Hundrað og einn náttúrubarn

Nature%20012

 

Vítt og breitt um landið eru náttúrubörn. Þau lifa í sátt við umhverfi sitt en standa frammi fyrir því vandamáli að meiga ekki björg sér veita. Þetta á ekki bara við um trillukarla í litlum sjávarplássum. 

En svo er fullt af 101 náttúrubörnum, sem dvelur úti í náttúrunni og dreifbýlinu á tyllidögum og frídögum. Það birtast gjarnan viðtöl við þau í fjölmiðlum. Ég sé þau fyrir mér í lopapeysu og með frekar tætingslegt hár, væntanlega af allri útiverunni. Það drýpur af þeim réttlætiskenndin, tærleikinn og hollustan. Og sjálfbærnin, ekki gleyma henni.

Raunveruleikabörnin horfa á þetta. Sum verða reið, önnur sár og sum bæði.

Fólk af Suð-Vesturhorninu hefur beitt sér fyrir því að möguleikum Austfirðinga til þess að lifa af auðlindum svæðisins sé fækkað um einn. Það er dálítið mikil fórn, ég myndi segja um 33,3% af auðlindunum. Einn hlutinn eru sjávarauðlindir, annar eru fallvötnin og jarðvarminn, þriðja er mannauðurinn. Tilraunina til valdbeitingarinnar réttlæta andstæðingar, t.d.  framkvæmdanna við Kárahnjúka, með því að segja að verið sé að fórna einhverju ómetanlegu gagnvart ófæddum kynslóðum. Það er þeirra skoðun, hvað getur maður sagt?

En það eru bara ekki allir á þeirri skoðun. Þeir sem vilja skynsamlega nýtingu náttúrunnar hljóta að vera í yfirgnævandi meirihluta allra hugsandi manna. En það er örlítill meiningarmunur á því hvað fólk kallar "skynsamleg nýtingu". Báðir hafa sitthvað  til síns máls, svo þetta er væntanlega spurning um meirihlutavilja almennings um hvað gert skuli.

Þegar þeir sem telja sig sérstaka sendiherra sjónarmiða um óafturkræf umhverfisspjöll, standa frammi fyrir því að sjónarmið þeirra eru í minnihluta, þá verða þeir að sætta sig við niðurstöðuna eins og allir lýðræðisþenkjandi menn gera, og ættu að gera með glöðu geði. Ný baráttumál bíða handan við hornið og svoleiðis mun það vonandi alltaf verða. En megi skynsemin, í víðasta skilningi þess orðs, ávalt sigra að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband