna bera enga ábyrgð þegar á hólminn er komið. Ákvarðanatökur þurfa oft að vera teknar hratt í svona málum og það gengur ekki átakalaust þegar pólitíkin blandast í málið. Og þó hugmyndin um útrásina heppnist í höndum einkaaðila er ekki þar með sagt að hún hepnnist hjá lýðræðislega kjörnum stjórnmálamönnum.


mbl.is Orkuútrásin er áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Gúrú og freðurinn

 Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, deilir...Trúverðugleiki Nóbels akademíunnar hefur ekki alltaf verið mikill og útnefningar hennar hafa oft verið umdeildar eins og dæmin sanna.

Í lofslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna var smalað saman fólki sem ekki telst allt vísindamenn í ströngum skilningi þess orðs. Meira segja er fólk þar innanborðs sem kannast ekki einu sinni við að hafa verið spurt álits. Áróðursmynd Al Gore er uppfull af hæpnum vísindum sem flett hefur verið ofan af. Þe.a.s. að í henni eru álitaefni og kenningar sem ekki hafa verið sannaðar. Veðurlíkön notuð sem standast ekki o.s.frv.

Umræðan um mengun á jörðinni er bæði góð og slæm, vonandi aðallega góð. Hið slæma er að kostnaðurinn við gróðurhúsakenninguna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina en hið góða er auðvitað vakning almennings og kröfur um endurnýjanlega orku. Kröfur um minna mengandi iðnað, sparneytnari og minna mengandi bílvélar o.fl. Víða í stórborgum er ástandið orðið hættulegt heilsu manna og það gengur náttúrulega ekki.

En ég verð að játa fákunnáttu mína í tengingunni milli kenninga um hlýnun jarðar af mannavöldum og friðs. Ég hefði haldið að í þeirri blöndu væri frekar efni í ófrið. En hvað veit ég svo sem.


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband