Dæmið ekki

Paul Tibbets veifar áður en hann hélt af stað í...Mér finnst það svolítið merkilegt að sjá suma blogga um þessa frétt og segja að Paul Tibbets, flugstjóri á B-29 sprengjuflugvélinni sem notuð var til að varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima, hafi verið vondur maður. Vondur maður af því að hann sér ekki eftir þessu og missir ekki svefn vegna þessa.

 Paul Tibbets kom mér fyrir sjónir sem góðlegur og vel gefinn gamall maður í viðtali sem ég sá við hann. Hann talaði um brjálæði strtíðsins og þær miklu mannfórnir sem af þeim hlytist, ekki síst hjá saklausum borgurum. Paul Tibbets er ekki holdgerfingur kjarnorkusprengjunnar, ekki heldur Albert Einstein sem kom að þróun hennar, né heldur Harry Trumann Bandaríkjaforseti sem þó er sá eini sem í raun væri hægt að draga til ábyrgðar fyrir þessum voðaatburði í mannkynsögunni. En þó Truman tæki að lokum einn ákvörðunina um að varpa þessum sprengjum þá var sú ákvörðun ekki tekin vegna duttlunga hans. Fjöldi manna kom að ákvörðuninni og þetta var niðurstaðan.

Kjarnorkuárásirnar á Hirosíma og Nagasaki voru ekki gerðar af mannvonsku, heldur í góðri trú um að þetta væri það rétta. Jesú sagði þegar hann hékk á krossinum: "Guð, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra". Ég held að Bandaríkjamenn hafi í raun ekki vitað hvað þeir voru að gera. Auðvitað vissu þeir að það yrði mikið mannfall og mikil eyðilegging, en ekki svona hrikalegt og þeir vissu heldur ekki hve geislavirknin yrði hroðaleg í kjölfarið. Ekki í þeim mæli sem hún varð. Sumir segja að mannfall hefði orðið meira ef stríðið hefði dregist frekar á langinn, bæði meðal óbreyttra borgara og hermanna. 207px-Winston_Churchill

Örstutt saga um brjálæði stríðsins í Evrópu:

Bretum tókst að ráða dulmál þjóðverja þegar orustan um Bretland stóð sem hæst. Þegar Bretum var ljóst að meiriháttar loftárásir voru fyrirhugaðar á Coventry, sem var hernaðarlega mikilvæg borg, þá gerðu þeir engar ráðstafanir gagnvart því. Ef þeir hefðu gert það, þá hefðu Þjóðverjar uppgötvað að þeir hefðu ráðið dulmálið. Winston Churchill forsætisráðherra tók þá ákvörðun að þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt var mikið mannfall meðal óbreyttra borgara í Coventry, þá væri mikilvægi þess að Þjóðverja grunaði ekki neitt, meira virði en þau mannslíf. Engum var gert viðvart, engum vinum hlíft. Tugir þúsunda féllu.

Þessi ákvörðun var ekki tekin af mannvonsku.


mbl.is Flugstjórinn á Enolu Gay látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Góð færsla hjá þér. Þetta með Coventry var reyndar eitt af því sem að andstæðingar Churchills notuðu eftir stríð til að fella hann úr sessi. Hann sagði sjálfur að þetta hefði verið ein alerfiðasta ákvörðun sem að hann hefði nokkurntímann staðið frammi fyrir. Ég skil það vel.

Heimir Tómasson, 2.11.2007 kl. 05:01

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Gleymdi reyndar að koma með eina leiðréttingu hjá þér; talið er að 550 manns eða þar um bil hafi látist beint af völdum sprengjuregnsins. Allt í allt var talið að um þúsund manns hafi fallið. Þjóðverjar sendu 500 sprengjuvélar, bretar náðu að skjóta niður um 70 þeirra. Mánuðinn á undan höfðu verið nokkrar "smáar" árásir gerðar á Coventry (gríðarleg iðnaðarborg), um 170 manns höfðu fallið í þeim, flestir þegar að sprengja féll á verksmiðju.

Heimir Tómasson, 2.11.2007 kl. 05:06

3 identicon

"heldur í góðri trú um að þetta væri það rétta."

Svona eins og Rudolf Höss hélt að hann væri að gera það rétta eins og allir SS-sveitarmenn. Höss var örugglega fínn peyi eða hvað? 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þinn fróðleik Heimir

Jón Gunnar, mér finnst þetta reyndar ekki sambærilegt að neinu leyti

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband