Færsluflokkur: Bloggar

Kynlíf

"Kannist þið við svipinn á konum þegar þær hungrar í kynlíf?...Ekki ég heldur", -- Steve Martin

"Kynlíf er eins og bridge, ef þú hefur ekki góðan makker er gott að hafa góða hönd", -Woody Allen

"Tvíkynhneigð tvöfaldar möguleikana á stefnumóti á laugard.kvöldi" --Rodney Dangerfield

"Kynlíf um nírætt er eins og að reyna skjóta biljardkúlu með snæri" --George Burns

"Konur geta "feikað"fullnægingu en karlar geta "feikað" heilu samböndin" --Sharon Stone

"Konur þurfa ástæðu til kynlífs. Karlar þurfa bara góðan stað" --Billy Crystal

"Í stað þess að giftast á ný, ætla ég bara að finna konu sem mér líkar ekki við og gefa henni hús". --Rod Stewart

 

 


Ég var svikinn í Krónunni

008

Í fyrradag,þann 6. nóv. fór ég í Krónuna hér á Reyðarfirði og greip með mér eitt stykki þrumara sem sést á myndinni. Ég var á hraðferð og skoðaði brauðið ekkert sérstaklega en þegar ég kom heim þá fann ég að brauðið var hart og greinilega gamalt. Ég skoðaði þá "best fyrir" dagsetninguna, en þá var verðmiði límdur yfir hana. Þegar ég tók límmiðann af þá stóð þar : Best fyrir: 3.11.2007.  Á pokaopinu var plastklemma með annari dagsetningu en þar stóð: 08 nóv.

Nú veit ég auðvitað ekki hvort Krónan límir yfir raunverulega dagsetninguna eða hvort Fellabakarí sem bakar brauðið gerir það, en svo mikið er víst að þetta eru klárlega vörusvik.

Úr því ég er byrjaður að blogga um Krónuna hér á Reyðarfirði þá má ég til með að kvarta yfir lélegri vöktun á vöruúrvalinu. Það vantar stundum heilu vöruflokkana og þegar ég á leið upp á Egilsstaði, þá versla ég gjarnan í Bónusversluninni þar, svona í mótmælaskyni við Krónuna. Ég vona að einhver Krónu-manneskja sjái þetta og bæti úr þessu, því ég veit að fleiri eru farnir að gera þetta hérna niður á fjörðum.

 


Frelsi

11111-385_230719a Ég er talsmaður frelsis á flestum sviðum en ég vil þó alls ekki rýmka löggjöf um byssueign, frekar herða hana ef eitthvað er. Talað hefur verið um í fréttum að löggjöfin sé svipuð á Norðurlöndunum en því er ég alls ekki sammála. Það er mikill munur á því að hafa aldurstakmark á skotvopnaeign 18 eða 20 ára. Og drengurinn sem framdi voðaverkin í Tuusula átti skambyssu, en mjög miklar hömlur eru á því á Íslandi. 11STUDENT-385_230707a

Það hefur einnig verið nefnt í umræðunni að það ætti að krefjast geðheilbrigðisvottorðs áður en byssuleyfi er veitt. Um það hef ég reyndar efasemdir því nú þegar er krafist læknisvottorðs og venjulegur heimilislæknir á að sjá hvort viðkomandi er alvarlega veikur á geði. Það væri kannski hægt að láta viðkomandi taka eitthvert test í stuttum stöðluðum spurningalista hjá lækni en geðveilur sem blossa upp fyrirvaralaust verður aldrei hægt að sigta út. Andlitsmyndin á ólánssama piltinum sýnir fallega ungan mann. Þetta er óskiljanlegt.


mbl.is Vildi taka sem flesta með sér í gröfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrv. bæjarstjóri nú hjá Alcoa

35fda11c54fb447

Helga Jónsdóttir núverandi Bæjarstjóri með Guðmundi Bjarnasyni við vígslu Fjarðabygðarhallarinnar sl. sumar. 

Guðmundur Bjarnason fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar er nú starfsmaður Alcoa og sér um verkefnastjórnun í stjórnunar og stefnumótunarteymi í tengslum við samskipti fyrirtækisins við opinbera aðila, þ.e. ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Einnig sér hann um hafnarmál fyrirtækisins en höfn Alcoa er ein sú stærsta á landinu. Guðmundur hefur starfað hjá Alcoa frá júníbyrjun en hann lét af embætti bæjarstjóra 15. september 2006. Viðtal við Guðmund var á gömlu gufunni í morgunn og hægt er að hlusta á það HÉR .

Helga Jónsdóttir tók við starfi Guðmundar sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar þegar hann lét af störfum. Hún var áður borgarritari í tíð R-lista stjórnar Reykjavíkurborgar.

aaz 162

Hér má sjá enn einn bæjarstjórann. Bæjarstjóri "Álagabæjarins" ásamt bjargvætti sínum, Randy Pandy Gandy.

Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðarráðherra var gestaleikari í uppfærslu Leikfélags Reyðarfjarðar á frumsömdu verki eftir Ármann Guðmundsson, Álagabærinn. Kómískur farsi um vonir og væntingar í litlu bæjarfélagi sem stöðugt verður fyrir vonbrigðum þegar áætlanir um ýmiskonar stóriðju renna ítrekað út í sandinn. Nýr gestaleikari var í hverri sýningu sem lék indverskan gúrú. Gúrúinn kom með nýja vídd í stóriðjudrauma þorpsbúa, nefnilega "Sál-ver".  Leikfélagið setti met í fjölda sýninga með þessu verki, en fjöldi sýninga var 10. Þess má geta að Guðmundur Bjarnason var gestaleikari í einni sýningunni. Blogghöfundur er í hlutverki bæjarstjórans. Svona var hann til reika eftir enn ein vonbrigðin, lagðist í drykkju og þunglyndi. Myndin er tekin í í leikhléi og búið að gera aukaleikarann klárann og fylla bæjarstjórann.  Joyful

Ps. Gleymdi að geta þess að að töluverður tónlist og söngur var í sýningunni og var hún öll frumsamin, utan eins lags. Höfundur leikritsins og leikstjóri, Ármann Guðmundsson, samdi tvö laganna, en Jón Hilmar "gítartröll" frá Norðfirði og Helgi Gogga hljómborðsleikari frá Eskifirði sömdu einnig nokkur laganna. Þeir voru undirleikarar í sýningunum ásamt Ragnari Jónssyni bassaleikara. Mjög góð lög sem ættu skilið að fara í upptökur.

 

 


Óhófsandi í útrásariðnaðinum

Kjartan Gunnarsson og Davíð Oddsson ásamt fulltrúum... "Útrásaráformum þarf því að setja skynsamleg mörk. Sá óhófsandi sem að nokkru hefur heltekið okkur má ekki ráða ferðinni til framtíðar. Við vitum að víða er uppgangur okkar lofti blandaður. Við því er ekkert að segja og það er eðlilegt að þættir eins og óefnislegar eignir séu fyrirferðarmiklar á uppgangstímum þegar vel gengur, en þegar á móti blæs og harðnar á dal, þarf aðeins lítið gat til að loftið leki úr slíkum eignum. Þar er því einnig aðgæslu þörf,"

Ég bloggaði í fyrradag "  Væntingavísitalan í nýjum hæðum ". Þessi orð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra hér að ofan passa ágætlega inn í þær bollaleggingar mínar.


mbl.is Reglur í bókhaldi teygðar töluvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austfirðingar eru kurteisir

Stundum verða slys hjá farþegum mínum en afar sjaldan samt. Mig minnir að það hafi komið fyrir þrisvar sinnum að ælt hafi verið í bílinn hjá mér á síðustu 30 mánuðum eða svo. Í öll skiptin fannst fólkinu sjálfsagt að borga "ælugjald", enda er atvinnutækið úr leik á meðan bíllinn er þrifinn. En skelfing hlýtur það að vera ömurlegt að lenda í farþegum eins og þessum sem kvenleigubílstjórinn þurfti að þola.
mbl.is Reiddist vegna „ælugjalds"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland

Kárahnjúkavirkjun. Ég óska Íslendingum til hamingju með þennan merka áfanga í dag.  Fyrsta vél Kárahnjúkavirkjunar var gangsett með vatni úr Hálslóni í fyrsta skipti. Við getum öll verið stolt af þessu mikla mannvirki.
mbl.is Kárahnjúkavirkjun byrjar að framleiða rafmagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur skondin ummæli

  "Rósategund var skýrð í höfuðið á mér og ég varð mjög upp með mér. En ég varð ekki ánægð þegar ég las lýsinguna á henni: "Ekki góð í beði en fín upp við vegg". (not good in bed...) Eleanor Roosevelt

"Leyndarmálið á bak við vel heppnaða messu er að hafa góða byrjun og góðan endi... og hafa eins stutt á milli þessara kafla og mögulegt er". George Burns

"Farið varlega þegar þið lesið heilsubækur. Prentvilla gæti kostað ykkur lífið". Mark Twain

"Fyrir alla muni giftið ykkur. Ef þið eignist góða eiginkonu, þá verðið þið hamingjusamir. Ef þið eignist slæma, þá verðið þið heimspekingar". Sókrates

"Ég gifti mig hjá dómara. Ég hefði átt að biðja um kviðdóm". Groucho Marx

"Hafið ekki áhyggjur af því að þurfa að forðast freistingar. Þegar þið eldist forðast freistingarnar ykkur" Winston Churchill


 

 


Væntingavísitalan í nýjum hæðum

Mynd 429494Það er makalaust þegar stjórnmálamenn leyfa sér að nefna fjárfestingarupphæðir í fjarlægri framtíð, í fyrirtækjum sem að hluta til verða í opinberri eigu en er ekki búið að stofna. Ekki liggur fyrir hvaða einkafyrirtæki koma að málum, ekki ljóst hvernig ákvarðanatökum í fyrirhuguðum fyrirtækjum verði háttað, hvort og með hvaða hætti pólitík muni hafa áhrif innan fyrirtækjanna og látið eins og við séum ein í heiminum á þessum markaði.  Hvaða leikrit er í gangi?

Það hefur verið nefnt að hægt sé að tala verðbólgu upp eða niður með óábyrgum hætti, einnig að hlutabréfamarkaðurinn verði fyrir áhrifum af ógætilegum ummælum stjórnmálamanna osfrv. Í þessu tilviki eru stjórnmálamenn komnir í fyrirtækjaleik með gróðaglampa í augum. Fyrirtækjaleikir og áhættufjárfestingar stjórnmálamanna, einhvern veginn finnst mér að auðvelt sé að klúðra því.

Samkvæmt orðum Össurar Skarphéðinssonar eru þessar tölur um þúsundir miljarða fjárfestinga fengnar úr áætlunum þeirra sem stýra útrásinni. Eru það áætlanir sem gerðar voru á forsendum einkafyrirtækjanna og ekki reiknað með því að VG kæmi þar að málum? Eru þetta áætlanir OR/REI? Er áætlununum ætlað að tala upp væntingar þeirra sem fara með opinbert fé? Urðu atburðir liðinna vikna um OR/REI og GGE til þess að áætlanirnar voru endurakoðaðar að einhverju leiti?

Ég held að það sé full ástæða til bjartsýni varðandi þessa útrás, en ég hræðist afskipti stjórnmálamanna af fyrirtækjarekstri. Almenningur hefur ekki fengið að sjá raunverulegar áætlanagerðir, hefur Össur iðnaðarráðherra fengið það? 


mbl.is „Fjárfestingar á sviði jarðorku geta numið þúsundum milljarða"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við sama heygarðshornið

GSFE9IA1Guðbjörg Hildur Kolbeins varð fræg á einni nóttu þegar hún bloggaði á misheppnaðan hátt að margra áliti (ekki feminista) um "stóra verslunarmisðstöðvarbæklingsmálið". Ef ég man rétt þá fór Guðbjörg Hildur huldu höfði í bloggheimum um stundarsakir vegna þeirra eðlilegu viðbragða sem pistill hennar fékk, m.a. frá foreldrum stúlkunnar sem í hlut átti.

Nú hefur Guðbjörg Hildur fengið kjarkinn aftur og yfirlýsir að hún standi við fyrri greiningu sína á bæklingnum. Málið hafi bara verið að blaðamaður Fréttablaðsins hafi vísvitandi beitt valdi sínu til að mistúlka færslu hennar. Aldrei flögraði að henni að almenningur gæti ekki greint á milli persónu fyrirsætunnar og þess hlutverks sem hún lék í veröld auglýsinganna.

Sjálfur las ég nú færslu Guðbjargar um kynferðislega bæklinginn og þurfti ekki matreiðslu annarra til að hneikslast á þeirri óhugnanlegu mynd sem hún dró upp úr sínu eigin höfði.

Guðbjörg Hildur gefur ekki kost á athugasemdum í bloggi sínu, sem er kannski skiljanlegt af biturri reynslu, en færslu hennar um réttlætinguna á pistli sínum má sjá HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband