Gælunöfn íslenskra skákmanna

Ég kíki gjarnan á síðu Snorri Bergz skákmanns til að lesa um það sem er að gerast í skákinni. Hann er oft með skemmtilegar færslur um skákmót. Maður fær svona innanbúðarsýn á gang mála. Oft sé ég skemmtileg gælunöfn á íslenskum skákmönnum í pistlum hans og ég spurði hann hverjum hvað tilheyrði. Hér kemur svarið:

 Forrest Gump = Hannes Hlífar
Naddi = Nataf
Þrölli = Þröstur
Punkid = Stefan
Barbi = Arnar
Uglan = Jón Viktor

Kisi = Bragi
Húnn = Björn
Osturinn = Sig. Daði
Stóritími = Róbert
Skjaldbakan = Kristján
RB (Throllid) = Runar Berg

Úr einni nýlegri færslu Snorra:

"....Af þeim er Jón Árni, hinn indæli drengur, stundum kallaður Hr. Jafntefli. Hann er einnig málsvari Norður-Kóreu hér á landi, þar sem sósíalisminn ríkir.

Og því, eins og ónefndur skákari og fyrrv. bloggari sagði, boðar hann "frelsi, jafnrétti og bræðralag", ja, eða "frelsi, jafntefli og bræðralag".  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband