Færsluflokkur: Bloggar

Haustannir á Reyðarfirði

e1e8dbdf79d2dd9

Hver hefði trúað þessari sjón á Reyðarfirði fyrir örfáum árum? Verið er að ganga frá svæðinu í kringum gerfigras sparkvöllinn norðan við knattspyrnuhúsið. Þarna eru á ferðinni starfsmenn umhverfissviðs Fjarðabyggðar ásamt verktaka.

Kvótinn hvarf frá Reyðarfirði þegar eigendurnir hjá Skipakletti, sem gerðu út frystitogarann Snæfugl SU 20 seldu hann til Samherja 1998. Ég var á togaranum þegar það gerðist og héldu forsvarsmenn Samherja  fund með áhöfn togarans eftir að kaupin höfðu farið fram. Skiljanlega var uggur í mönnum því um 40 fjölskyldur áttu afkomu sína undir togaranum í þorpinu. Áhöfninni var tilkynnt að togarinn yrði áfram gerður út frá Reyðarfirði en það stóð ekki nema nokkra mánuði. Síðasti trillukarlinn seldi sinn kvóta um daginn og nú er ekki veitt bein úr sjó nema nokkrir Pólverjar sem dorga við bryggjurnar.

En hver þarf svosem kvóta í hamförunum sem hér eiga sér stað?


Þetta hefði líka gerst í ríkisstjórn

Maður er nú bara hálf sleginn við þessa niðurstöðu. En þetta sýnir hversu hæpið hefði verið að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.  Ég má til með að benda á pistil Sigurðar Kára Kristjánssonar um REI-málið. Dagur B. talar um að 50 miljarða hagsmunir hefðu verið í húfi og í ljósi þeirrar skarpskyggni hlýtur hinn nýji borgarstjóri að vera eftirsóttur á hlutabréfamarkaði fjármálastofnana. Ekki amalegt að hafa slíkan spámann í sínum röðum. Pistill Sigurðar Kára er HÉR .

Ég reyndist sannspár í færslu minni um friðarsúluna, þar sem ég setti fram spurningu um hvort vígsla listaverksins yrði síðasta embættisverk Vilta Tryllta Villa, en það hvarflaði ekki að mér að meirihlutinn springi.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðorðin

Kristnifræðikennarinn var að ræða við 6-7 ára  nemendur sína í fyrsta bekk um boðorðin 10. Þegar hún hafði útskýrt fyrir börnunum " Heiðra skaltu föður þinn og móður", þá spurði hún krakkana: "Er eitthvert boðorð sem kennir okkur hvernig á að koma fram við bræður okkar og systur?". Einn drengurinn í bekknum sem var elstur í sínum systkynahóp svaraði strax án hiks: "Þú skalt ekki morð fremja".

Súludans

442477A

Þekktasta listaverk Kaupmannahafnar er Hafmeyjan. Reyndar er mér minnisstætt þegar ég sá hana í fyrsta (og eina) skiptið árið 1980, hvað mér þótti hún ómerkileg.

Imagine Peace Tower er tilkomumikið og fallegt nafn á listaverkinu í Viðey og verður sennilega mjög góð landkynning. Eða kannski ætti maður að segja Reykjavíkurkynning. Hugsanlega hverrar krónu virði. Kostar ekki ein heilsíðu auglýsing í stóru bandarísku dagblaði einhverja tugi miljóna og mínútan í sjónvarpi svipað? En svo er e.t.v. tóm vitleysa að hugsa þetta í krónum og aurum? Lítum frekar á þetta sem framlag okkar til heimsbygðarinnar með því að auglýsa þetta yndislega slagorð:

 

Hugsaðu frið!


mbl.is „John er hér með okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegar breytingar

2d1d12f7fef16ba1528068521fce1c71

 

 

 

 

 

Starfsmenn umhverfissviðs Fjarðabyggðar og verktakar eru nú í haustönnum.  Víða í bæjarfélaginu er verið að ganga frá opnum svæðum og að vinna við gróðurbeð.  Hafist verður handa við að setja niður haustlauka um miðjan október.   Á myndunum má sjá hvernig verið er ganga frá svæðum á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði.  (Af vef fjardabyggd.is)

Stórkostlegar breytingar hafa orðið á Reyðarfirði frá því framkvæmdir hófust við byggingu álvers Alcoa. Fyrir álversframkvæmdir voru engar svona haustannir, einfaldlega vegna þess að ekki var frá neinu að ganga. Kyrrstöðu fylgir ekkert rask. Nú er sama hvert litið er í þorpinu, allstaðar eru framkvæmdir. Þjónusta á alla lund við íbúana hefur stóraukist og fjölgunin í þessu 600 manna þorpi fer að nálgast 100% á aðeins tveimur árum. 

Það er ótrúlegt til þess að hugsa hvernig andstæðingar álversins töluðu niður verkefnið á alla lund og þar á meðal ekki síst forystumenn í þingliði V-grænna. Orð eins og : "ofmetin áhrif stóriðjunnar" - "hver vill búa í verksmiðjugettói" - "óbærileg mengun frá verksmiðjunni" - "einhæf vinna fyrir útlendinga í verksmiðjunni", og svona mætti lengi telja. Það væri vert að taka saman öll þau ummæli svokallaðs málsmetandi fólks sem barðist hve harðast á móti þessu framfaraspori.  Ég er ekki viss um að það fólk kannist við ummæli sín kinnroðalaust þegar raunveruleikinn blasir við því.


Þeir hafa ekkert lært

Sorp-snepillinn DV er samur við sig og hefur ekkert lært af afleiðingum fyrri gjörða. Ég sá reyndar fljótlega í hvað stefndi með þennan fjölmiðil og ég þori ekki að snerta hann af ótta við að fá á mig einhverja óværu. Þetta rakalausa "skúbb" verður banabitinn og DV lógóið mun aldrei sjást meir á íslenskum blaðamarkaði.

Þá er bara að koma af stað hugmyndasamkeppni um heppilegt nafn á síðdegisblað. Og munið, DV er úti.


mbl.is Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingar

Enn ein hrakspáin frá sérfræðingunum.

Það er nú varla að gerast í fyrsta skipti í sögu lífríkis jarðarinnar að breytingar verði á afkomu dýrastofna. Hingað til hafa þeir fært sig um set þegar breytingar dynja yfir og mannskepnan sjálf þar ekki undanskilin.

Á ráðstefnu "sérfræðinganna" í Færeyjum komust þeir að óvæntri niðurstöðu:

"Mikil óvissa ríkir um hver verði áhrif hlýnandi loftslags í framtíðinni. Sérfræðingarnir vilja þess vegna benda á nauðsyn þess að huga að öðrum mannlegum þáttum sem geta haft neikvæð áhrif á sjófuglastofna. Þeir leggja einnig áherslu á samvinnu margra greina þjóðfélagsins við það verkefni."

Í mjög svo athyglisverðri grein eftir Hannes H. Gissurarson, "Er heimurinn enn að farast? , er þáttur "sérfræðinga" baðaður skemmtilegu ljósi. Skora á ykkur að kíkja á grein Hannesar.


mbl.is Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinur í raunum

Það er angistarfull upplifun að lenda í óargadýrir sem ætlar að drepa þig. Þú kjaftar þig ekki út úr þeim vandræðum.

Tveir menn voru staddir í Safariferð í Afríku og urðu viðskila við ferðafélaga sína. Þeir snéru til baka í átt til búða sinna og skyndilega átta þeir sig á því þegar þeir eru komnir út á opið svæði að ljónynja er að læðast að þeim. Annar maðurinn opnar þá bakpokann sinn og tekur upp forláta hlaupaskó og fer að klæða sig í þá. Vinur hans horfir forviða á hann og segir: "Þú heldur þó ekki að þú getir hlaupið undan ljónynjunni?". "Nei", segir þá hinn, "en ég gæti hlaupið hraðar en þú".


mbl.is Skógarbjörn drap sænskan veiðimann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjónabandsvandræði

Þessi gerðist í afskektri sveit á Norðurlandi ekki alls fyrir löngu.

Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.

Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.

Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka. Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.

Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annari með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.

Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:

"Svooona Páll, á að sveifla handklæðinu!".

 

 

 

 


Varaformaður Félagsins Ísland-Palestína

Varaformaður Félagsins Ísland-Palestína, Viðar Þorsteinsson skrifar grein í vefritið Kistan um bókmenntahátíðina í Reykjavík 2007. Viðar fer mikinn í skrifum sínum um það hverslags hneiksli það hafi verið að bjóða á hátíðina Ayyan Hirsi Ali, fyrrverandi múslima og stjórnmálamanni í Hollandi, en hún hraktist þaðan vegna morðhótana múslimskra öfgamanna og eftir að þeir höfðu myrt Theo van Gogh árið 2004, kvikmyndagerðarmanninn sem gerði mynd um múslima eftir sögu Ayyan Hirsi Ali.

Grein Viðars er HÉR en í greininni vekur einnig athygli ummæli hans "Það sem stingur næstmest í augu á Bókmenntahátíð (fyrir utan heimsókn Ayyan Hirsi Ali, innsk.) er heimsókn hjónanna Jung Chang og Jon Halliday, en þau eru höfundar níðrits um Maó Zedong".

Sannleikurinn virðist fara í taugarnar á varaformanni Félgsins Ísland-Palestína.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband