Tekinn á teppið

Didier Drogba ætlar ekki að ræða framtíðarmál sín frekar í bili.Það er augljóst að  Didier Drogba hefur verið tekinn á teppið hjá forráðamönnum Chelsea. Honum hefur verið gert ljóst að engir möguleikar væru á að hann færi þetta keppnistímabil og allt svona tal hjá honum væri einungis til þess fallið að skemma enn frekar andann í annars tættu liði.

En í tilefni fyrirsagnar þessa pistils, vissuð þið það að þetta orðatiltæki "að vera tekinn á teppið" er upprunnið frá móðurafa forsætisráðherrans, Geirs Haarde? Steindór gamli þurfti stundum að eiga við bílstjóra sína orð á skrifstofu sinni á Steindórsplaninu. Á gólfinu var teppisrenningur sem mennirnir stóðu á þegar hann las yfir þeim.


mbl.is Drogba sér eftir ummælum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband